Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 25
- En nú varstu ein flottasta og
vinsælasta fyrirsætan hér á landi
(sem er engin lygi). Var ekki erfitt
aö draga sig í hlé (henni finnst
spurningin asnaleg og tekur því á
henni þannig)?
„Jú, það var mjög erfitt og það
voru margir sem komu að máli við
mig og hvöttu mig eindregið til að
halda áfram. En þessi ákvörðun var
tekin í samráði við fjölskylduna
mína sem studdi mig 100 prósent en
vissulega var þetta mikill missir fyrir
fyrirsætuheiminn."
- Er líkt fariö meö fyrirsætum
og knattspyrnumönnum, þ.e.a.s
þeir þurfa yfirleitt aö leggja skóna
á hilluna rétt komnir yfir þrítugt.
Hvenær þurfa fyrirsæturnar aö
setja farðann á hilluna?
„Þær fyrirsætur sem eru að gera
það best eru undir þrítugu og það
má segja að þær dragi sig að mestu í
hlé á svipuðum tíma og knatt-
spyrnumennirnir. Þá breytist a.m.k
vinnan hjá þeim og þær taka fleiri
sérverkefni að sér. Þetta er þá ekki
lengur full vinna hjá þeim. Reyndar
er markaðurinn að breytast í dag og
nú eiga fyrirsætur meiri möguleika á
að fá vinnu þrátt fyrir að vera
komnar yfir besta aldurinn hvað
fyrirsætuheiminn varðar, enda verða
konur bara fegurri með aldrinum."
- En hvaö er svona áhugavert
viö fyrirsætustörfin?
„Þau bjóða náttúrulega upp á
mikið af ferðalögum út í hinn stóra
heim sem er mjög heillandi. Svo eru
tekjumöguleikarnir miklir og ef
fyrirsætur eru skynsamar og fara vel
með peningana þá geta þær búið að
þessu alla ævi þrátt fyrir að vera ekki
að vinna nema í nokkur ár."
- En þetta er líka erfiö vinna?
„Já, það er engin spurning og það
reynir mikið á fyrirsæturnar
sérstaklega þegar þær eru að fara af stað. Þær
verða að hafa mikið sjálfstraust enda er erfitt að
komast að og þeim er oft hafnað. Þetta reynir
virkilega á þær enda gefast um 50 prósent upp á
fyrirsætustörfunum innan árs."
- Nú er ísland annálað fyrir fagurt
kvenfólk. Eruö þiö meö mikiö af fyrirsætum
sem geta náö langt úti í hinum stóra heimi?
„Já, við erum með nokkrar sem eiga mikla
möguleika. Þetta eru stúlkur sem eru á aldrinum
16 til 17 ára og það er það yngsta sem við
sendum út."
- Hvernig er þaö þegar þiö eruö aö senda
svona ungar stúikur út. Er þetta ekki dálítið
varasamt?
„Nei, alls ekki. Þegar stúlkurnar fara fyrst út
fara foreldrarnir með þeim og sjá þá við hvað
þær búa. Þegar þær fara aftur út vita foreldrarnir
í hvað þær eru að fara og þurfa því ekki að hafa
miklar áhyggjur. Auk þess búa þær með stúlkum
frá einni af skrifstofum okkar erlendis sem líta
eftir þeim."
- Hvaö þurfa fyrirsætur aö hafa til aö
komast í fremstu röö?
„Fyrst og fremst þurfa þær að vera með bein
í nefinu en auðvitað snýst þetta líka um að vera á
réttum stað á réttum tíma."
Tekjumöguleikarnir eru
miklir hjá fyrirsætum
- En er ekki mikið um meiösli í þessari
atvinnugrein, þ.e.a.s. aö stúlkurnar misstígi
sig á háu hælunum og togni eða jafnvel detti
út af sýningarpöllunum og á áhorfendur?
„Nei," svarar hún hlæjandi. „Ég held að þetta
sé tiltölulega hættulaust enda eru stúlkurnar
búnar að æfa sig vel að ganga á háurn hælum."
- Nú hafa erlendar fyrirsætur oft á tíöum
fengið á sig neikvæöan stimpil þ.e. þær eru
taldar of mjóar og því slæmar fyrirmyndir og
síðan virðist vera mikil fíkniefnanotkun í
þessum bransa. Hvaö er til í þessu?
„Það er mikið til í þessu enda er fullt af fólki
í þessum geira sem er varasamt og
fyrirsæturnar verða að passa sig á. En við
gerum okkur fulla grein fyrir þessu og
vinnum bara með þeim erlendu
skrifstofum sem við treystum fullkomlega
og höfum heimsótt sjálfar. Við fylgjumst
vel með okkar stúlkum úti og pössum upp
á þær en ef þessar stelpur eru ekki nógu
skynsamar og leiðast út í eiturlyfin þá gera
þær það hvort sem þær starfa sem
fyrirsætur eða ekki. Ég held að það séu
ekkert frekar fyrirsætur sem leiðast út í
fíkniefnanotkun en Pétur og Páll. Það
hefur engin leiðst út í þetta hjá okkur og ef
það gerðist mundum við eðlilega líta það
mjög alvarlegum augum og taka
fyrirsætuna af skrá hjá okkur. Hvað varðar
það umtal að stúlkurnar séu of grannar þá
er það hlutur sem mun alltaf fylgja þessum
geira. Fyrirsætur verða alltaf grannar en
það er ekki þetta heróínútlit sem er
vinsælt. I dag snýst þetta meira um að
fyrirsæturnar líti vel út og séu heilbrigðar
og hraustar. Við rekum aldrei á eftir okkar
stúlkum að fara í megrun. Ef þær eru ekki
í formi þá eru þær bara ekki í formi."
- Þú starfaöir m.a. í Madrid sem
fyrirsæta. Varöst þú aldrei vör viö
fíkniefnanotkun hjá fyrirsætunum?
„Jú, ég varð vör við þetta en þessi
notkun er ekki mikil á Spáni og ég verð t.d.
meira vör við þessa notkun þegar ég fer út
að skemmta mér hér í Reykjavík."
- Nú hefur djammiö löngum veriö
ákveöinn fylgifiskur fyrirsætunnar þar
sem þær vonast eftir því aö veröa
uppgötvaöar á skemmtistööum þar sem
áhrifafóik innan tiskugeirans er aö
skemmta sér?
„Þessi tími er nánast liðinn en hann
byrjaði í kringum hippatímabilið og þegar
skemmtistaðurinn Studio 54 var og hét.
Skrifstofurnar sem við skiptum við eru
ekki partýskrifstofur. Við vitum hvaða
skrifstofur það eru sem gera út á þetta og
við viljum alls ekki eiga í samskiptum þær,
enda getur enginn verið að skemmta sér öll
kvöld og litið síðan vel út á daginn."