Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Page 11
VlKINGURINN
11
en heyrnartól getur ekki fylgst með í tón-
unum jafnvel og gott gjallarhorn.
Þeim, sem óvanir eru að byggja mót-
takara, en hafa áhuga fyrir því, er heppi-
legast að byrja með því að byggja krystal-
móttakara. Með því fæst undirstaða fyrir
því að kynnast hvernig hringrás vinnur.
Mynd 1 sýnir hvernig móttakarinn er
tengdur. Spólurnar L1 og L2 eru vafðar á
Etronitpípu, sem er 40 mm. í þvermál og
90 mm. löng. Að ofan eru 75 vafningar úr
0,5 mm. spóluvír með tvöfaldri silkiein-
angrun, en ca. 6 mm. neðar er L1 vafin úr
samskonar vír, en í þeirri spólu eru aðeins
25 vafningar. L1 er loftnetsspólan, en L2
er stillispólan og er hún stillt með 450 sm.
hreyfanlegum þétti. Hæfileg stærð fram-
hliðarplötunnar er 200X160 mm., og aft-
an á hana festist lárétt milliplata 200X
120 mm. I þessar plötur báðar er heppi-
legast að nota 3 mm. Etronit. Á milli-
plötuna er krystallinn m. a. festur, en á
forhliðina er komið fyrir samböndum fyr-
ir loftnet, jörð og heyrnartól. Milli sam-
bandanna fyrir heyrnartólið er lóðaður
blokkondensator C2 1000 cm. Þegar búið
er að tengja við móttakarann loftneti og
jarðsambandi, er hægt að hlusta á hann.
Finnast stöðvar með því að hreyfa þétt-
irinn og jafnframt að færa krystalþráð-
inn til og frá um steininn þar til bezti ár-
angur næst.
Með slíku krystaltæki, sem hér hefir
verið lýst, er hægt að heyra sterkar út-
varpsstöðvar í töluverðri fjarlægð og
skipastöðvar alllangt í burtu eftir stað-
háttum.
Fyrir þá, sem byggja vildu slík tæki, er
gott að hafa mynd 2 til hliðsjónar, en
vegna þeirra, sem vildu taka stærra skref
eða halda lengra áfram, birtist hér mynd
(mynd 3) af einföldum eins lampa mót-
takara. Við byggingu slíks móttakara má
nota sama kassa og notaður var við kryst-
alinn, einnig má nota sama hreyfanlega
þéttirinn og spólan breytist nokkuð, eins
og myndin sýnir.
Að svo stöddu verður ekki gefin nánari
lýsing á slíku tæki, en ef til vill verður það
gert síðar.