Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 6
Ingimundup Ingimundanson er í ár að upplifa sitt 12. Landsmót og pví vel við hæfi að hann sé einmitt formaður Landsmótsnefndar að þessu sinni. Skinfaxi hitti Ingimund stuttu ffyrir mótið og forvitnaðist um undirbúning Þaö er með sanni hægt að segja að Ingimundur þekki vel til Landsmóta, því þar fer maður með mikla reynslu. Líf Ingimundar hefur snúist í kringum íþróttir síðustu þrjátíu árin. Hann tók fyrst þátt í Landsmóti er haldið var að Laugum í Suður-Þingeyjum árið 1961 og frá þeim tíma hefur hann ekki misst af einu Landsmóti. Ingimundur er nú að mæta á sitt tólfta Landsmót og er í ár formaður Landsmótsnefndar. Hlutverk Ingimundar, ásamt framkvæmdastjóra Landsmótsins, er að skipuleggja starfið fyrir mótið og reyna að koma því þannig fyrir að hlutverkin dreifist á sem flesta. Hann sér meðal annars um samskiptin við Héraðssamböndin, skipar sérgreinastjóra í hinum 16 greinum sem tekið verður þátt í á Landsmótinu og hefur yfirumsjón með keppnisgreinum mótsins. - Frjálsar, sund og boltaíþróttirnar hafa verið stærstu og vinsælustu greinarnar á Landsmótum í gegnum tíðina. En hvaða aðrar greinar vekja mikla athygli á mótinu? „Starfsíþróttirnar eins pönnukökubakstur og starfshlaup vekja ávallt mikla kátínu. Starfshlaupið er sett þannig upp að þátttakendur vita ekki hverjar þrautimar eru, svo það ríkir oft mikil spenna í kringum þær. Við ætlum að hafa starfshlaupið á góðum tíma á laugardegi og keppnisstjórinn í þeirri grein hefur fengið þau fyrirmæli að setja upp skemmtiiegar þrautir fyrir keppendur og áhorfendur að horfa á. Einnig hafa margir horft á pönnukökubaksturinn, sem er mjög vinsæl grein.” - í hvaða greinum keppa fatlaðir? „Þeir keppa í frjálsum íþróttum og sundi. Þvi miður getum við ekki verið með Bosia. Aðgengi fyrir fatlaða er svo lélegt hér í íþróttamiðstöðinni, enda er íþróttahúsið barn síns tíma, frá 1980 og þá voru menn ekki farnir að hugsa um aðstöðu fyrir fatlaða.” - Nú er undirbúningurinn búinn að standa í langan tíma og það liggur eflaust mikil vinna að baki svona stórmóts? „Það liggur alveg gífurleg vinna á bak við Landsmótið. Landsmótsnefnd er búin að vinna skipulega í þrjú ár og í raun fæddist hugmyndin að Landsmótinu fyrir 10 árum. Þá var ég framkvæmdastjóri UMSB og hef unnið að þessu nánast látlaust síðan. Maður var í upphafi að vinna ýmis konar verk svo hægt væri að koma hugmyndinni áfram.” - Var ákveðið fyrir 10 árum að halda landsmótið hér í Borgarbyggð? „Þetta gerðist þannig að hugmyndin kom upp á stjórnarfundi UMSB og síðan þurfti að leggja það fyrir þing UMSB. Þar var það samþykkt að sækja um Landsmótið í samráði við bæjarstjórn Borgarbyggðar, sem hét þá Borgarnes. Síðan hafa menn þurft að vinna eftir ýmis konar krókaleiðum og telja mönnum hughvarf og fleira til að komast að markmiðinu. Þetta hefur tekið sinn tíma en fólkið í Borgarbyggð er nú einhuga um að standa sem best að mótinu. Margir hverjir voru á móti framkvæmdunum í upphafi en nú hafa allir lagst á eitt og mikill metnaður er komin í fólk. Mannvirkin eiga eftir að breyta ásýnd bæjarins og félög viðsvegar að af landinu eru farin að panta æfingaaðstöðu hér fyrir næsta ár.” - Hvernig hefur gengið að tímasetja keppnisgreinarnar svo að mótið rúlli nokkuð vel? „Það hefur tekið nokkurn tíma en Landsmótið er orðið nokkuð fast í mótum svo menn geta stuðst að einhverju leyti við tímaáætlanir fyrri móta. En þetta byggist líka á aðstöðunni sem menn hafa á hverjum tíma fyrir greínarnar. Við búum ágætlega fyrir flestar keppnisgreinarnar en verðum að fara með hluta af blak- og körfuboltakeppninni til Akraness.” - Er einhver breyting á Landsmótinu í ár frá því á Laugarvatni 1994? „Já við þurftum að taka út t.d. Júdó og Karate en í staðin verður í fyrsta sinn keppt í golfi og hestaíþróttum til stiga. Einnig munum við fjölga dögum og byrjum á fimmtudegi fram að sunnudegi. Þetta er m.a. gert vegna þess að húsrými er svo lítið hjá okkur.” Ingimundur segir að hægt sé að tengja alla vinnu Landsmótsnefndar við mótið. Meðal annars var sótt um sérstakt símanúmer fyrir 22. Landsmót UMFÍ1997. Símin er 437-2297.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.