Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 37
Vikivakar og pylsuát - gripiö niður í Sögu landsmóta UMFÍ1909-1990 Vert er að vekja frekari athygli á hinni glæsilegu bók „Saga landsmóta UMFÍ1909-1990“ sem þeir Jóhann Sigurðsson og Sigurður Viðar Sigmundsson hafa séð um útgáfu á. Bókin er full af fróðlegum upplýsingum, auk þess sem hún gefur glögga og skemmtilega mynd af tíðarandanum á umræddu tímabili. Hér á eftir er gripið niður í frásögn af 12. landsmóti UMFÍ á Laugarvatni 3.- 4. júií 1965. „Mikið rigndi dagana fyrir mótið og voru menn uggandi um hvernig til tækist, ef ekki yrði lát á úrhellinu. Hörður S. Oskarsson sundþjálfari á Selfossi, núverandi skrifstofustjóri UMFÍ, segir að í vikunni fyrir mótið hafi komið neyðarkall frá Stefáni Jason- arsyni, sem staddur var á Laugarvatni. Það rigndi svo mikið að vatnið stóð á hlaupabrautunum. Þær voru nýlagðar og undirlaginu hafði verið þjappað svo vel, að brautirnar voru nánast vatns- heldar. Hörður dreif hóp manna með sér og menn réðust á vatnið vopnaðir kústum og sópuðu því út af brautinni. Risastór sýninga- og íþróttapallur var reistur á svæðinu, um 600 fermetrar að stærð. Böðvar Ingi Ingibergsson á Laugarvatni var aðalsmiðurinn við verklegu framkvæmdirnar. Hafsteinn útvegaði skúra fyrir veitingasölu og annað, héðan og þaðan, m.a. frá vega- gerðinni. Þá voru settir upp snyrtilegir útikamrar víðs vegar um svæðið. Skammt frá íþróttasvæðinu var komið upp aðstöðu fyrir starfsíþrótt- irnar, hringvelli fyrir dráttarvélaakstur og rétt fyrir búfjárdómana. Þar nálægt var sett upp vélasýning, þar sem innflytjendur sýndu bíla og búvélar. Vakti það mikla athygli, enda var hin hraða þróun í vélvæðingu landbún- aðarins óðum að komast á skrið. Gert var ráð fyrir miklum mann- fjölda og því varð að gera ýmsar var- úðarráðstafanir. Eins og áður sagði voru skátar fengnir til að sjá um hjálparstarf. Mikið lögreglulið var tiltækt og sér- stakar reglur voru settar um umferð í uppsveitum Árnessýslu, sett var ein- stefna á suma vegi til að greiða fyrir umferð, því bílaeign landsmanna var stórum að aukast á þessum árum. Nú voru farnar að tíðkast útihátíðir víða um land á sumrin og fór ekki sem best orð af þeim. Ekki er því laust við að margir hafi verið uggandi um hegðun móts- gesta... Lúðrasveit gerist danshljómsveit Þá var ekki síður mikill undir- búningur fyrir dagskrá mótsins. Þórir Þorgeirsson og Mínerva Jónsdóttir tóku málin í sínar hendur varðandi fimleika- hópsýningar. Ekki er að sjá að menn hafi gert sér vonir um að safna saman af öllu landinu þátttakendum í hóp- sýningar. Hins vegar var mannval nóg á félagssvæði Skarphéðins og Þórir og Mínerva þjálfuðu hátt á annað hundrað ungmenni. Ekki er hægt að úrskýra það með góðu móti hvernig Hafsteinn Þorvalds- son fór að því að finna sér tíma frá hinum verklega undirbúningi lil að þjálfa I20 manna sýningarhóp í viki- vökum. Hafsteinn segir að þessum 60 pörum hafi verið skipt í fjóra I5 para hópa. Tveir hópar voru úr hvorri sýslu og æfði hver hópur fyrir sig. Hafsteinn fór svo um allt svæðið allan veturinn og þjálfaði hópana. Tónlistin var það sem erfiðast var því það var dansað við undirleik lúðrasveitar, sem að óreyndu hefði ekki getað talist heppileg fyrir þjóðdansa. Hafsteinn fór með fáein pör til að sýna stjórnandanum hvernig dans- inn gekk fyrir sig. Þegar stjórnandinn hafði áttað sig á dansinum og lagað sig ótrúlega vel að honum fékk Hafsteinn Björn Þórarinsson tónlistarmann í Glóru, vel þekktum tónlistarbæ í Flóan- um, til þess að koma með segulband á lúðrasveitaræfingu og taka tónlistina upp en þá voru ekki segulbönd á hverj- um bæ. Hafsteinn fór svo á æfingar vetrarins með segulbandið í farteskinu. Vikivakasýningin vakti verðskuldaða athygli. 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.