Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1993, Side 10

Skinfaxi - 01.02.1993, Side 10
ráð fyrir því að neysla sé að jafnaði undir 10% sem hlutfall af orku. Þegar tekið er tillit til mikillar orkuneyslu og þar af leiðandi meira magns bætiefna í fæðu margra íþróttamanna er álitamál hvort sömu ráðleggingar eiga að gilda fyrir þennan hóp, en í öllu falli er sykurneysla hluta íþróttafólks langt umfram það sem æskilegt er. Hana má því minnka. Samfara minni neyslu sykurs verður neysla grófmetis og annarrar kolvetna- ríkrar fæðu að aukast og fita í fæðu verður einnig að dragast saman. í súluritinu má sjá að hlutfall fitu hjá íþróttafólki er yfir því sem ráðlagt er, en er betra en hjá samanburðarhópnum. Æskilegt er að fita fari ekki yfir 25-30% orku hjá íþróttafólki, en viðmiðun í almennum manneldismarkmiðum er 35%. Tíundi hluti íþróttafólks hefur fituneyslu sem nálgast 45% orkuhlutfall og þar yfir, en sambærilegur fjöldi neytir fæðu sem gefur vel undir 30%. Neysla próteina er að jafnaði í meira samræmi við ráðleggingar, en íslenskt fæði er almennt talið próteinríkt og ekki vafi á að það fullnægir í flestum til- vikum próteinþörf íþróttamanna, því dreifing neyslunnar er minni fyrir prótein en önnur orkuefni. Rétt að taka fram að prótein eru lítið notuð í orku- búskap líkamans, en eru hins vegar mikilvæg fyrir vöxt og viðhald. Grænmeti og kornmatur Þegar skoðað er hvaðan kolvetni Kolvetni Hvaðan koma þau? Hlutfall kolvetna úr fæðuflokkum í neyslu íþróttafólks Prótein Hvaðan koma þau? Hlutfall úr fæðuflokkum í neyslu íþróttafólks fæðunnar koma er ljóst að kornvörur eru mikilvægasti fæðuflokkurinn og jafnframt að sykurvörur eru of stór þáttur í mataræðinu. Hlut kornmetis má auka enn frekar og grænmeti hefur ekki það vægi sem það á að hafa. Þessa fæðuflokka verður því að hafa sér- staklega í huga og einnig er gott að leggja áherslu á kolvetnaríkan morgun- og hádegisverð. Með heitum mat eins og fiski og kjöti er æskilegt að borða mikið af kartöflum, hrísgrjónum eða öðru slíku meðlæti, og einnig grænmeti eins og gulrótum, blómkáli og blönd- uðu grænmetissalati. Þá eru ávextir ákjósanlegir með ýmsum mat og einnig sem nesti eða biti milli mála. Æskilegt er að brauðmatur sé þannig að lítið sé notað af smjöri eða öðru viðbiti og að álegg sé fjölbreytt, en um leið ber að varast fitumikið álegg og þá ekki síst það sem byggt er á vörum eins og majonesi. Regla á mataræði er lykilatriði hjá íþróttafólki sem neytir mikils matar, en óregla á matmáls- tímum getur meðal annars skapast vegna mikilla æfinga. Sykurát má án efa að hluta til rekja til þessa, en öllum ætti einnig að vera ljóst að mikilvægt er að bjóða íþróttafólki upp á fjölbreyttara “fæðuval” en oft er að finna í eða við íþróttahús og önnur íþróttamannvirki. Feitmeti og mjólkurmatur Feitmeti eins og smjör, smjörlíki, olíur, majones og önnur fita sem notuð er við matargerð gefur mestan hlut fitu í fæðu íþróttafólks (38%), en þó hefur þessi fæðuflokkur minna vægi en hjá samanburðarhópnum (43%). íþróttafólk er því á réttri leið, en gera má betur. Mjólkurmatur hefur hins vegar meira vægi hjá íþróttafólkinu þar sem samanburðarhópurinn fær 10% fitunnar úr ostum en íþróttafólk 13%, en hlut- fallið er 16% á móti 18% úr öðrum mjólkurmat. Því er æskilegt að íþrótta- fólk velji fituminni mjókurmat eins og léttmjólk, einnig undanrennu og fitu- minni osta. Kjötvörur gefa minni fitu hjá íþróttafólki og er það vel, en hins vegar er ekki eins ánægjulegt að 7.2% fit- unnar koma úr sykurvörum, en sam- bærilegt gildi fyrir samanburðarhópinn er 4.7%. Þetta er verulegur munur og er ekki hægt að finna aðra skýringu en neyslu sykurríkra vörutegunda, sem jafnframt innihalda fitu, og er súkkulaði þar efst á lista. Dreifing í úrtakinu hvað þetta varðar er mikil og ljóst að tilteknir einstaklingar draga upp meðalgildið fyrir hópinn. Prótein úr dýraafurðum Gæði próteina (eggjahvítuefna) eru misjöfn með tilliti til þarfa líkamans og eru prótein úr dýraafurðum af meiri gæðum en prótein úr jurtaríkinu. Mat- vælaflokkarnir mjólkurvörur, kjötvörur og fiskafurðir gefa yfir 50% af próteini í fæði íþróttafólks og auk þess gefa kornvörur 18%, en kornvörur gefa einnig ágætt prótein. Það skortir því Fita Hvaðan kemur hún? -------—"'Sykurvörur Kjötvörur 7% 10% Hlutfall fitu úr fæðuflokkum í neyslu íþróttafólks 10

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.