Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 12
Björn B. Jónsson, varaformaður UMFÍ, er giftur Jóhönnu Róbertsdóttur og saman
eiga þau tvo syni. Hann er fæddur og uppalinn í Biskupstungum og bjó þar í 40 ár
en flutti þá á Selfoss og er í dag framkvæmdastjóri fyrir Suðurlandsskóga. Hann
hefur starfað innan UMFÍ frá unglingsaldri og nú kemur hann til greina sem næsti
formaður hreyfingarinnar. Jóhann Ingi settist niður með Birni og ræddi við hann um
framtíð hans hjá ungmennafélaginu, sameiningarmál UMFÍ og ÍSÍ og margt fleira.
- En hver voru fyrstu kynni Björns
af hreyfingunni?
„Fyrstu kynnin af hreyfingunni voru þegar
ég beið eftir að komast inn í Ungmenna-
félag Biskupstungna. Ég þurfti að bíða í
mörg ár vegna þess að það var í lögum
félagsins að þú gast ekki gengið í félagið
fyrr en þú varst orðinn fjórtán ára gamall.
Við fengum að sjálfsögðu að taka þátt í
íþróttum á vegum félagsins en við fengum
til dæmis ekki að mæta á aðalfundi fyrr en
14 ára gömul. Ég held að ég fari með rétt
með það, að á þessum tíma gengu nær allir
í félagið um leið og þeir gátu. Síðan hefur
þessu verið breytt og smám saman féll
aldurstakmarkið úr gildi."
- Þú ert semsagt aö segja aö þú
hafir haft svona mikinn áhuga á því
þegar þú varst ekki orðinn fjórtán
ára aö sækja aðalfundi ungmenna-
félagsins?
„Já, ég hafði mjög mikinn áhuga á því.
Aðalfundi ungmennafélagsins var alltaf
beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Þar
fóru oft fram harðar kosningar og það var
mikil áhrifastaða í Biskupstungum að vera
formaður ungmennafélagsins og er
reyndar enn þar sem formaður félagsins
hefur mikil áhrif á framgang ýmsa mála í
sveitarfélaginu."
- Hvernig kviknaði áhugi þinn á
svona félagsstarfi. Voru foreldrar
þínir starfandi í hreyfingunni?
„Nei það var nú ekki ástæðan. Ég átti
heima á næsta bæ við Geysi og þar var
íþróttaskóli. Þórir Sigurðsson, sem var
okkar íþróttakennari, dreif alla unglinga
með og þar á meðal mig. Það var hins
vegar ekki áhugi á íþróttum heima hjá mér
og reyndar fannst foreldrum mínum það
frekar tímasóun að vera í íþróttum."
- Svo verður þú loksins fjórtán ára
og gengur í ungmennafélagið og í
dag ertu varaformaöur hreyfing-
arinnar. Hvað gerðist þarna í
millitíðinni?
„Það leið nú einhver tíma þar til ég fór að
starfa í nefndum á vegum ungmenna-
félagsins. Ég hafði hins vegar mikinn
áhuga á félagsmálum og endaði svo með
því að ég varð formaður félagsins. I
framhaldi af því fór ég að starfa innan HSK
og var nokkuð fljótt kominn þar í stjórn og
svo seinna var ég kjörinn formaður."
- Svo kemur smá hlé?
„Já, ég fór í nám erlendis og ætlaði að
kúpla mig út úr félagsmálum en það tókst
nú ekki betur en svo að á meðan ég var í
náminu í Finnlandi vann ég að úttekt á
skógrækt ungmennafélaganna. Þegar ég
kom til baka úr námi fór ég síðan beint inní
stjórn UMFI og hef verið þar síðan."
- Hvað ertu þá búinn að vera lengi í
stjórn?
„Ég var kosinn í stjórn UMFI árið 1995."
- Á þessum tíma sem þú hefur setið
í stjórn hvaða verkefni og málefni
finnst þér hafa staðið upp úr?
„Það er mjög margt eftirminnilegt og það
eru ýmis mál sem við höfum verið að vinna
að hafa vakið mikla athygli. Ef við lítum til
dæmis bara á sumarið 2000 þá var
Unglingalandsmótið mjög glæsilegt og
skemmtilegt að það skuli vera hægt að
halda mót eins og þetta, án áfengis, um
verslunarmannahelgina. Síðan er það
stærsta verkefni sem ég hef tekið þátt í,
Kultur & Ungdom, sem er reyndar einnig
stærsta verkefnið sem Norræni
menningarsjóðurinn hefur tekið þátt í.
Þetta mót tókst mjög vel þrátt fyrir að
hugmyndin hafi verið dálítið "geggjuð"
eins og það heitir á unglingamáli. Allur
undirbúningur að mótinu var glæsilegur
og ég held að þetta hljóti að vera stolt
okkar ungmennafélaga að hafa staðið að
svona glæsilegu móti. Ég held líka að það
séu fáir sem átta sig á því hversu víðamikið
mótið var. Þar má til dæmis nefna
útplöntunina þar sem margir halda því