Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 5
VÍKINGURINN ræða málefni þau sem sjómenn varða al- mennt, bæði hagsmunaleg og menningar- leg. Er einkum til þess ætlazt, að sjómenn fiti í blaðið, og að það sýni sem bezt við- horf þeirra til dægurmálanna á hverjum tíma. Unnendum sjómannastéttarinnar, sem vilja í einlægni flytja hennar mál, munu og dálkar blaðsins standa opnir eftir því sem rúm leyfir. Þá verður reynt að flytja sem beztar fregnir og fróðleik um viðhorf útvegsins og fyrirtæki hans á hverjum tíma; ennfremur fróðleik um sjó- menn og siglingar, gamlan og nýjan. Auk þess munu sérgreinar sjómanna- stéttarinnar birta greinar, frunisamdar eða þýddar, um nýjungar og annan fróð- leik, eftir því sem rúm leyfir og mun reynt að hafa það í þeini búningi, að aðgengilegt sé öllum almenningi. Blaðið mun ekki láta nein málefni sjó- manna sér óviðkomandi, en leggja það eitt til málanna, er það telur sjómannastéttinni sem heild fyrir beztu. Þess er vænst, að sjómenn og aðrir vel- unnarar sjómannastéttarinnar, taki vel þessari tilraun Farmannasambandsins, og kaupi blaðið og lesi. Þá er þess og einnig vænst, að verzlanir hafi blaðið í huga, er þær auglýsa vörur sínar. Það er einkum komið undir þeim við- tökum sem blaðið fær, hvort því tekst að vinna í haginn fyrir sjómenmna, eins og áformað er. F. h. blaðnefndarinnar, Hallgrímur Jónsson. 30°\o? Fyrir nokkru skrifaði hr. alþingismaður Finnur Jónsson grein í Alþýðublaðið um olíukaup útvegsmamia og ráðagerðir rík- isverksmiðjanna um olíuinnflutning í stórum stíl. Upplýsir þingmaðurinn, að olíu félögin, sem hafa mesta olíuverzlunina hér á landi, muni skila hluthöfum sínum 30% í arð. Ekki er vitað hvort þessi staðhæfing þingm. um arðinn er rétt, „en minna mætti gagn gera“. Heyrst hefir þó að olíufélögin hafi tapað allmiklu fé á útlánum til út- vegsmanna, sem orðið hafa gjaldþrota og á öðrum við skuldaskil, hin síðari ’ár. En sé nú þetta rétt, er þingmaðurinn hermir um álagningu og ágóða áminnstra fyrirtækja, þá er ástandið á þessu sviði vægast sagt lítt viðunandi. Það er fullkomlega óviðunandi, ef verzl- un með jafn nauðsynlega vörutegund og olíu, er rekin með svo mikilli álagningu og áminnst grein bendir til. Sala er svo ör á brennsluolíu til fiskiflotans, að spákaup- mennska ætti að vera útilokuð, ef greiðsla er trygg. Það er að sjálfsögðu ekki á valdi ísl. kaupmanna eða útvegsmanna, að ráða verði olíunnar á erlendum markaði. Hins- vegar er innkaup olíunnar og dreifing til neytanda hér, innanlands málefni, og verð- ur fyrst og fremst að skoðast frá hags- munasviði útvegsins. Milliliðirnir, hverjir sem þeir eru, koma þar í annari röð. Verzlun með olíu ætti ekki að þurfa að vera áhættusamari en t. d. verzlun með rúgmjöl eða cement, séu hliðstæðar trygg- ingar fyrir hendi með greiðslu. Nú er olía í vélskipi eins nauðsynlegur hlutur eins og vélin sjálf og veiðarfærin; greiðslutrygging er því óhjákvæmileg. En um leið er fenginn hinn siðferðilegi grund-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.