Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 9
munu mannvirkin standa eftir og má þar nefna 25 metra sundlaug, rennibrautir, heitir pottar, iðulaug, vaðlaug ásamt glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu. Maður sér strax breytingarnar sem hafa orðið með komu frjálsíþróttavallarins síðasta haust. Sett voru gerfiefni á brautirnar og almenningur hér labbar og hleypur heilmikið á þeim. Þetta nýtist því hinum almenna íbúa til heilsubótar og hreyfingar. Þetta er mjög ánægjulegt og notkunin hefur orðið mun meiri en ég þorði að vona.” - Hefur hin fræga Landsmóts stemmning verið að magnast upp á meðal bæjarbúa? „Það er verið að vinna á mörgum vígstöðvum að margs háttar undirbúningi fyrir Landsmótið og það eru margir sem koma að málum. Ég tel að stemmningin hafi verið stígandi því margir bæjarbúar eru þátttakendur í framkvæmdunum og aðrir fylgjast náið með og bíða spenntir eftir að (im ijúki og að mótið hefjist.” - Óli Jón er mikill íþróttaáhugamaður og keppti fyrir Skagfirðinga á Landsmótinu að Eiðum árið 1968 þar sem hann tók þátt í knattspyrnu. Hann bíður spenntur eftir að Landsmótið hefjist og ætlar að fylgjast vei með. Áttu þér einhverja uppáhalds íþróttagrein sem þú ætlar að fylgjast betur með en öðrum? “Jaa, ég ætla að reyna að fylgjast vel með sem flestum greinum en ég mun þó ef til vill gefa frjálsum og körfuboltanum mestar gætur.” Óli Jón vonast eftir góðu veðri á Landsmótinu og að mótið eigi eftir að verða Borgfirðingum, keppendum og öllum þeim sem mæta eftirminnilegt. - Er það ekki jákvætt fyrir bæinn að halda svona stórmót? „Jú, ég vænti þess að svo sé. Ég á von á að augu landsmanna beinist að Borgarbyggð þessa Landsmótsviku og að fjöldi fólks komi hingað í heimsókn til að fylgjast með og skoða bæinn. í framhaldi af því vona ég að fólk komi hingað í rólegra umhverfi eftir að Landsmóti lýkur og nýti sér þau mannvirki sem hér eru ásamt annarri þjónustu sem við höfum upp á að bjóða.” Jón Arnar Magnússon, íslandsmeistari i tugþraut Þegar þ ú 1 i t u r á íslenskar aöstæður s e m á s k o r u n ekki v a n d a m á 1 íþrótt Verslunin íþrótt, Skipholti 50d, sími 562 0025 X&IZU1D 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.