Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 17

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 17
Aukin aösókn í vetur Sunddeildin: Hluti A-hópsins á œfingu undir leiðsögn Brynjólfs Bjömssonar þjálfara. Aðsókn að sunddeild Breiða- bliks hefur aukist verulega í vetur. Hefur orðið 40-50 prósent fjölgun iðkenda. Þessa fjölgun er meðal annars hægt að þakka svokölluðu skólasundmóti sem haldið er árlega. Þar er ekki keppt eftir hefðbundnum aldursflokkum, heldur árgöngum, þann- ig að nemendur í hverjum bekk keppa innbyrðis. Síðan eru veitt verðlaun fyrir stigahæsta skólann í yngri aldursflokki og eldri aldursflokki. Þetta hefur vakið mikinn áhuga og hófu margir nýir iðkendur æfingar eftir skólamótið sem haldið var í fyrravor. Þá hefur sunddeildin verið auglýst í skólum í haust, sem hefur einnig sitt að segja. Allt í allt eru það um 80 manns, sem æfa sund á vegum hennar. I byrj- endahópnum eru 30-40 börn. Að sögn Eiríks Jenssonar formanns sunddeildar karla er sundfólkinu skipt í styrkleikaflokka, svonefndan A-hóp, B- hóp og C-hóp. Þeir fyrstnefndu æfa sex sinnum í viku og B-hópurinn æfir fjórum sinnum í viku. I C-hópnum eru tveir flokkar, sem æfa þrisvar í viku. „Við höfum ágæta aðstöðu,“ sagði Eiríkur. „Nýja Kópavogslaugin er mjög ÍIR Sí SKART Bankastræti 6. Sími 18600 góð til æfinga. Að auki erum við búin að fá aðstöðu fyrir þrek- og teygju- æfingar í kjallara hennar. Það er einkum ætlað fyrir þá eldri, sem lengra eru komnir í sundinu.“ Það eru ekki síst yngri börnin sem sýna aukinn áhuga á sundíþróttinni. Forráðamenn sunddeildarinnar hafa ákveðið að freista þess að fá enn fleiri í sundið. Haldið verður skólamót í vor og eins hyggjast þeir minna aftur á deild- ina og starf hennar í skólunum í haust. Fjögur brons í Borgarnesi Sunddeildin hefur á að skipa nokkr- um sterkum sundmönnum. Arlega er gefin út árangursskrá yfir landið, sem inniheldur tíu bestu afrekin í hverri grein. Þar átti sunddeild Breiðabliks þrjá einstaklinga á síðasta ári. Meðal þeirra sem æfa með deildinni er Birkir Rúnar Gunnarsson, sem gerði m.a. garðinn frægan á ólympíumóti fatlaðra. Þá má nefna Einar Hrafn Jóhannesson, sem var aldursflokkameistari í 100 metra skrið- sundi og Rán Sturlaugsdóttur, sem náði meistaratitli á unglingameistaramótinu sem haldið var fyrr í vetur. A næstunni mun sundfólkið taka þátt í mótum á vegum Armanns og KR. Einnig keppir það að því að ná lág- marki á innanhúsmeistaramótið sem fyrirhugað er að halda síðast í þessum mánuði. Þá er stefnan einnig sett á lág- markið fyrir aldursflokkameistaramótið í júlí. UMSK-liðið féll raunar úr 1. deild í bikarkeppnini í vetur og tak- markið er auðvitað að komast aftur upp. A-hópurinn hyggst halda til útlanda í sumar og dvelja þar í æfingabúðum. Enn er ekki ákveðið hvert eða hvenær verður farið, en sundfólkið hefur aflað fjár til ferðarinnar sl. tvö ár, einkum með dósasöfnun. Það er því ýmislegt framundan hjá sundfólkinu í Breiðabliki, eins og sjá má. 8-12 ára flokkurinn hafði raunar verið á þorramóti Skallagríms í Borgar- nesi helgina áður en þetta var skrifað. Þar vann hann fjögur brons. Opið hús og fleira En það er fleira en sundið sem fer fram á vegum deildarinnar. Hún er til dæmis með opið hús nokkrum sinnum á ári í félagsheimili Kópavogs. Þar eru m.a. flutt skemmtiatriði sem sundfólkið sér sjálft um, afhent mætingaverðlaun fyrir síðastliðinn mánuð og ýmislegt fleira gert sér til skemmtunar. Þá er farið í æfingabúðir úti á landi einu sinni á ári. Venjulega er dvalið yfir helgi. Þá er mikið synt, haldnar kvöld- vökur og málin rædd. 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.