Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 39
- Hvaöa verkefnum hafið þiö beitt
ykkur fyrir fram til þessa?
„Við höfum beitt okkur fyrir
fjölmörgum verkefnum, meðal annars
höfum við lagt ríka áherslu á fræðslu og
stuðning við foreldra, t.d. með áróðri í
gegnum fjölmiðla. Við höfum þannig haft
frumkvæði að auglýsingaátaki fyrir
verslunarmannahelgar um útivistartíma
barna og unglinga, gegn áfengiskaupum, í
tengslum við lok samræmdra prófa, gegn
eiturlyfjum og einnig staðið fyrir
ráðstefnum o.fl. Tilgangur þessara aðgerða
er að seinka og draga úr áfengisneyslu
unglinga, koma í veg fyrir aðra
fíkniefnaneyslu og auka öryggi barna og
unglinga. Allar rannsóknir sem gerðar hafa
verið hér á landi benda til þess að ef hægt
er að seinka unglingadrykkju dregur
verulega úr líkunum á því að unglingar
byrji að fikta með ólögleg efni. Við höfum
lagt mikið upp úr samstarfi við foreldra og
félög þeirra í þessu starfi".
- Hvaö meö starf fyrir unglinga?
„Við höfum einnig skipulagt verkefni í
samstarfi við unglinga og sem ætlað er að
höfða til þeirra. Síðastliðinn vetur unnum
við t.d. með Samfés-Samtökum félags-
miðstöðva að átaki gegn unglingadrykkju
undir slagorðinu: „Við drekkum ekki".
Veturinn 1998-1999 unnum við í samstarfi
við Hitt húsið að verkefninu 20,02
hugmyndir um eiturlyf, en þar var um að
ræða 20 stuttmyndir sem framleiddar voru
af ungu fólki og sýndar í Ríkissjónvarpinu
og á Stöð 2. Við höfum beitt okkur fyrir
rannsóknum, staðið fyrir ráðstefnum,
fræðsluverkefnum um allt land í samvinnu
við sveitarfélög og erum nú í öflugu
samstarfi við UMFÍ, Ungmennafélag
Islands, um verkefni sem kallast
Loftskipið. Það verkefni skiptist í þrennt:
fræðslufundi víða um land, verkefnið
Fjölskyldan saman - notum tímann vel og
unglingaráðstefnu. Þetta eru dæmi um
verkefni eða viðfangsefni sem
verkefnisstjórn áætlunarinnar ísland án
eiturlyfja hefur beitt sér fyrir. Það má þó fá
nánari upplýsingar um áætlunina á
tvww.islandaneiturlyfja.is. Brýnt viðfangs-
efni nú er að efla forvarnir meðal unglinga
á aldrinum 16 til 20 ára, þó þannig að við
höldum áfram markvissum forvörnum
meðal unglinga á grunnskólaaldri, þetta
þarf allt að hanga saman."
- Vinniö þiö alveg sjálfstætt?
„Nei, það gerum við ekki heldur
leggjum við mikla áherslu á samstarf og
samráð við sem flesta sem starfa á þessum
vettvangi. Við höfum unnið flest verkefni í
samstarfi við félög, samtök og sveitarfélög.
Það hefur gengið mjög vel."
- Hvernig hefur þetta gengið?
„Starfið hefur gengið ágætlega en
spurningin er alltaf um árangurinn. Það
Krakkarnlp hafa verið
spurð að því í
könnunum hvort þau
gætu útvegað hass og
það var ótrúlega stór
hópur sem taldi sig
getaþað. Enégheld
að það sé nú samt ekki
auðveldara en að
panta sér pizzu
liggja fyrir miklar upplýsingar um neyslu
nemenda í efstu bekkjum grunnskólans.
Fyrir skömmu var kynnt ný könnun á
vegum Rannsóknar og greiningar, sem
sýnir að dregið hefur úr neyslu fíkniefna
meðal þessa aldurshóps. Færri unglingar
reykja nú en 1998, færri drekka sig ölvaða,
færri nota hass og sniffa. Amfetamínneysla
stendur í stað en neysla e-töflunnar eykst
lítillega, fer úr 1% í 2%. Samdráttur í
neyslunni er auðvitað ánægjuleg tíðindi,
þetta er áfangi á réttri leið, en við þurfum
að halda starfinu ótrauð áfram. Neysla e-
töflunnar er áhyggjuefni og stafar líklega
fyrst og fremst af miklu framboði og svo
virðist hún enn vera ákveðið
tískufyrirbrigði hjá krökkunum. Meðal
unglinga heyrast jafnvel þær raddir að hún
sé hættulaus. Þessu þarf að sjálfsögðu að
bregðast við."
- Þú talaðir um það áðan að með því
að seinka unglingadrykkju minnki
líkurnar á notkun sterkari efna. Hafa
rannsóknir sýnt fram á þetta?
„Já, rannsóknir hafa sýnt að ef krakkar
byrja mjög ungir að drekka eykur það
líkurnar á að þeir prófi sterkari efni síðar
og/eða lendi í ýmsum vandræðum vegna
áfengisneyslu sinnar. Rannsóknir hafa sýnt
fram á þetta. Við vitum þó ekki nægilega
mikið um ástandið hjá unglingum 16Ð20
ára í dag, en áætlað er að framkvæma
könnun meðal þess aldurshóps næst-
komandi haust. Stefnt er að því á komandi
árum að kanna með reglulegum hætti
þróun þessara mála meðal unglinga 13-20
ára. Slíkar upplýsingar hjálpa okkur mjög
við skipulag forvarnastarfs og til að sjá
hverju forvarnirnar skila."
- Hvernig stendur á því aö krakkarnir
fara út í þaö að prófa ólögleg vímuefni?
„Það er margt sem kemur til, m.a.
hversu aðgengileg efnin eru, unglinga-
menningin, tískan og fyrirmyndirnar,
vinirnir hafa mikið að segja og samskipti
við fjölskylduna er mikilvægur þáttur.
Viðhorfin í samfélaginu og skilaboðin sem
unglingarnir fá frá fullorðnum skipta
miklu máli. Kannanir hafa sýnt að krakkar
sem eru að fikta með ólögleg efni eyða
minni tíma með fjölskyldunni, standa sig
ver í námi og taka síður þátt í skipulögðu
tómstundastarfi. Ástæður fyrir því að
unglingur prófar ólögleg vímuefni geta
þannig verið ýmsar. Það er vitað að margir
krakkar hafa prófað áfengi og ólögleg efni
í fyrsta skipti um verslunarmannahelgi.
Þar hafa gjarnan verið kjöraðstæður fyrir
þá sem ætla að selja eiturlyf, því að þar
voru krakkarnir eftirlitslausir. Hins vegar
hefur dregið mjög úr því að krakkar 16 ára
og yngri fari eftirlitslausir á útihátíðir og er
það meðal þess sem hefur verið að breytast
og áróður okkar og annarra virðist þannig
vera að skila árangri."