Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 38
Átu pylsur fram á haust Þá þurfti að skipuleggja starf mikils fjölda manna, starfsliðs við keppni, veitingasölu, gæslu, tjaldstæðavörslu o.m.fl. Eitthvað þufti allur mann- skapurinn að éta. Hafsteinn og Eggert Haukdal, þáverandi gjaldkeri HSK, núverandi alþingismaður, fóru á milli fyrirtækja og sömdu um ýmsa aðdrætti. Sumsstaðar glottu menn í kampinn yfir bjartsýni þessara dreifbýlisgutta. Glott- ið hvarf þó þegar salan kom í ljós. Þeir sömdu aðeins við Egil Skallagrímsson og Kóka kóla. Menn þaðan óku stórum flutningabílum austur og höfðu svo aðra minni til að flytja vörurnar í sölutjöld og skúra. Þegar upp var staðið höfðu birgðirnar selst upp, 48 tonn af gosdrykkjum, um 144.000 flöskur. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafði aldrei selt svo mikið magn í einu og þar á bæ var þessi sala lengi í minnum höfð. í hitanum nærðist fólk varla á öðru en ís og gosdrykkjum. Það var verra með pylsurnar. Það var lítið étið af þeim vegna hitans sem Ungir sem aldnir höfðu nóg fyrir stafni á mótinu. Myndir úr Sögu landsmóta UMFl 1909-1990 brast á þessa júlídaga og ekki var hægt að skila þeim. Þeim var stungið í frost til bráðabirgða en Skarphéðinsmenn máttu láta sig hafa það að éta pylsur í flest mál út sumarið og fram á haustið. Reyndar höfðu nemendur Laugaskóla orðið að éta svokallaða ,,landsmóts- tertu“ allan veturinn 1961-62... Svanirnir iifnuðu við . . . Eins og alltaf var mótinu slitið með verðlaunaafhendingu og dansleik á sunnudagskvöldið. Þá var Hafsteinn Þorvaldsson búinn að vera á þönum allan mótstímann. Hann var orðinn svo þreyttur og bólginn á fótunum, að hann leyfði sér að skreppa upp í burst héraðsskólans, leggja sig þar og fylgjast með mótsslitunum út um gluggann. Þá sá hann þrjá svani koma fljúgandi vestan yfir heiði, yfir héraðsskólann og mótssvæðið og þaðan í austurátt, í átt til Eiða. Svanir voru í merki mótsins og var því vel við hæfi að þeir leggðu blessun sína á þennan hátt yfir vel heppnað mót og settu stefnuna á hið næsta.“ „íþróttagallar ársins" Eigum mikið úrval af vönduðum íþrótta- og æfingagöllum í barna- og fullorðinsstærðum á sérlega hagstæðu verði. Sarnxet- mgiffL ----- =;------------ „ SPORTVAL • KRINGLAN SÍMI 689520 HAMRABORG 14 - SÍMI 40097 200 KÓPAVOGUR • FAX 40067 BOLTAMAÐ URINN LAUGAVEGI 23 • SÍMI 15599 38

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.