Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 11
ekkert bæði hvað varðar magn og gæði
próteina í mataræði íþróttafólks og
próteinduft og slíkar vörur eru því með
öllu óþarfar.
Borið saman við samanburðar-
hópinn fær íþróttafólk meira prótein úr
mjólkurmat og minna úr kjötvörum,
sem er það sama og sjá má fyrir fitu.
Þessar og aðrar niðurstöður benda til
þess að íþróttafólk geti dregið úr neyslu
mjólkurafurða og lagt í staðinn áherslu
á kolvetnaríkari fæðu. Þessu til stað-
festingar má nefna að bæði konur og
karlar í íþróttahópnum hafa að jafnaði
kalkneyslu vel umfram ráðlagðan
dagskammt og hópurinn neytir kalks í
magni sem er langt umfram það sem
samanburðarhópurinn gerir. Mest af
þessu kalki kemur úr mjólkurmat, en í
þessu tilliti sem og öðru ber þó að geta
þess að dreifing neyslunnar er slík að
framangreind ráðlegging á ekki við um
alla íþróttamenn.
Vítamín og steinefni
Það eru ófáir íþróttamenn sem gæta
þess vel að taka sinn daglega skammt af
bætiefnum í töiluformi eða annan hátt,
en huga ekki vel að hlutfalli milli
kolvetna og fitu í fæðunni, sem getur þó
haft meiri áhrif á árangur. Niðurstöður
könnunarinnar sýna hins vegar að
íþróttafólk neytir að jafnaði nægilegs
magns af vítamínum og steinefnum og
er rétt að geta þess að vítamíntöflur og
slíkar vörur reiknast ekki með í nið-
urstöðum, en lýsisneysla er þó tekin
með. Dreifing neyslunnar er hins vegar
þannig að nokkur hluti hópsins neytir
bætiefna undir ráðlögðum dagskammti
og er þetta sérstaklega áberandi fyrir
konur og á einnig helst við um tiltekin
bætiefni.
Munur á orkuneyslu karla og
kvenna gerir það að verkurn að karlar
borða meiri mat og eru því að jafnaði
yfir ráðlögðum dagskammti fyrir öll
vítamín og steinefni. Orka í fæðu karla í
íþróttahópnum er að jafnaði nálægt
3700 hitaeiningum, en um 3100 hjá
körlum í samanburðarhópnum, og
vegna þessa fá íþróttamenn meira magn
bætiefna úr fæðu og fyrir sum efni
verulega umfram ráðlagðan dag-
skammt. Þetta á t.d. við um A-vítamín,
sum B-vítamín og steinefni eins og kalk
og fosfór. Konur eru undir ráðlögðum
dagskammti fyrir D- og E-vítamín,
vítamín B6 og tiltekin steinefni eins og
járn, sem er mikilvægt næringarefni í
fæðu íþróttafólks. Munur á íþrótta-
konum og konum í samanburðarhóp er
ekki sá sami og hjá körlum, og er það
ekki síst vegna þess að munur á
orkuneyslu hjá þessum tveimur hópum
kvenna er óverulegur, eða aðeins um 50
hitaeiningar að jafnaði.
Þegar horft er framhjá mun á
orkuneyslu milli karla og kvenna kemur
í ljós að konur velja næringarríkari mat
en karlar með tilliti til bætiefna, og
þegar allur íþróttahópurinn er á sörnu
forsendum borinn saman við saman-
burðarhópinn kemur í ljós að fæði
íþróttafólks er síst bætiefnaríkara en
hinna. Lokaorðin geta því beinst að því
að það eru ekki gæðin sem einkenna
mataræði íþróttafólks, heldur magnið,
og á þetta að minnsta kosti við um þann
hóp karla sem þátt tók í þessari könnun.
SUNDLAUG.Z/.Z/.^
KÓPAVOGS '<*<*<
VIÐ BORGARHOLTSBRAUT S:642560
Rennibrautin er opin alla daga.
Opið mán. - föst. frá kl. 7:00 - 20:30
Laugardaga og sunnudaga
frá kl. 18:00 - 16:30.
GUFUBAÐ
KARLAR KONUR
mán 15:00-20:30 mán
þri 15:00-20:30 þri
mið 15:00-20:30 mið
fim 15:00-20:30 fim
fös 15:00-20:30 fös
lau 08:00-16:30 lau
sun 08:00-13:00 13:00-16:30 sun
Ný opnuð nuddstofa sem býður upp á líkamsnudd, punktanudd með las-
er, fjölþætt rafmagnsnudd og svæðameðferð. Sérhæft íþróttanudd.
11