Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 16
náði aldrei skilaboðunum, hélt bara að
það væri eitthvað að manninum. Þegar
ítalinn var farinn, búinn að gefast upp á
mér, sagði kærasti minn að hann hefði
verið að bjóða mér hass. Ég varð hálfreið
og það var eins gott að hann var farinn
því ég hefði slegið hann utan undir ef ég
hefði áttað mig á hvað hann var að fara.
Hérna heima er fólk ekkert að auglýsa að
það sé í dópinu en maður getur séð á því
ef það er í einhverjum efnum."
Sérðu fleiri dóphausa á skemmti-
stööunum í dag en áöur?
„Já, ég geri það og mér finnst þetta
vera að aukast. Mér finnst þetta fólk
mjög aumkunarvert. Það á virkilega bágt
og ég vorkenni því. Þetta er alveg
hræðileg þróun og svo virðist sem
stöðugt fleiri falli inn í þennan vítahring.
Það verður eitthvað að gera til að sporna
við þessu en ég hef því miður engar
lausnir. Það er mikið um forvarnir í
gangi en það virðist vera erfitt að koma í
veg fyrir þetta."
Hollendingar hafa lögleitt notkun
kannabisefna. Ungir sjálfstæöismenn
vilja lögleiöa kannabisefni hér á landi
og telja aö glæpum og vandamálum
muni jafnvel fækka. Hvaö finnst þér
um þetta?
„Ég held að við losnum ekki við
vandamálin með því að lögleiða
kannabis. Þó að þau séu ekki eins
hættuleg og sterku eiturlyfin amfetamín,
e-taflan og heróín þá fylgja neyslu slíkra
efna alls kyns vandamál. Það gæti
virkað öfugt að lögleiða þau því það er
miklu meiri hætta á því að þeir sem byrja
að neyta kannabis leiðist út í frekari
eiturlyfjaneyslu. f mínu námi lærði ég
ýmislegt um kannabis og auðvelt er að
finna rök gegn lögleiðingu þess.
Kannabisefnin maríjúana, hass og
hassolía hafa alls kyns óþægilegar
aukaverkanir við neyslu eins og aukna
ofbeldishneigð, hræðsluköst, fólk getur
farið í geðveikiskennt ástand og geðklofi
er sex sinnum algengari hjá þeim sem
reykja kannabis að staðaldri en hjá þeim
sem ekki reykja. Þetta finnst mér ekki
mjög eftirsóknarvert og ekki þess virði
fyrir skamma stund í vímu. Algengustu
áhrif langvarandi kannabisneyslu eru
persónuleikabreytingar, minnistap,
kæruleysi og vinnufælni. Auk þess
veldur kannabisneysla truflun á
starfsemi kynkirtla, sérstaklega hjá
karlmönnum. Börn mæðra sem reykja
kannabis fæðast minni og léttari en
önnur börn og eru líklegri til að fá
hvítblæði. Nýminni bilar stórlega í
kannabisvímu og það eru til margar
sögur af fólki sem hefur reykt kannabis í
langan tíma og er orðið svo minnisskert
að það þarf að fara með minnismiða í
hvert sinn sem það fer út úr húsi, bara
hreinlega til að muna hvert það ætlar að
fara og hvað það ætlar að gera. Þeir sem
reykja kannabis mynda þol gegn flestum
verkunum þess og þurfa því ávallt stærri
og stærri skammta. Kannabis veldur
einnig mörgum fráhvarfseinkennum, t.d.
svefnleysi, óróa, klígju o.fl. Það sem er
alveg sérstaklega athyglisvert er það að í
kannabisreyk er u.þ.b. þrisvar sinnum
meiri tjara en í tóbaksreyk. Heilsutjónið
af kannabisreykingum er því töluvert
meira en af reykingum. Eins og
tóbaksreykingar geta kannabisreykingar
valdið krabbameini, sérstaklega í
lungum, öndunarvegi og munni.
Líkaminn er mjög lengi að losa sig við
kannabisefni og það er hægt að mæla
þau í þvagi í allt að 6-8 vikur eftir neyslu
efnanna. Ég held að þessi rök ættu að
duga gegn lögleiðingu kannabis og ég
held að það sé aðeins óskhyggja þeirra
sem styðja lögleiðingu að glæpum muni
fækka í kjölfarið."
- En heldur þú ekki aö þaö veröi
svipaö með kannabisefnin og bjórinn.
Þetta veröur aö endingu leyft og öllum
finnst fáránlegt að þetta skuli ekki
hafa veriö leyft fyrr?
„Nei, ég held ekki. Það er alltof mikil
áhætta tekin með með því að leyfa þetta.
Ahætta sem hefur í för með sér ákveðin
vandamál sem erfitt verður að koma í
veg fyrir þegar þau eru á annað borð
komin."
- Hvernig séröu ísland fyrir þér í
framtíðinni? Náum viö aö stööva
útvreiöslu ólöglegra vímuefna?
„Nei, það verður aldrei hægt. Það
veður alltaf til einhverjar leiðir fyrir þetta
lið að nálgast efnin og flytja þau inn. En
með forvörnum og meiri löggæslu
verður vonandi hægt að minnka
útbreiðslu ólöglegra vímuefna."