Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Page 4
4 VÍKIN G URINN Víkingurinn. Með stofnun Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, F. F. S. í., var lagður nýr grundvöllur að aukinni og bættri sam- vinnu milli hinna ýmsu starfsflokka sjó- mannastéttarinnar. Eru síðan liðin tæp þrjú ár. Ennþá hafa aðeins yfirmenn skipanna, þ. e. fagmenn sjómannastéttarinnar, skip- að sér undir merki sambandsins. En sam- vinnan hefir verið hin ákjósanlegasta, og koma árlega ný félög inn. Og þar eð áhuga- málin eru alls ekki miðuð við hagsmuni yfirmannanna eingöngu, eru hinar beztu horfur á að samvinnan megi leiða til heilla fyrir sjómannastéttina sem heild. Hugmyndin um aukna samvinnu sjó- manna á sér all langa sögu, sem þó eigi verður rakin hér. Hitt er staðreynd, að all margir mætir menn meðal sjómanna- stéttarinnar og úr ýmsum starfsgreinum hennar, eru þess fýsandi, og telja nauðsyn- legt að sjómennirnir vinni meira saman fé- lagslega, en verið hefir. Yfirleitt hafa sjó- menn mjög skipzt eftir stjórnmálaflokkum hefir þeim að færa. Það rennur þá oft kalt milli skinns og hörunds, en hitt er þó meir um vert og veldur óskiptum fögnuði, þegar að hann tilkynnir að betur hafi tekizt en útlit var fyrir, og það þá oft fyrir tilverkn- að slysavarnanna. Þegar vinir Jóns Bersveinssonar, þeir, er til hans náðu, vottuðu honum á þessum merkisdegi hans, vinsemd og virðingu, þá má hann og vera viss um það, að víða á hafi úti voru einnig menn, sem óskuðu honum og hans alls góðs, og vildu vera með í því að votta honum verðskuldaoa virðingu og þakkir fyrir vel og dyggilega unnið starf. S. E. í landinu, og hafa stjórhmálaskoðanir oft torveldað samstarfið innan starfsgrein- anna, mjög til óþurftar fyrir stéttina sem heild. Mun jafnvel ekki dæmalaust, að samstarfið á skipunum hafi mótast af stjórnmálaskoðunum til hins lakara, og er það fráleitt. Samvinna meðal sjómanna um fjárhags- leg og menningarleg hagsmunamál þeirra, sem sé haldið utan við stjórnmálaflokka, og óháð þeim, er því réttmæt og nauðsyn- leg. Og ekki er minni-ástæða fyrir sjómenn- ina, að vinna saman nú, þar sem útvegur- inn stendur svo höllum fæti, sem raun er á. „Neyðin kennir naktri konu að spinna“, ei' gamalt og gott máltæki. Sannast það nú áþreifanlega á okkar mætu, en miður framsýnu stjórnmálamönnum. Nú er hvorki meira né minna en velferð allrar þjóðarinnar undir því komin, að sjávarút- vegurinn rétti við. Öðruvísi var nú þetta fyrir örfáum árum. En reynslan er nú að sanna bókstaflega, svo að ekki verður ve- fengt, að það er sjávarútvegurinn og fyr- irtæki hans, sem er lífæð þessarar þjóðar. Og sjómannastéttinni er fengið það vanda- sama hlutverk, ásamt útvegsmönnum, að halda vörð um þetta f'jöregg hennar. Hér skiftir því máli að vel takist. Það er fullkominn vilji þeirra, sem' for- göngu hafa um framkvæmdir F. F. S. I., að geta orðið að liði í því mikla starfi. Með því er bezt borgið hagsmuniun allra þeirra einstaklinga, sem sjómannastéttinni til- heyra. ,,Sambandið er óháð öllum stjórnmála- flokkum og starfar í einu og öllu á ópóli- tískum grundvelli'1, stendur í lögum félags- ins, 3. gr. Blað það, sem hér kemur fyrir almenn- mgssjónir er helgað þessum samtökum og gefið út og kostað að öllu leyti af F. F. S. 1. Hlutverk blaðsins mun verða það, að

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.