Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.2000, Page 8

Skinfaxi - 01.12.2000, Page 8
Ragnheiður Högnadóttir, formaður USVS ög mótfallin sameiningu Ég er nijög mótfallin sameiningu UMFI og ISÍ. Það sem að ég óttast mest ef til slíkrar sameiningar kemur er hvað verður um okkur í litlu félögunum út um allt land. Eins og flestir vita er starfsemi ÍSÍ eingöngu á íþróttasviðinu, en hin fjölmörgu ungmennafélög um land allt koma að svo miklu fjölbreyttara starfi. Má þar t.d. nefna leiklist, skógrækt og eflaust margtfleira. Eg sé ekki alveg fyrir mér að ÍSÍ láti mikla peninga eða sinni á annan hátt starfi hjá félagi sem að eingöngu er að vinna að félagsmálum og innanhéraösmálum en skilar ekki afreksfólki í íþróttum á landsvísu. Ragnheiður Högnadóttir, formaður Ungmennasambands Vestur Skaftfellinga, er ekki á því að sameina eigi UMFÍ og ÍSÍ. Sigurður Viggósson er formaður Héraðssambandsins Hrafnaflóka sem í sumar héldu unglingalandsmót UMFÍ. Hvað finnst honum um þá umræðu að sameina UMFÍ og ÍSÍ? „Spurninguna um hvort eigi að sameina þessi félagasamtök er ekkert einfalt að svara. A þessu stigi tel ég að það eigi ekki að sameina þessi samtök, þar sem hvorki eru félagsleg né fjárhagsleg rök sem mæla með því. Þau starfa ekki á sama grundvelli, nema að hluta til. Annars vegar eru um að ræða frjáls félagasamtök eins og UMFI, þar sem ungmenna- og íþróttafélagin taka fullan þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku samtakanna og flest þeirra starfa út um allt land og hins vegar félagasamtök eins og ISI sem starfa samkvæmt opinberum lögum og sinna lögbundnum verkefnum, auk almennra íþrótta- og æskulýðsstarfa. Þá sinna þau verkefnum á sviði sérgreinasambanda og alþjóðlegra íþróttasamskipta. Mér er þó Ijóst að nokkur verkefni þeirra skarast og tel ég að um þau eigi að gera samkomulag milli þessara aðila um skiftingu. I fjölbreytti þjóðfélagi eins og okkar er nauðsynlegt að mínu áliti, að setja ekki ein miðstýrð samtök yfir allt íþrótta- og æskulýðsfólk, slíkt getur leitt til minna frumkvæðis einstaklingsins sem kallar á minni starfsemi og minni árangurs."

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.