Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 23
Það sem hefur e.t.v. farið framhjá mörgum er að sundsystkinin Magnús og Eydís Konráðs börn eiga yngri systir. Hanna Björg Konráðsdóttir er 14 ára og byrjaði að æfa sund fyrir sjö árum síðan. Hún æfir með Sundfélagi Keflavíkur 7 til 8 sinnum í viku og ætlar greinilega ekki að verða eftirbátur systkina sinna í sundíþróttinni. Baksunds- og flugsundssprettir eru hennar aðalgreinar. Hún hefur gaman af sundinu og segir að það gefi mikið af sér t.d. frábæran félagsskap. Hún hlakkar því mikið til Landsmótsins, þar sem saman munu koma í kringum 1800 keppendur víðsvegar af landinu. - Nú eru systkinin þín, Magnús og Eydís mjög góðir og i'eynslumiklir sundmenn. Nýtist það þér eitthvað? Já, ég fæ mikinn stuðning frá þeim. Við ræðum sundið mikið heima fyrir og reynum þá helst að byggja upp sjálfstraustið hjá hvort öðru. Ég og Eydís tölum mjög mikið saman og reynum að finna bestu leiðina að árangri, hvernig við getum fundið árangur °9 hvaða leiðir við eigum að fara. Því hugurinn skiptir geysilega ^iklu máli. Hver einstaklingur verður að finna sínu réttu leiðir til hugsa svo honum geti gengið vel.” ' Æfið þið systkinin alltaf saman? ”^ið höfum æft saman undafarin ár, en þetta ár hefur Magnús verið í læknisfræði í Reykjavík og hefur þess vegna ekki getað maett á æfingar hjá Keflavík. Hann hefur þá æft með Ægi en keppt fyrir Keflavík. Hann kemur þó reglulega til Keflavíkur og æfir þá með okkur.” - Verða sundsystkinin öll þátttakendur á Landsmótinu? „Ég vona að svo verði. Það er reyndar spurning hvort Magnús komist vegna vinnu.” - Ertu búin að æfa markvisst fyrir Landsmótið? „Nei, það er svo mikið af mótum sem við tökum þátt í á þessu tímabili. Það er því erfitt að æfa markvisst fyrir eitt mót. Við reynum að byggja okkur vel upp og hvílum síðan vel fyrir mótin og svo verður útkoman bara að koma í Ijós.” - Er þig farið að hlakka til Landsmótsins? „Já alveg rosalega mikið. Það verður ábyggilega æðislegt mót. Ég hef aldrei keppt á Landsmóti og hlakka mikið til að taka þátt núna. Það verður mikil stemmning að gista í tjaldi allt mótið.” - Hvernig er stemmningin hjá liðinu fyrir mótið? „Hún er mjög góð. Þarna koma allir krakkarnir saman. Ekki bara innan sundfélagsins, heldur líka krakkar úr öðrum greinum eins og til dæmis úr fimleikum og fótbolta. Krakkarnir í þessum greinum þekkjast mjög vel. Við getum þó sjaldan öll komið saman nema á Landsmóti þá fáum við tækifæri til að vera öll saman í fjóra daga. Mér finnst þetta því rosalega spennandi og hlakka mikið til að njóta félagsskaparins, þetta verður mikið fjör.” - Stefnirðu að einhverjum sérstökum árangri á Landsmótinu? „Ég stefni á tvennt, að bæta minn persónulega árangur og hafa rosalega gaman af mótinu. Það verður ábyggilega mikil stemmning á mótinu og félagsandinn góður.” r'Á’ 1997 MELJÍIM 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.