Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 23
Handboltinn: Betur mætti búa að börnunum „Við í handknattleiksdeildinni erum að búa okkur undir það að geta tekið á þeirri stöðu, sem upp kemur, þegar úr því verður skorið hvort við förum upp í 1. deild eða ekki. Ytri aðstæður breytast töluvert ef við förum upp í 1. deiidina,“ segir Ásmundur Ásmundsson formaður handknattleiksdeildar Breiðabliks. Handknattleikslið Breiðabliks hefur barist hart til þess að komast upp í ]. deild að undanförnu. Liðið féll um deild í fyrra, og stefnir nú að því að endurheimta fyrri sess. Gengi liðsins hefur verið upp og ofan. A sfðasta áratug hafnaði það einu sinni í 2. sæti í Islandsmótinu og lék jafnfram til úrslita í bikarnum. Síðan dalaði það og hafa menn helst kennt það ómarkvissum vinnubrögðum í uppbyggingarstarfi yngri flokkanna. Forráðamenn handknattleiksdeild- arinnar bíða, eins og fleiri, eftir nýrri og betri aðstöðu. Milli 50 og 60 manns stunda æfingar hjá deildinni og vildu forráðamennirnir geta búið betur að þeim en raun ber vitni. „Bæjaryfirvöld hafa, að okkar mati, sinnt illa niðurröðuninni í þau hús sem fyrir hendi eru,“ segir Asmundur. „Það er verið að þjarka þetta í marga mánuði á haustin um tímana, en þess á ekki að þurfa. Með nútíma tölvutækni á að vera hægt að jafna þetta út miðað við kröfur félaganna, með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Þessi hús, sem um er að ræða, eru skólahús. Það eru dænti þess að for- eldra- og kennarafélög hafi forgang um bestu tímana í húsunum, þannig að fþróttafélögin séu látin sitja á hakanum. Þó sé ekkert nema gott eitt um það að segja, að þessir hópar stundi íþróttir, þá er það slæmt gagnvart nemendunum, sem einnig eru að stunda íþróttir. Það er stöðugt verið að gera kröfur urn sam- felldan skóladag, en svo er hægt að láta smákrakka stunda íþróttir í öllum hús- um bæjarins. Þau þurfa oft að fara um bæinn þveran og endilangan langt fram eftir kvöldum. Þetta er ekki alveg í samrænti við þann samfellda vinnudag fyrir nemendur, sem alltaf er verið að tala um.“ Upprennandi leikmenn Ásmundur segir forráðamenn hand- knattleiksdeildarinnar bjartsýna. Bæði 2. og 3. flokkur hafi hafnað í úrslita- keppni Islandsmótsins og þar séu á ferðinni góðir og upprennandi leikmenn fyrir félagið. Áríðandi sé að haldið sé áfram þeirri uppbyggilegu þjálfun sem þeir þurfi á að halda. Það vilji brenna við hjá félögunum, að skipt sé mjög ört um þjálfara, sem leiði oft til þess að leikmenn taki ekki þeim framförum sem skyldi. Það sé skylda hvers félags að hafa festu í þjálfuninni. Kvennaboltinn hefur orðið útundan, að sögn Ásmundar, því það hefur hreinlega ekki verið pláss í húsunum fyrir hann. Fyrir nokkrum árum hefði mátt eygja von í kvennaboltanum, en svo virtist sem áhuginn væri minni hjá konum en körlum, alla vega hvað handboltann varðaði. „Við erum með nokkrar stelpur í 3. flokki og erum að vonast til þess að geta byggt eitthvað á þeirn þegar til lengdar lætur. Það kemur niður á þeim hvað þær eru fáar. En við viljum endilega hlúa að kvennaboltanum og ná honum á strik aftur.“ 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.