Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 1
aðir vóru í þessari atvinnugrein, voru ein- göngu hafðir til nytja, en voru þó bæði ódýnr og sterkir, er skiljanlegt að ekki var verið að leggja neitt skraut eða list í smíði þeirra. Báturinn átti að vera traustur og góður í sjó að leggja. Árin sterk, en láta þó vel að róðri. Sakkan eða vaðsteinninn átti að vera eftir dýpi og straum á þeim stað, sem hún var not- uð, o. s. frv. Þótt margt af þessu væri laglega smíðað og kæmi að fullum notum í starfi, hafði smíði hlutanna sjaldan nokkuð listrænt gildi. En þetta hafði þær afleiðingar, að hlut- unum var ekki haldið til haga, eftir að hætt var að nota þá, jafnvel þótt þeir hefðu eitthvert sögulegt gildi, heldur eyðilagðir eða notaðir til e'inhvers annars. 4) Ég er fæddur og alinn upp á þeim stað, sem sjóróðrar hafa verið stundaðir frá ómuna tíð. En ég man ekki til að ég hafi heyrt neitt talað um gamla muni frá þessari atvinnugrein. Þó voru þar í grennd konungsjarðir, er mikil sjósókn var frá á einokunartímabilinu. Þar hefi ég einungis heyrt talað um að fundist hafi brot af krítarpípum! Fleiri ástæður má færa fram, en hér skal látið staðar numið að sinni. Þegar þetta allt er athugað, er það að mörgu leyti skiljanlegfa, að ekki skuli vera mikið um muni frá eldri tímum frá þessari atvinnugrein. En enda þótt ástandið sé eins og ég hygg það vera — sem þó er tæplega fullrannsakað, því skeð getur að hlutir finnist á ólíldegustu stöðum — er þörfin til að bjarga því sem til er, engu minni, öllu heldur miklu meiri, eins og ég nú vil leitast við að skýra betur. Hvað gerð skípa frá landnámstíð snertir, erum við svo heppnir, að heil skip með öllum útbúnaði hafa verið grafin úr jörðu erlendis, og höfum við líkan af einu slíku skipi á Þjóð- minjasafninu. Breytingar á þeimskipum, meðan fslendingar sjálfir héldu uppi siglingum milli landa, munu ekki hafa verið verulegar. Allt frá 1200 og til vorra daga fengust íslendingar lítið við millilandasiglingar og áttu fá skip til þeirra nota. Er því ekki að vænta að munir finnist úr þeirri grein, fyrr en fslendingar hófu siglingar aftur nú fyrir skemmstu. Öðru gegnir með fiskiveiðarnar. Þær hafa verið stundaðar allt frá þeim tíma, er þessu landi var nafn gefið og það lengstum á opnum fleytum, sem ég hygg að ekki hafi tekið nein- um verulegum breytingum frá Íandnámstíð. En veiðiaðferðum, veiðarfærum og áhöldum hefir verið fjölgað og breytt. Nú eru þessar opnu fleytur að hverfa úr sögunni og með þeim 30. ættlxðurinn og seinasti, sem á þeirn hefir hefir róið. Það má því alls ekki dragast lengur, að síðustu leyfum þessarar atvinnu- greinar verði bjargað frá algerðri gleymsku og glötun. Ennþá er tími ef strax er hafist handa. Það verður að gerast, áður en allir þeir menn, sem stundað hafa veiðar á opnum bát- um, falla úr sögunni, en þeir munu nú vei'a fáir eftir í sumum greinum, t. d. vöðuselaveiðum, hvalveiðum með handskutli o. fl. Annar þáttur fiskveiðanna voru þilskipin, sem mikið voru notuð hér síðastliðna öld og framan af þessai’i. Nú mega þau heita alveg hoi'fin. Þau voru þó merkur þáttur í þjóðlífi voru, ekki aðeins fjárhagslega, heldur iíka andlega, með því að breyta hugsunarhætti þjóðarinnar úr vantrú og barlóm, í trú á auð- lindxr landsins og hafsins í kringum það. Minj- um um þennan þátt atvinnulífsins vei'ður því að halda til haga og ætti að vex-a hægt, því að svo stutt er síðan þilskipin voru við lýði, að söfnun ætti að vera auðveld. Þótt ekki sé langt síðan togarar og vélbátar komu hingað til lands, verður að hafa það hugfast, að við lifum á öld tækninnar og hi’að- ans. Breytingar eru öi'ar. Alltaf er að koma nýtt, sem er betra og fullkomnara því gamla. Það verður því að haf a vakandi auga á að ekk- ert mai'kvert glatist, til þess að sýna megi sem eðlilegasta framþi'óun. Þótt ekki sé langt síð- an þessi veiðiskip komu til landsins, vantar okkur marga sögulega muni, t. d. fyrstu vélina. Lítið eða ekkert er til af fyi'sta gufubátnum og mér er ókunnugt um hvort nokkuð er til af fyrsta togaranum, Jóni Foi’seta, nema líkan og svo mætti sjálfsagt fleii'a telja. Þessi þáttur at- vinnulífsins má því ekki heldur gleymast, ella er hætt við að eitthvað tapist. Nú sem stendur er t. d. hægt að sýna framþróun loftskeyta- tækja hérlendis frá fyrstu tíð. En hvaða v.issa er fyrir því, að ekki tapist eitthvað, ef ekki er hafist handa strax, þessu til varðveizlu? Ég vona að með því, sem nú hefir verið sagt, hafi verið sýnt fram á, að knýjandi nauðsyn er til þess, að koma á fót sjóminjasafni, er hefði það með höndum að safna öllu því, er þýðingu hefði fyrir annan aðal atvinnuveg 9 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.