Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 40
- Pví hefur veriö fleygt aö þaö sé
oröiö auöveldara og fljótiegra að
panta hass en pizzu. Hefur þú heyrt
þetta?
„Já, ég hef heyrt þetta. Krakkarnir
hafa verið spurð að því í könnunum
hvort þau gætu útvegað hass og það var
ótrúlega stór hópur sem taldi sig geta
það. En ég held að það sé nú samt ekki
auðveldara en að panta sér pizzu."
- Er fíkniefnavandinn á íslandi
mikill í dag?
„Já, hann er mikill og alvarlegar
afleiðingar hans jukust mjög á liðnum
áratug. Unglingum sem þurfa að leita sér
aðstoðar og meðferðar vegna fíkniefna-
neyslu hefur mikið fjölgað. Vonandi
náum við að snúa þessari þróun við.
Ólögleg fíkniefni eru eitthvað sem allir
þurfa að taka afstöðu til og forðast eftir
bestu getu. Það er afar líklegt að flest
ungt fólk í dag og á komandi árum þurfi
að standa frammi fyrir því að velja og
hafna í þessum málum."
- Hvernig stöndum viö gagnvart
nágrannaþjóöunum?
„Astandið er nokkuð áþekkt á
Norðurlöndunum, þó er
blæbrigðamunur. Heróínneysla er stórt
vandamál í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð, vandamál sem við erum sem
betur fer laus við. Svíum hefur tekist
einna besta að sporna við neyslu
unglinga og hafa mjög afdráttarlausa
stefnu í vímuvörnum. Danir eru fremur
frjálslyndir í þessum málum og er vandi
þeirra umtalsverður. Umræða um
eftirgjöf og jafnvel vissa lögleiðingu
fíkniefna hefur verið nokkur í
Danmörku. I evrópskri könnun frá 1995
kemur fram að áfengisneysla nemenda í
10. bekk. er svipuð á Islandi, Noregi og
Svíþjóð. íslensku krakkarnir lentu þó í
alvarlegri vanda vegna eigin
áfengsidrykkju en jafnaldrar þeirra í
Evrópu. Þetta hefur þó breyst og skv.
evrópskri könnun frá 1999 fækkaði þeim
íslensku unglingum sem segjast hafa lent
í vandræðum af þessum sökum. „Viljum
við m.a. þakka það öflugu forvarnastarfi.
Með því t.d. að framfylgja reglum um
útivistartíma eru krakkarnir síður úti
seint á kvöldin og þar með er líklegt að
dragi úr ölvunardrykkju og alvarlegum
afleiðingum hennar."
- Þiö vinniö mikiö meö foreidrum.
Hvernig hafa þeir tekiö í þetta hjá
ykkur?
„Mjög vel. Það hefur verið gefandi og
ánægjulegt að vinna með foreldrum og
við höfum fundið jákvæð viðbrögð frá
þeim. Foreldrar eru og verða lykilaðilar í
þessum málaflokki."
Fyrsta e-taflan eða
sniffið getur haft
varanleg skaðleg
áhrif. Neysia fíkniefna
hefur bæði líkamleg,
andleg og félagsleg
áhrif
- Er hægt aö sjá þaö fyrir hverjir
eiga eftir að lenda í vandræöum meö
þessi efni?
„Það er líklega enginn óhultur, því
miður. En með því að taka virkan þátt í
íþróttum eða öðru skipulögðu
tómstundastarfi, búa við sæmilega
skýrar reglur heimafyrir, vera í góðu
sambandi við foreldra og vini þá aukast
líkurnar á að komast klakklaust framhjá
þessum vágesti sem fíkniefnin eru. Dr.
Sigrún Aðalbjarnardóttir hefur sýnt fram
á að uppeldisaðferðir foreldra geti skipt
miklu um þessi mál. Hún bendir á að sk.
„leiðandi foreldrar" séu líklegri til að
styðja börnin sín án vandræða gegnum
unglingsárin en þeir foreldrar sem eru
mjög eftirgefanlegir eða mjög
stjórnsamir/skipandi. Þannig að það
skiptir miklu máli að hlusta vel á börnin
sín, ráða þeim heilt og vera þeim innan
handar þegar á bjátar - það er spurningin
að rata þennan gullna meðalveg."
- Hvaö getur notkun fíkniefna haft í
för með sér?
„Hún getur haft víðtæk áhrif og fer
vissulega eftir því hversu mikils af
fíkniefnum er neytt - en það getur enginn
verið öruggur. Fyrsta e-taflan eða sniffið
getur haft varanleg skaðleg áhrif. Neysla
fíkniefna hefur bæði líkamleg, andleg og
félagsleg áhrif. Neysla þeirra veldur
alvarlegum truflunum, dregur úr
eðlilegum þroska neytenda á unglings-
árum, seinkar þeim gjarnan í námi,
stuðlar að ranghugmyndum, depurð og
margt fleira má nefna. Skaðleg áhrif
fíkniefna á starfsemi heilans hafa töluvert
verið rannsökuð og mun áætlunin ísland
án eiturlyfja, ásamt fleirum, standa fyrir
ráðstefnu 5. og 6. október nk. með
erlendum og innlendum fyrirlesurum.
Þar verður m.a. fjallað um víðtæka áhrif
fíkniefna á einstaklinginn og m.a. á
heilastarfsemina."
- ísland án eiturlyfja 2002 var
yfirskrift átaksins þegar þið fóruö af
staö. Voru þetta of háleit markmiö eöa
veröur ísland án eiturlyfja eftir tvö ár?
„Þetta heiti fór fyrir brjóstið á
mörgum og fljótlega ákváðum við að
taka ártalið í burtu. En áætlunin byggir á
samningi til ársins 2002 og verður það þá
gert upp og árangurinn metinn. A
grundvelli þess verður tekin ákvöðun
um hvort þær aðgerðir sem stjórnvöld
hafa sameinast um undir þessu heiti
verða áfram með með svipum hætti eða
aðrar leiðir valdar. Ljóst er að stjórnvöld
þurfa áfram að leiða skipulagt
forvarnastarf í þessum málaflokki. Nei,
Island verður ekki án eiturlyfja árið 2002
né í nánustu framtíð, því miður, en ég hef
þá trú að með aukinni þekkingu, aukinni
tækni og öflugu starfi á þessu sviði, bæði
í forvörnum, meðferð og toll- og
löggæslu, megi ná umtalsverðum
árangri. Samstaða og afdráttarlaus
afstaða gegn fíkniefnum skiptir þar
miklu.