Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 26
Breiðabliksstelpur hafa verið nær ósigrandi á íslandsmótinu í knattspyrnu undanfarin ár. Sigrún Óttarsdóttir fyrirliði Breiðabliks verður í sviðsljósinu á Landsmótinu í Borgarnesi og þá verður spennandi að sjá hvernig liði hennar gengur þar. Meðal boltagreina sem keppt er í á Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi er knattspyrna og er þetta eina greinin þar sem keppt er bæði í flokki kvenna og karla. Sigrún Óttarsdóttir fyrirliði Breiðabliks hefur áður keppt á Landsmóti. Það var í Mosfellsbæ árið 1990 þegar keppt var í knattspyrnu kvenna í fyrsta sinn á Landsmóti. Þá sigraði Ungmennasamband Kjalarnesþings sem hún keppir fyrir. Sigrún er nemi í lyfjafræði við Háskóla íslands og starfar í apóteki á sumrin. Hún segir Landsmótið leggjast vel í fólk og að það sé mjög frábrugðið 1. deildinni. Á Landsmótum er léttari stemmning, margir nýir leikmenn fá að spreyta sig og það er mikilvægara að vera með en að sigra. Liðin eru samsett, keppendur koma frá mörgum liðum innan sambandanna og þess vegna er erfitt að segja nokkuð um keppinautana. Lið UMSK mun skipað leikmönnum úr Breiðabliki, Aftureldingu og Stjörnunni. „Það verður breytt út af vananum og spilað á litlum velli með sjö leikmenn. Keppnin ætti að verða mun jafnari fyrir vikið og ég býst við skemmtilegu og spennandi móti. Við gefum ekkert eftir, við stefnum alltaf á sigur. Það er ríkt í manni.” íþróttin krefst meiri og meiri tíma en Sigrún ætlar að halda áfram svo lengi sem hún hefur gaman af. Hún reiknar með að hún verði alltaf eitthvað viðloðandi starfið þó hún hætti keppni einhvern tíma, það er ekki hægt að hætta allt í einu. Kvennaboltinn stendur ágætlega að hennar mati og mikið af góðum og efnilegum stelpum í yngri flokkum. Það er því hægt að efla kvennaboltann enn frekar og ná svipaðri stöðu og hin Norðurlöndin hafa náð í þessari íþrótt. Karlaboltinn hefur forskot en kvennaboltinn saxar sífellt á það. 26 r3áP 190/M&ni 1997

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.