Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 15
meðan ÍSÍ sé meira “borgarbarn”. Hvað gerir þessi samtök svona ólík? „ISI var á sínum tíma stofnað af Ungmennafélagi Islands til að sinna afreksíþróttum og það er stefna UMFI og áhugi að standa við bakið á ISI með sína afreks- mannastefnu. Það er hins vegar ekki á stefnuskránni hjá UMFI að vera í afreksíþróttum. Við erum í íþróttum fyrir almenning og ég held að það hafi einfaldlega átt betur Mitt mat er að þessi umræða sé að komast á lokastig og það er mín tilfinning að það verði ekki sameinað við þá stefnu sem hin fjölmörgu sveitar- og bæjarfélög úti á landi hafa sett sér í þessum málefnum. - í framhaldi af því spyr ég þig, er tímabært að sameina þessi tvö sambönd? Það er ÍSÍ og UMFÍ. „Það er ekkert útilokað í þessu sambandi. En eins og ég sagði áðan þá eru UMFÍ landsbyggðarsamtök fyrst og fremst og ég held að það myndi kippa félagsstarfinu undan mörgum litlum sveitarfélögum ef þessi samtök yrðu sameinuð. Það er nú bara þannig að það er til fólk hér á landi sem sér eftir hverri krónu sem fer út á land en ég held að UMFÍ nýti sitt fjármagn mjög vel út á landsbyggðinni og ég óttast að þær krónur sem menn eru að tala urn að myndu sparast með sameiningu myndu sogast til Reykjavíkur. Þar yrði fjármagnið notað að mestu í afreksíþróttir, sem er kannski gott útaf fyrir sig en ekki það sem við hjá UMFÍ viljurn sjá." - Þannig að þú ert á móti sameiningu? „Já, ég hef gefið mér góðan tíma til að skoða þessi mál og Ég óttast að þær krónur sem menn eru að tala um að myndu sparast með sameiningu myndu sogast til Reykjavíkur hafði þá skoðun að gott væri að setjast niður og ræða málin með ÍSÍ. Nú er hins vegar komin út skýrsla frá ÍSÍ sem greinilega er unnin af manni sem ekki þekkir til UMFÍ. Það er hægt að nefna dæmi í því sambandi þar sem hann er að taka út eigur UMFI og gleymir þar að taka til stærstu eigur UMFÍ sem eru í Þrastarskógi. Mér finnst reyndar með ólíkindum að nefndin sem gaf þetta út léti þetta fara frá sér svona. Það er ýmislegt annað í skýrslunni sem bendir greinilega til þess að sá sem hana vann þekkir ekki til UMFÍ og það finnst mér kannski rnest miður." - Nú virðist svona yfir höfuð vera fleiri hjá ÍSÍ sem vilja sameina heldur en hjá UMFÍ en þessi samtök vinna saman á ýmsum sviöum eins og til dæmis hjá Getraunum og Getspá. Finnur þú fyrir því að þessar sameiningarviðræður hafi slæm áhrif á samstarfiö? „Nei ég get nú ekki sagt það. Því miður hefur samstarf UMFÍ og ÍSÍ legið að mestu niðri undanfarin ár og þess vegna kannski erfitt að svara því. Ég held hins vegar að umræðan sem slík hafi bara haft góð áhrif á ungmennafélaga og gert almenningi betri grein fyrir því fyrir hvað UMFÍ stendur Mitt mat er að þessi umræða sé að komast á lokastig og það er mín tilfinning að það verði ekki um sameiningu að ræða." - Er þetta mikið tilfinninga- mál til dæmis vegna þess hversu gömul hreyfingin er? „Nei, ég hef aldrei haft þá skoðun að halda eigi UMFÍ gangandi bara vegna aldursins - alls ekki. Ég held hins vegar að það sé nauðsynlegl að hafa sterka landsbyggðahreyfingu og þá sérstaklega í dag þegar landsbyggðin stendur höllum fæti. Ég vona því að UMFI eigi eftir að styrkjast ennþá meira og ég hef fundið það að við erum á siglingu og það er mat mitt að við verðum ennþá sterkari á komandi árum. Ég hef aldrei spáð í það að UMFÍ megi ekki leggjast niður af því að þau eru gömul samtök."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.