Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 9
Jón Gíslason næringarfræðingur:
Hvað borðar íþróttafólk?
- rétt að velja meira grófmeti - minna af fitu og sykurvörum!
Gerð hefur verið kðnnun á mataræði
íþróttafólks, sem sýnir hvaða matvæli
ráða mestu í fæðuvali og hvernig
næringarfræðileg samsetning fæðunnar
er. Könnun þessi var gerð að frum-
kvæði Heilbrigðis- og rannsóknaráðs
Iþróttasambands Islands í samvinnu við
Manneldisráð Islands. Til þátttöku voru
valin fjögur landslið, karla og kvenna í
handknattleik og knattspymu, og fjögur
félagslið í sömu greinum, þ.e. samtals
88 einstaklingar með jafnri skiptingu
milli kynja. Framkvæmd könnunarinnar
og úrvinnsla er byggð á gögnurn
Manneldisráðs Islands og er gerð í
samvinnu við ráðið, og því var unnt að
velja samanburðarhóp á grundvelli
niðurstaðna úr almennri könnun Mann-
eldisráðs á mataræði íslendinga, sem
framkvæmd var árið 1990. Samtals eru
92 einstaklingar í samanburðarhópnum,
44 konur og 48 karlar, með svipaða
aldursdreifingu (16-34 ára) og nánast
sama meðalaldur og íþróttahópurinn.
Einnig var þess gætt að íþróttafólk væri
ekki valið í samanburðarhópinn.
Unnið er að úrvinnslu niðurstaðna
þessarar könnunar og skýrslugerð, en
nokkrar þeirra liggja þegar fyrir og er
hér fjallað um orkuefni fæðunnar, úr
hvaða fæðuflokkum þau koma og
einnig vítamín og steinefni. Rétt er að
geta þess að í 4. tölublaði Skinfaxa
1991 birtist grein um mataræði íþrótta-
fólks, sem gefur nánari upplýsingar um
mikilvægi þess að vanda fæðuval og er
lesendum því einnig bent á að kynna
sér efni þeirrar greinar.
Orkuefni fæðunnar
íþróttafólk sem stundar erfiðar
íþróttir þarf að borða mun meira en
kyrrsetufólk. Aukinni orkuþörf er best
fullnægt með því að borða meira af
kolvetnaríku fæði, t.d. kornmat eins og
morgunkorn, brauð og pastavörur eins
og spaghettí, sem eru vinsælar meðal
íþróttafólks, og einnig grænmeti og
ávexti. Iþróttafólk sem tók þátt í þessari
könnun nær ekki þeim ráðleggingum
sem gefnar eru um neyslu kolvetna hjá
Hlutfall orkuefna
Hlutfall
íþróttafólk er nær ráðleggingum en
samanburðarhópurinn, en veruleg
dreifing er í neyslu hjá báðum hópum
(kemur ekki fram á myndinni). Rúmlega
10% íþróttafólks velur fæðu í samræmi
við ráðleggingar.
þessum hópi, sem ætti ekki að vera
undir 55-60% af orku í daglegri neyslu.
Það borðar þó kolvetnaríkara fæði en
samanburðarhópurinn og nálgast að
Mataræði íþróttafólks
Hlutföll orkuefna
Alkohól
1%
Ráðlegging fyriríþróttafólk:
Kolvetni 55-60%
Fita 25-30%
Prótein 10-15%
jafnaði 50% hlutfall kolvetna, eins og
sjá má í súluriti, og hafa konur hærra
hlutfall kolvetna en karlar. Mikil dreif-
ing er í neyslu hjá íþróttahópnum og er
hún ekki sýnd í súluritinu. Rúmlega
tíundi hluti þeirra nær á bilinu 55-60%
kolvetnahlutfalli og þar yfir, en um leið
er svipaður fjöldi með neyslu undir
40%. Þegar hlutfall kolvetna er lágt
ræður fita meiru en ella í efnaskiptum
líkamans og þá kemur þreyta fyrr fram.
Einstaklingur sem borðar þannig á því
ekki sömu möguleika á að ná árangri í
erfiðum íþróttum og ef hann vandaði
fæðuvalið.
I hlutfalli kolvetna er sykur einnig
reiknaður þar sem hann telst til
kolvetna og nýtist til að byggja upp
orkuforða líkamans. Það er því hætt við
að mikil neysla sykurs sé í sumum
tilvikum ástæða þess að hlutfall kol-
vetna í fæðunni nær því að samræmast
ráðleggingum. Sykurríkar matvörur
eins og sælgæti og gosdrykkir gefa hins
vegar mikla orku en lítið af næring-
arefnum eins og vítamínum og stein-
efnurn og ber því að velja síður en
næringarrík matvæli. Vert er að hafa í
huga að sykur leynist ekki eingöngu í
sælgætisvörum, heldur einnig kökum,
kexi og mörgum öðrum unnum mat-
vælum. Ef eingöngu er litið á orku-
hlutfall sykurs er það að jafnaði 13.4%
hjá íþróttafólkinu en 11.1% hjá saman-
burðarhópnum. Dreifing neyslunnar er
hins vegar mikil innan íþróttahópsins
og er hlutfall sykurs að meðaltali 12%
hjá körlum en 14.8% hjá konum. Þá er
tíundi hluti þeirra sem eru í félagsliðum
með sykurhlutfall yfir 30% og það
sama kemur í ljós þegar niðurstöður
fyrir konur eru skoðaðar. Þegar hlutfall
sykurs er orðið svo hátt mun það hafa
áhrif á almennt næringargildi fæðunnar.
Sambærilegt gildi fyrir tíunda hluta
kvenna í samanburðarhópnum eru
21.5%.
Sérstakar ráðleggingar um sykur-
neyslu íþróttafólks hafa ekki verið
gefnar hér á landi, en manneldismark-
mið fyrir lslendinga samkvæmt ráð-
leggingum Manneldisráðs Islands gera
9