Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 14
Eg hef ákveðið að hætta í stjórn UMFI, það er ef ég gef ekki kost á mér í kjörinu um formannssætið...það er alveg klárt fram að heimsmet hafi verið slegið þegar tæplega 2000 manns plöntuðu trjáplöntum á þremur klukkutímum." FORMANNSSÆTIÐ Þá snúum viö okkur aö máli málanna. Þórir Jónsson, formaö- ur UMFÍ, hefur lýst því yfir aö hann ætli ekki aö gefa kost á sér í formannssætið næsta haust. Munt þú bjóöa þig fram? „Eg held að ég verði bara að svara því eins og stjórnmálamennirnir gera. Eg neita því ekki að það eru mjög margir sem hafa komið að máli við mig. Það verður hins vegar ekki kosið næst fyrr en eftir tæplega eitt ár og það eru mjög margir hæfir einstaklingar innan hreyfingarinnar sem er vel treystandi í þetta embætti. Ég hlýt því að vera stoltur yfir því að sumir vilja sjá mig í þessari stöðu. Ég held hins vegar að við verðum aðeins að láta tímann líða áður en ég verð með einhverjar yfirlýsingar um það hvort ég gefi kost á mér eða ekki." - En er þetta eitthvað sem kæmi til greina og þá er ég aö tala um vegna vinnu og annars þess háttar? „Ég hef sagt það og fer ekkert leynt með það að formaður UMFÍ þarf að vera búsettur í Reykjavík. Það er nú reyndar þannig að við erum landsbyggðahreyfing fyrst og fremst. En í Reykjavík slær hjartað í peninga- málum þjóðarinnar og það skiptir miklu máli að formaðurinn sé staðsettur þar sem fjármagnið er. í Reykjavík eru líka höfuðstöðvar UMFI og ég tel að formaðurinn þurfi að vera í daglegu sambandi við starfsfólk UMFI og að þessu leyti er ég ómögulegur formaður." - Þú ert semsagt aö segja okkur aö þú sért aö hugsa um aö flytja til Reykjavíkur? „Nei, ég er alls ekki að segja það. Það er hins vegar veikur punktur að ég skuli búa úti á landi og það gæti vel verið að ef ég byggi í Reykajvík að ég væri búinn að lýsa því yfir að ég gæfi kost á mér í formannssætið." - Segjum sem svo aö þú segðir nei viö formannssætinu kæmi þá til greina að þú sætir áfram í stjórn? „Nei. Ég hef ákveðið að hætta í stjórn UMFÍ, það er ef ég gef ekki kost á mér í formannssætið. Það er alveg klárt." STAÐA UMFÍ Nú tekur þjóöfélagið stööugum breyt- ingum hvernig finnst þér ungmenna- félagshreyfingunni takast aö halda í viö nútíma þjóðfélag? „Að mestu leyti hefur hreyfingin elst vel, en mér finnst reyndar að við sem stjórnunr í dag, höfum sveigt of mikið af umhverfis- og menningar- brautinni en við höfum sinnt þessum málaflokk- um oft betur. Við erum engu að síður að vinna mikið að þessurn málum en við verðum að gera okkur sýnilegri í þessu sem öðru. Ég óttast ekkert framtíðina og er alveg viss um að hreyfingin á eftir að lifa og dafna um ókomna tíð. Stefna okkar er að byggja upp ungt fólk á Islandi til að takast á við lífið og tilveruna og það gerum við ekki bara í gegnum íþróttir heldur öll þau áhugamál sem unglingurinn kann að hafa og við getum sinnt í ungmennafélagsstarfinu. - Leiklist, skógrækt, umhverfisvernd og íþróttir, er ekki flókið aö hafa þetta allt í sömu hreyfingunni? „Auðvitað er það flókið. Það er ekkert einfalt mál að vera formaður í ungmennafélagi en það er bara þannig að við Islendingar erum bara um það bil 270 þúsund í heildina og við geturn ekkert verið að leika eitthvað milljóna þjóðfélag. Þess vegna held ég að það sé styrkur fyrir landsbyggðina að eitt og sama félagið getur haldið utan um æskulýðinn, það er að allt ungt fólk í einu sveitarfélagi geti fundið eitthvað fyrir sig hjá ungmennafélaginu. Þar er galdur formannsins að fylgjast vel með því sem er að gerast og því unglingarnir hafa áhuga á hverju sinni." - Nú eru margir þeirra skoöunar aö UMFÍ séu samtök landsbyggðarinnar á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.