Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.09.1967, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 04.09.1967, Qupperneq 1
BlaÓ fyrir alla ÍS. árgangur Mánudagrurinn 4. ágúst 1967 28. tölublaö. Í BLAÐINU I DAG ★ Þrengt aðg almenningi ★ Byggingahneyksli bankanna Strandarkirkjuhneykslið ^ Enn um sjónvarpsmál ★ Klikkaði slökkviliðið? i'jAr' Úr einu í annað m. fl. ÞjóBarhroki eða þjóðhollusta Hraksmánariegt kjaftshögg á íslenzkan almenning Ánnar sigur komma í niðurrif sbarátt- —- Áhugamenn um sjónvarp safni liði unni — Sofandahátturinn í algleymi — Auvirðilegur flótti stiórnarjnnar — Enn má bjarga — Segja má, að á miðjum stríðsárunum ljúki ör- birgðarárum og fátækra-hugsunarhætti íslendinga. Island er utan við stríðið, hér eru 80 þúsund her- menn, mikið fé streymir til landsins, svo mikið, að bankar neyta öllum gjaldeyri nema dollurum, enda tvísýnt hver ynni stríðið. Alþýða manna upplifir það í fyrsta sinn að geta keypt nær allar vörur sem þá eru á boðstólum, vinna í algleymingi og velsæld blasir alls staðar við. Að styrjöld lokinni heldur velmegun nær hindrunarlaust áfram, styrkir berasc. gjafir voru okkur gefnar, og óafturkræf lán fást, og síðast en ekki sízt berst okkur hervernd sem banda- lagsmeðlimum NATO. Veröldin rís úr rúst, fram- leiðslan eykst og fsland kynnist gjörsamlega nýjum aðferðum í atvinnugreinum sínum — vélaöld hefst. Vinstri stjórn tekur við, en að venju tekst ekki að halda velsældinni og hrökklast frá. Viðreisn, jú, ekki aðeins viðreisnarstefna, heldur koma nú mátt- arvöldin til hjálpar og skapa mestu fiski- og upp- gripaár íslandssögunnar; þjóðin fer á hvínandi fjármálafyllerí, siglir, byggir, kaupir og þróast í verklegum skilningi. Hefini er ekkert ómögulegt Og allri þessari velmegun fylgdi alveg ný tilfinn- ing, þjóðernishxoki, menntahroki og barnslega ein- feldnisleg sjálfstæðiskennd og verst af öllu; mikil- mennskubrjálæði um eigin hæfni og getu. Bif- reiðar eru fluttar inn í þúsunda tali, gljáandi og miklar, verð skiptir ekki máli, leikfaggið varð að gljá, endurspeglast í sólarljósi algleymisvímunnar. En nýríka þjóðin gleymdi ýmsu mikilsverðu Til að eiga mikinn bxlaflota þurfti að eiga vegi, og varnarliðið bauðst, hljóðlega, til að byggja þá vegi. því það vissi, eins og allar aðrar þjóðir, að sam- göngumál eru hverju landi og þá ekki sízt því, sem stórt er og strjálbýlt. nauðsynleg, og að gott vega- kerfi og fullkomið ér lífæð þjóðar. En þá hófst hinn rauði rottugangur, meindýrafar- aldur greip um sig í skjóli ættjarðarástar, sjálfstæð- is og mikilmennsku. Kommúnistar, sem engin gaf gaum í velsældinni, gripu nú í síðasta stráið og tóku að prédika ættjarðarást og varnir gegn er- lendum áhrifum. Þessar látlausu prédikanir vöktu skelk hinna flokkanna, þeir urðu að komast upp í „ættjarðarástarvagninn" með meindýrunum, verða með, sýna, að þeir líka elskuðu landið og þjóðina. Og tilboði um fyrsta flokks vegakerfi, sem sjálfri þjóðinni var algerlega vonlaust að koma sér upp, var kurteislega neitað. Landráðaaðgerðum komma var enn einu sinni náð. Glitrandi bílarnir ösluðu leir og skít og brotnuðu niður í holum veganna. Upp reis í landinu ein furðulegasta stétt héimsins, við- gerðir bifreiða og „varahlutaþjónusta" — 1000o/fi meiri en í nokkru sambærilegu þjóðfélagi, og kost- ar þjóðina enn í dag íugmiljónir í dýrmætum er- lendum gjaldeyri. Kommar glottu, bílar skiptu þá ekki máli. f dag leitar ríkisstjórnin fyrir sér um lán, tækifærið er horfið eða hverfandi að fá tækni- lega hjálp við vegagerð, miljónirnar farnar í aur- bleytuna og holurnar, og utan Keflavíkurvegar býr þjóðin við algjöra örbirgð í vegamálum. Gullið tækifæri horfið, þjóðarstoltið byggist á slætti, en alls ekki á gagnkvæmum viðskiptum, eins og okk- ur bauðst. En auðvitað er þetta liöur í stefnu komma, að koma þjóðinni á hausinn og taka síðan við rústunum. Síðari þátfurinn er ómerkilegri, og varðar að- eins þann hlut, sem þessi þjóð þekkir lítt vegna unggæðingsháttar og einangrunar. Við áttum kost á að skoða frítt erlent sjónvarp, góða þætti og vonda, menningarþætti og menningarlausa. Sjónvarp má skrúfa fyrir. Undir leiðsögn gam- alla manna, sem höfðu ekki séð sjónvarp, deyj- andi kynslóð, sokkin niður í hugleiðingar og Framhald á 4. sídu. Hvai er a5 gerast neð Strandakirkju? Flestir ísilendingar sem komnir eru til vits og ára kannast við Strandarkirkju í Selvogi. Hún er talin frægust áheitakirkna Norðurlanda. Þó að siðir og venjur manna og þjóða breytist virðist eitt standa óhaggað: á- heitatrúin á Strandarkirkju er enn hin sama. Nú mun kirkjan eiga um 8 miljónir í sjóði og virðist biskupinn hafa eitthvað einvaldsdæmi yfir því fé. Sel- vogur var lengi afskekkt sveit, eii nú fyrir skömmu er hún komin í' gott vegasamband og umferð orðin þar allmikil á sumrum. Selvogurinn er nú eina sveitin í Ámessýslu sem ekki hefur fengið rafmagn, en það er nú komið á flesta bæi í öðr- um hreppum sýslunnar. Fyrir þá sök hefur fólkinu fækkað mjög í Selvogi og margt af því flutt til Þorlákshafnar. Það er almennt mál manna að þessi sveit byggist aftur á komandi árum, einkum ef rafmagnið er leitt þangað. Ekki alls fyrir löngu fóruSel- vogsmenn þess á leit við biskup- inn að Strandarkirkja hjálpaði þeim til að fá ljós og yl meö því að Kirkjan lánaði um háflft kostnaðarverðið; eina mii- jón króna til að fé rafmagnið austan úr Þorlókshöfn og þar með fengi kirkjan sjálf ljós og upphitun. En hans herradómur var ekki alveg á þeirri skoðun. Hann blátt áfram hárðneitaði Selvogs- mönnum um þessa að margra dómi sanngjörnu bón. Hefurhann sjállfsagt álitið að þeir gætu paufast í myrkrinu eins og þeir hafa gert á umliðnum öldum. Á sama tíma og þetta gerist lán- ar biskup úr Strandarkirkjusjóð' í nær flestar kirkjur landsinv ef um viðgerð eða endurbygg ir.gu er að ræða. Hefur þessi ráðstöfun mælzt misvel fyrir og vakið gremju einkum Selvogs- manna. Á síðastliðnu vori kom bisk- upinn austur í Selvog með arki- tekta og vinnuflokk og tjáðí ráðamönnum kirkjunnar (sókn- amefndinni) að hann ætlaði aó láta fara fram allmikla viðgerð á kirkjunni og breytingar. Mun Selvogsmönnum hafa komið þessi tíðindi nokkuð óvæní. Kirkjan er nú réttra 80 ára, reist 1887. Var hún upphaflega mikið og sterkbyggt hús, mæta- vel við haldið, svo að sóknar- mönnum var allla tið til sóma. Heyrst hefur, að efcki vottaði fyrir fúa í kirkjunni nema að gluggar væru famir að feyskj- ast og þurfti því að skipta um þá. Fyrir fáum árum létusókn- armenn mála kirkjuna vandlega að innan. Var hún þá skreytt rósamálningu á befcki oghvelf- ingu. — En það er af aðförum biskups að segja, að hann lét rífa kirkjuna niður ofan ívegg- sillur, henda hinum gömlu sperrum, allt jám rifið utan af henni, alla klæðningu af inn- veggjum og hina gömlu hvelf- ingu. Nýtt þak er komið afturá hina gömlu húsgrind og klæðn- ing ný á veggi, nýr turn með hatti miklum. Og ekki er mælt að aítur eigi að láta hvalfingu Framhald á 7. síðu. Stríisferiin á hendur Glaumbæ Miklar hetjur eru nú pólitíyfirvöldin okkar og ekki skortir þau réttlætistilfinninguna. Fyrir skömmu tóku þau sig til, hafandi ekki annað að gera og „töldu“ út úr veitingahúsinu Gllaumbæ og refsuðu síðan fyrir að hýsa of marga gesti. Að tarna eru ekki litlar fram- kvæmdir. Eru yfirvöldin að segja okkur, að aðeins Glaumbær hafi brotið af sér og öll hin húsin „heiiiagar kýr“? Vél má vera að Glaumbær sé brotlegur, en vissu- lega mætti, ef vilji væri fyrir hendi, finna einhvern annan slfk- an stað, sem einnig væri brot- hættur í þessum sökum, þótt fínni séu og meira í móð. Eíftir- litið hér getur bókað, að um helgar brýtur hvert einasta vin- sælt vinsöíuhús — ekki aðeins lögin um aðsókn — heldur og aldurstakmörk, verðlag og vei- sæmi. Það er öþarfi að níðazt á einu veitingahúsi fremur en öðru. Ef einhver nennti, þá gæti hann með hægu móti kært 3—4 veitingahús fyrir lögbrot og bæði veitingamenn og lögregluyfir- völdin vi'tfe, að slíkar kærur geta vel, samkvæmt lögum, orðið til vínleyfinu. v Menn kæra ekki — ekki vegna alvegaleiddrar siðferðískenndar — heldur vegna þess, að AELIR erú dauðþreyttir á þessari svo- kallaðri vínlöggjpf, þeirri svf- virðu, sem veitingamönnum og almenningi er ætlað að fara eft- ir, en allir brjóta vísvitandi. Og svo ráðast þessir kappai inn á Glaumbæ — kæra og refsa — mikilmennin, yfirvöldin, til þess að sýna borgurunum, að þeir vaki yfir siðferðinu í Reykjavík og öryggi gesta á skemmtistað. Svona hræsni er næstum eins aum og hún er hláieg. Allt sem gert var, var að koma veitinga- manni í bölvun, veitingamanni, sem engu er síðri en sú stétt at- mennt. Lögreglu yf irvaldi ð verður að koma með eitthvað haldbetraen þetta ef það á að sannfæra Reyk- víkinga um „hin góðu áform“ og hina miklu öryggisgæzlu. Mál Páls Jónassonar umfangsmeira Samfcvæmt upplýsingum blaða að utan virðist mál Páls Jónas- sonar, stórkaupmanns, verða æ umfangsmeira en upphaflega var ætlað. Óljósar fregnir ber- ast um það, að fleiri og fleiri komi þár við sögu, margir hátt- settir í okkar þjóðfélagi, og hafi komið þar í ljós skjöl og skil- riki ýmsar „kommissionir“ til við- komandi o'g allskyns kynlegheit. Það mun lika vart á eins I manns færi, að hafa svo marg- silungin viðskipti og þessi virðast hafa verið, þótt maðurinn sé bæði flinnkur og framtakssamur. Virðist full ástæða til þess, að Páll verði ekki gerður að eins- konar „fórnarlambi" til yfir- hylmingar fyrir aðra, sem kunna að hafa dýft puttum sínum í feitmetispottinn. Ekki ber að efa að rannsókn ljúki bráðlega svo almenningur geti áttað sigglöggt á þessum ævintýralegu og skemmtilegu víxlsporum í við- skiptalí'fi okkar.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.