Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.2000, Page 30

Skinfaxi - 01.12.2000, Page 30
Sérstaða UMFÍ er einfaldlega ekki til sölu Helga Guðjónsdóttir er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum í Hveragerði og stjórnarmaður hjá Ungmennafélagi Islands eina ferðina enn. Ólympíuleikarnir fóru fram í Sydney og stóð okkar fólk sig með miklum ágætum. Forsetakosningar fóru fram í Bandaríkjunum og ekki er enn orðið ljóst þegar þetta er skrifað hvor frambjóðandinn ber endanlega sigur úr býtum. Glæpum fjölgar á íslandi og framboð á eiturlyfjum hefur aldrei verið meira enda eykst salan jafnt og þétt. Sýnist sitt hverjum um þetta allt saman. Nýjasta nýtt í sameiningarmálunum er sú hugmynd að skoða eigi hvort ekki sé skynsamlegt að sameina Ungmennafélag íslands og íþrótta- og ólympíusamband Islands. Iþrótta- og ólymíusambandið birti nýlega skýrslu þar sem sýnt var fram á hagkvæmni þess að sameina þessi félagasamtök??. Ég tel ekki rétt að sameina þessi félagasamtök þó svo að fjárhagsiegur ávinningur yrði nokkur. Ungmennafélag íslands hefur sýnt það og sannað í áranna rás að hugsjónir þess eiga samleið með þjóðinni. Að ganga gegn hugsjóninni og sögunni væri að bregðast, ekki bara félagsmönnum UMFI heldur ekki síður hugsjóninni sem þetta öfluga starf hefur byggt á frá upphafið. UMFI hlýtur að verða sjálfstætt félag áfram og sameining á forsendum gróðavonar væri höfuðsynd. Ungmennafélag Islands stóð fyrir miklu og blómlegu starfi á árinu. Þannig var stórt forvarnarverkefni í gangi í samstarfi við ísland án eiturlyfja sem hét „Loftskipið" og tókst mjög vel. Ráðstefna unga fólksins Jeg tarf ekki sjuss sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur í lok verkefnisins var afskaplega ánægjuleg. í lok júní var haldin menningarvika að er fallegur vetrardagur og ég sit við gluggann á skrifstofunni og dáist að veðurblíðunni. Fyrir utan gluggann eru léttklædd börn að leik og þau Ijóma af gleði og ánægju alveg laus við áhyggjur okkar fullorðna fólksins Ósjálfrátt hugsar maður: Hinkraðu aðeins! Hvaða árstími er? A ekki að vera kuldi og snjór úti? Það eru nú einu sinni að koma jól. Einmitt! Jólin koma bráðum og um leið fer að styttast í að árinu 2000 ljúki, Þessu merkisári sem öll heimsbyggðin beið svo spennt eftir að rynni upp. í mínum huga er þetta ár búið að vera ár kaupmennskunnar. Allt mögulegt og ómögulegt hefur verið boðið til sölu og mannfólkið hefur keppst við að taka þátt í kaupæðinu. Allir ætla að græða peninga og helst mikið af þeim. Mikið hefur gengið á og það læðist að mér sá grunur að sumir hafi týnt sjálfum sér í þessu öllu saman. Þegar tímamót verða, eins og þegar nýtt ár er að ganga í garð, er gott að staldra við og líta yfir farinn veg. Ymislegt gott hefur orðið á veginum og annað miður gott. Stór hluti landsmanna hefur það gott en verðbólgan er komin á skrið. Landsbyggðin berst fyrir tilveru sinni. Sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök hafa verið sameinuð og svo eru verkföll hafin ungs fólks á Norðurlöndum sem bar yfirskriftina Kultur & ungdom þar sem saman komu ekki færri en 3000 ungmenni og áttu saman skemmtilega daga í Reykjavík og nágrenni, m.a. á Selfossi. Unglingalandsmót var haldið í Vesturbyggð um verslunarmannahelgina og tókst hreint út sagt frábærlega. Var mótið heimamönnum og ungmennafélagshreyfingunni til sóma. Mikið var gróðursett og á annan hátt unnið að bættu umhverfi á vegum hreyfingarinnar á þessu ári sem öðrum. Auk þessara verkefna móðursamtakanna voru hinir ýmsu viðburðir á dagskrá aðildarfélaga víða um land. Þegar hugsað er um allt það mikla starf sem fólk út um allt land er að vinna koma upp í hugann orðin: „Það er svo gaman að vera saman". Forystumenn ÍSÍ ættu að hafa þessi orð í huga þegar þeir horfa til sameiningar við UMFÍ. Það getur nefnilega verið gaman hjá okkur að vera saman en eingöngu í þeim tilgangi að auka með okkur samvinnu. Sérstaða UMFÍ varðandi íþróttir, mannrækt, umhverfismál og menningu er svo dýrmæt að hún er einfaldlega ekki til sölu Ég vil í lokin óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir allt það góða samstarf sem við höfum átt á árinu sem er senn að enda. íslandi allt.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.