Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 36
- Sterar eru mjög hættulegt efni?
„Já, sterar geta verið mjög hættulegir
og þeir sem nota þá gera sér oft ekki grein
fyrir því að hjarta-, lifrar- og
lungnasjúkdómar eru oft fylgikvillar
þessara efna. Og ekki má gleyma
persónuleikabreytingum sem eiga sér
stað bæði á meðan neysla er í gangi og
einnig eftir að neyslu lýkur."
- Geta menn oröiö ofrjóir?
„Það eru margir fylgikvillar sem
fylgja steranotkun og eru þeir
mismunandi eftir því hversu mikil neysla
hefur verið í gangi. Margar rannsóknir
hafa verið gerðar á steranotkun og sýna
þær fram á margar stórhættulegar
aukaverkanir. Ég tel að það sé
nokkuð um það að ungt fólk sé að taka
þetta og ég efast um að það geri sér grein
fyrir hættunni. Þetta er auðvitað
algengast í íþróttum þar sem oft er þörf á
að byggja upp vöðvamagn og vöðvakraft
á sem stystum tíma. "
- En er hægt aö ná sama árangri án
þess aö nota stera?
...en því miðup ep
töluvept af þessu
í gangi en þetta
ep stóphættulegt
og vipkap í paun
eins og hvept
annað eituplyf
„Fólk er misjafnt að upplagi og það
eru svo margir þættir sem þarf að huga
að. Rétta leiðin er alltaf hollt og gott
mataræði og að þjálfa markvisst.
Genetískt upplag hefur mikið að segja og
reglusamt líferni og ekki má gleyma
hversu lengi fólk hefur æft undir réttri
handleiðslu í sinni íþróttagrein, hver sem
hún er. Ég hef séð venjulegt fólk breytast
í einhver tröll á skömmum tíma og það
segir manni ákveðna hluti. En það hvílir
mikil leynd yfir notkun þessara efna og
eins og ég sagði áðan hef ég aldrei kynnst
þessu sjálfur, en því miður er töluvert af
þessu í gangi en þetta er stórhættulegt og
virkar í raun eins og hvert annað eiturlyf.
Fólk á að hugsa um að þjálfa líkama sinn
á heilbrigðan og eðlilegan hátt þar sem
áhersla er lögð á að styrkja þol, efla styrk
og borða skynsamlega."