Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 18
Texti: Valdimar Kristófersson Mynd: Úr einkasafni Elín Anna býr í Borgarbyggð og keppir því fyrir UMSB. Hún fékk snemma mikin áhuga á íþrottum og byrjaði fimm ára að æfa sund af fullum krafti. Ekki hefur áhuginn minnkað með árunum og í sumar vinnur hún á leikjanámskeiði Skallagríms og æfir síðan á kvöldin. Það er því hægt að segja að líf Elínar snúist um íþróttir yfir sumartímann. Hún er ótrúlega fjölhæf og hefur skráð sig í keppni í sundi, frjálsum og handknattleik á Landsmótinu. „Ég hefði einnig skráð mig í fótbolta ef greinarnar hefðu ekki verið á sama tíma. Því miður er fótboltinn á sama tíma og sundið. Það er líka spurning hvort ég nái að vera með í handboltanum út af sömu ástæðu,” segir Elín Anna. - Er sundið þín aðalgrein? „Já, uppáhaldsgreinin mín er 100 metra skriðsund og þar hef ég náð bestum árangri. Ég mun einnig keppa í 50 metra skriðsundi og 100 metra baksundi.” Ég held að Eydís Konráðsdóttir verði með og hún er ofboðslega góð - Engin aldursskipting er á landsmótinu og Elín verður meðal yngstu keppenda á mótinu. Áttu mikla möguleika á að ná í verðlaun? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki alveg hverjir taka þátt í sundinu á Landsmótinu svo maður getur ekkert sagt um það. Ég held að Eydís Konráðsdóttir verði með og hún er náttúrlega ofboðslega góð. Ég ætla bara að reyna gera mitt besta.” - Hvernig líst þér á að keppa á heimavelli? „Mjög vel. Það er miklu betra að vera hér heldur en að fara út á land.” - Það er þó varla hægt að segja að Elín og félagar hennar úr Borgarbyggð séu á heimavelli í sundmótinu. Því nýja sundlauginn, sem verður 25 metrar á lengd verður tilbúin rétt fyrir mót og þau fá því aðeins nokkrar æfingar fyrir mótið í nýju lauginni. En í gegnum árin hafa þau æft í 12.5 metra langri sundlaug. „Við förum þó stundum á Akranes og æfum þar í 25 metra laug svo við erum ekki óvön því að synda í 25 metra laug.“ - Elínu hlakkar mikið til mótsins og hefur æft af kappi með það að markmiði að vera í sem bestu formi þegar að mótinu kemur. Hún óttast ekki að verða þreytt eftir Landsmótið þótt hún taki þátt í fimm greinum, en ef hún verður þreytt þá hefur hún ekki mikinn tíma til að hvíla sig, því eftir Landsmótið fer hún beint upp á Laugarvatn í fótboltabúðir, sem standa yfir í viku. Þótt mikið af tíma Elínar fari í íþróttirnar þá lætur hún skólann aldrei sitja á hakanum. „Skólinn er númer eitt, tvö og þrjú yfir vetrartímann." Hún ætlar í framtíðinni að reyna að bæta sig sem sundkona og hver veit nema Elín Anna Steinarsdóttir verði næsta sunddrottnig íslands. Hún hefur að minnsta kosti hæfileikana og ekki vantar áhugan hjá henni. Skólinn er númer eitt, tvö og þrjú Borgame

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.