Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 27

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 27
Mikill áhugi á handbolta - segir Einar Gunnar Sigurðsson landsliðsmaður á Selfossi Einar Gunnar í hinum œsispennandi úrslitaleik Selfoss við Val. „Áhuginn á handbolta hefur auk- ist alveg rosalega í tenglum við velgengni liðsins hér. Eg þjálfa stráka, sem eru 15-16 ára og það mæta upp undir 30 á hverja æf- ingu. Þetta eru ótrúlega margir miðað við að það eru 4000 íbúar hér á Selfossi. Svona er þetta í flestum flokkum. Það eru 25-35 krakkar á hverri æfingu," sagði Einar Gunnar Sigurðsson landsliðsmaður og leikmaður í handknattleiksliði Selfoss. Selfyssingar hafa verið í eldlínunni að undanförnu og eru enn. Þeir léku til úrslita í bikarkeppninni á dögunum, þar sem þeir urðu að lúta í lægra haldi fyrir Val. Þeir voru svekktir eftir þann leik, töldu að ekki hefði „verið samræmi í hlutunum," eins og Einar Gunnar orð- aði það. „Það er það sem manni svíður sárast,“ sagði hann, „en það þýðir ekkert að vera að gráta það.“ Nú berjast Selfyssingarnir til þrautar í I. deild íslandsmótsins og ætla sér stóra hluti. Einar Gunnar er ,,innfæddur“ Selfyssingur og starfar sem trésmiður á staðnum. Hann hefur spilað handbolta frá því í 8. bekk í gagnfræðaskóla, eða í um 8 ár. Hann hefur komið víða við, byrjaði í frjálsum íþróttum, en var einnig í blaki og körfubolta. Svo fór hann yfir í handboltann og þar hefur hann verið að gera góða hluti síðan. Hann á nú að baki yfir 60 landsleiki, en í landsliðið var hann fyrst valinn 1991. Ekki er langt síðan að handboltinn hófst til vegs á Selfossi. íþróttahúsið þar var reist 1978 og þar með fór boltinn að rúlla í þess orðs fyllstu merkingu. „Þá var farið að æfa handbolta af miklum krafti og við sem erum núna að spila í meistaraflokki, erum hinir fyrstu sem spila í meistaraflokki ungmenna- félagsins hér. Við erum fyrsta kynslóðin sem kemur upp hér. Það er því engin hefð sem liggur að baki. Það var dekrað svolítið við þessa árganga, það er að segja minn árgang og þá sem voru árinu og tveim árum eldri en ég. Menn voru að vonast til þess að við myndum sýna einhvern ár- angur, og það hefur okkur tekist. Á seinni árum höfum við svo fengið menn til okkar til að auka breiddina. En kjarninn er að sjálfsögðu frá Selfossi.“ Samrýndur hópur Einar Gunnar sagði hið góða gengi Selfossliðsins fyrst og fremst byggjast á því hve hópurinn væri samrýndur. „Þegar við náum okkur saman, þá getur fátt stöðvað okkur nema kannski Valur,“ sagði hann og hló. „Svo hefur hinn almenni áhugi á íþróttinni hér á Selfossi mikið að segja. Við höfum frábæra áhorfendur sem fylgja okkur út um allt og stappa í okkur stálinu. Ef við spilum t.d. í Reykjavík þá koma allt að 300 manns með okkur á leiki. Það eru ekki mörg lið sem státa af slíkum stuðningi. Þegar við spiluðum á Ak- ureyri í undanúrslitum í bikarnum, þá leigðu stuðningsmennirnir sér heila Fokker-vél og skelltu sér norður. Svona nokkuð gefur manni aukinn kraft. Selfyssingarnir koma einnig á lands- leikina til að sjá sína menn og hvetja þá. Ekki má gleyma bæjarfélaginu, sem er mikið með okkur í þessu. Við finnum þennan mikla stuðning við bakið á okkur og það er líka stór hluti af vel- gengninni. Mórallinn í liðinu er alveg frábær. Við erum með mjög góða „karaktera" sem standast þetta mikla álag, hafa alltaf gaman af þessu og hrífa aðra með sér. Nú ætlum við að reyna að komast eins langt og við getum í úslita- keppninni í Islandsmótinu. Við lentum í 2. sæti þar í fyrra. Við erum orðnir dálítið leiðir á þessu 2. sæti! “ Meira pláss Einar Gunnar vék aftur að þeim mikla handboltaáhuga sem ríkti á Sel- fossi. „Málið er, að við höfum ekki nógu mikið pláss fyrir alla þá krakka sem vilja æfa. Við höfum bara eitt íþróttahús og það dugir engan veginn til. Nú eru stelpurnar líka farnar að láta til sín taka. Kvennahandboltinn lá alveg niðri í eitt ár. Svo var ákveðið að reyna að rífa hann upp. Það voru fengnar stelpur sem voru í honum áður og einnig nokkrar úr íþróttakennaraskól- anum, til þess að styrkja liðið og fá meiri breidd. Þetta hefur gengið ágæt- lega og þær eru um miðja deild núna. Svo erum við náttúrlega að reyna að byggja upp yngri flokkana og fá ekta Selfyssinga í þetta. Það hefur verið rætt um nýtt íþrótta- hús. Því fyrr sem það kemur þeim mun fleiri möguleikar eru fyrir hendi. Mér finnst bæjaryfirvöld ekki vera nógu hörð í að gera Selfoss að alvöru hand- boltabæ. Efniviðurinn er fyrir hendi, en það vantar betri aðstöðu. Eg held að það sé miklu betra að vita af krökk- unum úti í íþróttahúsi heldur en ein- hvers staðar að slæpast á götunni." 27

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.