Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 6

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 6
Glíman í uppsveiflu Að undanförnu hefur ungt glímufólk úr HSK vakið athygli fyrir góðan árangur á mótum. Þetta er árangur af markvissri þjálfun og góðri ástundun sem fram hefur farið á Laugarvatni síðustu vetur. Þjálfari hópsins er Kjartan Lárusson, sem hefur gegnt því starfi síðan 1987. Tíðindamaður Skinfaxa hitti Kjartan að máli fyrir skömmu til þess að leggja fyrir hann nokkrar spurningar varðandi glímuþjálfunina og góðan árangur Laugvetninga að undanfömu. Aðspurð- ur kvaðst hann ekki hafa farið að stunda glímuna fyrr en hann var orðinn þrítug- ur. Þá var hann hættur að stunda aðrar íþróttir, en hann var vel liðtækur bæði í körfuknattleik og blaki. „Ég ákvað að prófa glímuna sem ég hafði aldrei komið nálægt. Ég fór á eina æfingu fyrir slysni og skráði mig síðan til þátttöku í héraðsmóti, en það var nú aðallega hugsað til þess að ná stigi fyrir félagið mitt. Glíman hentaði mér ágætlega vegna þess meðal annars að ég var í góðu líkamlegu formi, ég held að það hafi hjálpað mér mikið. Ég náði viðunandi árangri miðað við það hvað ég byrjaði seint, en auðvitað er best að byrja sem fyrst.“ Ekki lengur karlaíþrótt „Um þessar mundir eru á bilinu 20- 30 manns sem æfa hjá mér, svona 20 sem stunda þetta af alvöru, - unglingar á aldrinum 9 ára og upp í 15 til 16 ára, örfáir eldri. I þessum hópi eru jafnframt 6 stúlkur sem æfa af alvöru. Þessir krakkar eru annaðhvort héðan úr Laugardal eða úr Grímsnesinu og Þingvallasveit, það er að segja úr Laugdælum og Hvöt.“ - Þykir unglingum glíman ekki lengur hallœrisleg eins og algengt var fyrir nokkrum árum ? „Ég man eftir þessu viðhorfi þegar ég var unglingur í kringum 1970. Mér þótti þetta frekar hallærisleg íþrótt. Ég held að viðhorf til glímunnar og ímynd hennar hafi breyst á þessum árum. Þetta þótti svo íslenskt, gamalt og úr takti við tímann. A undanförnum árum hafa æ fleiri farið að stunda glímuna og margir þeir sem fremst hafa staðið eru góð ímynd. Krakkarnir sem eru að æfa hjá mér núna eru í þessu fyrst og fremst íþróttarinnar vegna. Ég held að unnt sé að ná árangri í greininni hvar sem er á landinu, þetta er bara spurning um að unglingarnir fái tækifæri til að stunda hana og þá velja þeir hana þó hún eigi í harðri samkeppni við aðrar greinar. Hér á Laugarvatni eru það körfubolti og frjálsar íþróttir sem keppa við glímuna um hylli krakkanna. Ég held að ég megi fullyrða að glíman standi best að vígi um þessar mundir að minnsta kosti. Það er margt sem spilar inn í. Krakkarnir fá ýmislegt út úr þessu eins og keppn- isferðir auk þess sem þeim þykir grein- in spennandi og skemmtileg. Það er svo með iðkun glímunnar eins og annarra íþrótta að þetta er spurningin um að krakkarnir fái tækifæri til þess, - aðstöðu og þjálfun.“ Metþátttaka í öllum mótum - Eru vinsœldir glímunnar þá að aukast? „Já, það er enginn vafi á því. A síðasta ári var aukin þátttaka í öllum mótum, það segir sína sögu. Á íslands- Karólína Ólafsdóttir, Umf Laugdœla, „Efiúlegasti glímumaðurinn 1992. ” Kjartan ásamt tveim sonum sínum, Óðni og Lárusi. 6

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.