Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 24
LIPURÐIUMFERÐ UPURÐILEIK http://www.umferd.is num ^ IUMFERÐAR Iráð sími 562 2000 Einar Ole Pedersen sambandsstjóri UMSB mun haida utan um keppnislið þeirra meðan á Landsmótinu stendur. Hann leggur mikla áherslu á að liðsmenn sínir hafi gaman af hlutunum og njóti pess að taka pátt í mótinu. Með því getur skapast góður andi innan liðsins og menn geta þá skemmt sér konunglega. - Hvernig geta íþróttamenn unnið sér sæti í iandsmótsliði UMSB? „Við höfum tvær nefndir sem vinna í þessu. Valið er í þeirra höndum að mestu leiti. Síðan erum við nokkrir innan handar til að hjálpa ef eitthvað kemur upp á. í frjálsum er þetta í mjög föstum skorðum þar sem alltaf er verið að keppa fyrir UMSB og það sama á við um sundið. í þessum tveimur greinum fer valið því eftir árangri og við vonumst til að geta sent þrjá menn í hverja grein. Þeir sem veljast geta þó ekki alltaf tekið þátt og við getum ekki alltaf fyllt í þriggja manna lið. Við reynum að gefa sem flestum kost á að taka þátt í mótinu upp að þeim mörkum sem leyfileg eru. Svo eru nokkrar greinar sem eru ekki stundaðar hjá okkur. Við eigum því ekki kost á að senda lið í þær keppnisgreinar” - Það eru fimmtán félög innan UMSB. Er miðað við að taka minnst einn keppanda úr hverju félagi á mótið? „Nei það er ekki gert. Þeir eru teknir sem hafa staðið sig, sýnt áhuga og mætt vel á æfingar. Þeir aðilar ganga fyrir.” - Hvernig er andinn innan UMSB fyrir þetta Landsmót? „Ég hef ekki fundið annað en að andinn sé góður og fólk er mjög jákvætt fyrir að leggja þessu lið. Starfið, vaktir og annað slíkt lendir á aðildarfélögum hérna. Það virðast allir vera tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og þetta hefur gengið mjög vel.” - Hver hefur árangur UMSB verið á undanförnum Landsmótum? „Hann hefur verið ansi misjafn. Við enduðum í sjöunda sæti á Laugarvatni. Stefnan í ár er að gera sitt besta og hafa gaman af hlutunum. Mér finnst mjög mikilvægt að þeir fái að taka þátt sem hafa gaman af íþróttum, svo verður árangurinn bara að koma í Ijós.” 24 r3Á) 190/Mb1997

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.