Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 24
Iþróttamiðstöðin á Laugarvatni býður upp á margvíslega möguleika fyrír hópa sem vilja dvelja ífögru umhverft í nokkra daga.
íþróttamiðstöðin á Laugarvatni:
DVÖL SEM SKILAR ÁRANGRI
„Aðsóknin að íþróttamiðstöðinni
er alltaf að aukast. Það hefur til
dæmis aldrei gengið eins vel
með bókanir og í vetur,“ sagði
Hermundur Sigurmundsson
forstöðumaður íþróttamiðstöðv-
arinnar á Laugarvatni í stuttu
spjalli við Skinfaxa.
íþróttamiðstöðin er, sem kunnugt er,
rekin af Ungmennafélagi Islands í
samvinnu við ISI og menntamálaráðu-
neytið. A veturna hefur hún yfir að ráða
15 fjögurra manna herbergjum og
góðum æfingasal, ,,Speglasalnum,“
svokallaða. Þar er hægt að hafa 30-40
manns í svefnpokaplássum. Á sumrin
fær Iþróttamiðstöðin til afnota hluta af
heimavistarhúsnæði menntaskólans.
Samtals hefur hún þá yfir að ráða plássi
fyrir um 100 manns.
„Síðan leigjum við aðstöðu af
íþróttakennaraskólanum, bæði íþrótta-
húsið og sundlaugina, fyrir hópana sem
koma til okkar,“ sagði Hermundur.
„Við erum einnig með aðstöðu til að
iðka fótbolta, golf, tennis, hestaíþróttir,
badminton, siglingar og seglbretti, svo
eitthvað sé nefnt. Þá hafa víða verið
lagðir göngustígar, sem auka mjög
möguleika til náttúruskoðunar.“
Þeir sem einkum notfæra sér þá
aðstöðu, sem íþróttamiðstöðin hefur
upp á að bjóða, eru hópar skólafólks,
íþróttahópar, ýmis fyrirtæki, sem finnst
staðurinn tilvalinn fyrir námskeiðahald
og yfirleitt allir þeir sem vilja komast á
stað, sem býður upp á aðlaðandi
umhverfi, afnot af ýmsum íþróttamann-
virkjum og er kjörinn til útivistar. I
sumar hefur áhugahópur um íþróttir
aldraðra bókað sig, einnig íþróttasam-
band fatlaðra, Knattspyrnuskóli KSÍ,
Kennaraháskóli íslands með endur-
menntunarnámskeið, auk fjölda íþrótta-
hópa hvaðanæva að af landinu. Þetta
sýnir breiddina í þeim hópum, sem
kjósa að dvelja í Iþróttamiðstöðinni
hluta sumarsins.
„Við bjóðum upp á æfingabúðir allt
árið og eru félögin þegar farin að nýta
sér aðstöðuna um helgar yfir vetrar-
tímann. Menn eru líka smám saman að
uppgötva, að þeir þurfa ekki að fara til
útlanda til þess að komast í æfinga-
búðir. Á páskunum í fyrra kom fót-
boltaliðið frá Akranesi og var hjá okkur
í fimm daga, í stað þess að fara út. Þeir
urðu svo íslandsmeistarar. Svo kom
meistaraflokkur karla í Fylki og þeir
unnu 2. deildina. Þá kom meistara-
flokkur kvenna í handbolta hjá Breiða-
bliki og þær urðu íslandsmeistarar. Við
töldum þetta góða gengi merki þess, að
liðin hefðu erindi sem erfiði þegar þau
kæmu hingað austur.
Svona dvöl hefur líka mikið að
segja fyrir félagslega þáttinn. Leið-
beinendur og liðsmenn eru saman allan
daginn og á kvöldin, fara í sund eða
gufu saman, á kvöldvökur eða horfa á
sjónvarpið, drekka kvöldkaffið saman
og njóta þess sem staðurinn hefur upp á
að bjóða.“
24