Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 23
ú vilt kannski ekki tala við einhvern sem þú þarft að hafa samband við eða þú hefur hreinlega ekki tíma til að spjalla í símann. Þá er besta leiðin að senda tölvupóst. Það er nokkuð öruggt að tölvupósturinn mun komast til skila hvort sem sá sem sent er til er við eða ekki. Tölvupóstinn er líka hægt að nota sem staðfestingu á því sem talað er um og afrit er hægt að senda til allra viðkomandi eigi fleiri en tveir þátt í samskiptinum. Tölvupóstur er líka ódýr og umhverfisvæn leið til að vera í sambandi. Það er ekki hægt að ímynda sér hversu mörgum skógum hefur verið bjargað með tilkomu tölvupóstsins. Milljónir manna senda tölvupóst sín á milli daglega og ef maður hugsar sér bara að helmingur þeirra myndi senda bréfið í pósti væru tréin ansi mörg sem myndu falla. Tölvupóst er líka mjög ódýrt að senda en eini kostnaðurinn eru þær sekúndur sem þarf að vera í símasambandi á meðan pósturinn er sendur. Það skiptir heldur ekki máli hvort tölvupóstur sé sendur í næsta hús eða hinum megin á hnöttinn kostnaðurinn er ávallt hin sami. Fundarboðun hefur verið gerð mun auðveldari með tilkomu tölvupósts. Fyrir nokkrum árum gat það tekið langan tíma og mörg símtöl að boða nokkrar manneskjur á fund. Með tölvupósti er hægt að ganga frá fundaboðum og staðfesta á stuttum tíma og allir fá og sjá sömu skilaboðinn. Það er samt ekki allt jákvætt við tölvupóstinn. Margir þekkja það að tölvupóstur sé notaður til að senda ýmsar kynningar og auglýsingar. Fari einstaklingur á lista, sérstaklega Ameríska, hjá fyrirtækjum sem selja þjónustu sína á netinu má búast við því að tölvan fyllist að allskyns auglýsingum héðan og þaðan úr heiminum. Erfitt er að komast út af þessum listum en þó hafa nýjustu vefþjónarnir eins og MSN- Explorer þann möguleika að loka á slíkar sendingar. Hins vegar er aðeins hægt að loka á póst eftir að hafa fengið eina eða fleiri sendingu frá viðkomandi. Tungumálið hefur breyst eftir að tölvupósturinn fór að ryðja sér til rúms. Alltaf er verið að finna til leiðir til að stytta textann og margskonar orðatiltæki hafa orðið til á netinu. Þetta verður svo til þess að fólk sem notar tölvupóst mikið fer að tala eins og það skrifar. En þrátt fyrir sína galla er tölvupósturinn kominn til að vera og á næstu árum eiga möguleikarnir á að "vera í sambandi" eftir að aukast til muna og það er bara e.h. t-að :) yfir. Vertu í sambandi Tölvupóstur félaga UMFÍ UMFÍ umfi@umfi.is Skinfaxi umfi@umfi.is Fréttabréf umfi@umfi.is HHF hhf@snei-pa.is HSB katagunn@yahoo.com HSH hsh@islandia.is HSK hsk@hsk.is HSS husavik@simnet.is HSV kjonj@mmedia.is UDN gisl.gun@centrum.is ÚÍA uia@uia.is UMSB umsb@mmedia.is UMSE umse@bugardur.is UMSK umsk@toto.is UMSS umss@binet.is USAH usah@mmedia.is USVH usvh@hunathing.is USVS usvs@mmedia.is UMFF fjolnir@mmedia.is Keflavík keflavik@keflavik.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.