Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 2
landsins, bæði í fortíð, nútið og framtíð. Ég er viss um að slíkt safn verður að verðugu metið, ekki sízt þegar tímar líða. Um fyrirkomulag og tilhögun slíks safns má auðvitað deila og læt ég að sinni ekki mitt álti í ljós um það. Þá er að minnast á kostnaðarhliðina og hverjir eiga að hrinda málinu í framkvæmd. Þar sem þjóðin héfir tekið Þjóðminjasafnið á sína arma, mælir öll sanngirni með því, að hún beri og þann kostnað, er stofnun sjóminja- safns og viðhald þess, kynni að hafa í för með sér. Eins og ég hefi þegar drepið á, hafa far- ' mennska og fiskiveiðar borið skarðan hlut frá borði í söfnum muna frá eldri tímum. En það hvorki á eða þarf að vera svo til frambúðar. Þjóðin á nú þegar að sjá sóma.smn í því, að stofnað verði sjóminjasafn. Ég er næstum viss um, að margir, bæði einstaklingar og félög, leggja þar til einhvern skerf. Geta má og þess, að þegar er til ýmislegt er nofhæft væri á slíkt safn, er einstök félög eiga og enginn efi er á því, að frá einstaklingum myndu margir mun- ir koma, er ekki þyrfti að gefa hátt verð fyrir. Það er þegar viðurkennt, að með stofnun sjó- mennskusýningarinnar í Markaðsskálanum í vor, er fulltrúaráð Sjómannadagsins stóð fyrir, er hornsteinninn lagður undir þetta safn. Full- trúaráðið samanstendur af áhugamönnum úr Ölium starfsgreinum sjómennskunnar. Þessir menn hafa þegar sýnt elju og dugnað þessu máli til framdráttar og með aðstoð þessara manna verður málinu bezt borgið. Það má einnig geta þess, að nú þegar á sjómannadag- urinn þó nokkra muni í hið væntanlega safn. Að endmgu vil ég svo beina þeirri ósk til ^ allra landsmanna, en þó sérstaklega til þeirra, er við sjó búa eða veiðar stunda, að þeir haldi saman öllum munum er þýðingu gætu haft fyrir væntanlegt sjóminjasafn. Vil ég telja upp nokkra muni sem dæmi um, hvað til greina getur komið: Líkön af skipum, veiðarfærum og stærri munum; hákarlavaðir; sela- og hvalaskutlar með stöng og vað ; sökkur; vaðsteinar; drykkj- arkútar; matarskrínur; slorskrínur, beitu- stokkar; árar; austurtrog; lóðastokkar; róðr- arbönd; seilanálar; uppburðarkrókar; ýsu- klórur; burðarólar; netanálar; taumarokkar og færarokkar með því, sem þeim fylgir; sjó- klæði; sjósokkar; roðskinnsskór; vaðbeygjur; hnífar; ífærur; hnallar; bitafjalir; dufl; stjór- ar o. fl. o. fl. Skal hér nú látið staðar numið með þeirri ósk, að mál þetta nái sem beztum og skjótust- i um framgangi. Þorgr. Sveinsson. hafði mikla ánægju af hnefaleik yíirboðara síns. Hann þekkti Pottle skipstjóra og hafði illan grun um, að eitthvað væri frásögnin kannske ýkt, en hann lét sig það engu skipta. Hitt skipti mestu máli, að skipstjóri var kominn í sólskinsskap. „Laglega gert — fallegt högg!“ hrópaði Lawton með hæfilegum millibilum. Að lokum rakst skipstjóri á hægindastól sinn, datt lafmóður ofan í hann og þurrkaði svitann af enni sér. „Já“, másaði hann, „ég býst við að þessi bölvaður Smith af skemmtiferðaskipinu sé hálf-báglega á sig kominn núna“. „Já, ég gæti trúað því------— En þarna kemur umboðsmaðurinn“. „O, hver fjandinn", tautaði skipstjóri, en sagði svo við umboðsmanninn: „Ég var svo óheppinn í gærkvöldi að reka mig svona illilega á“. Umboðsmaðurinn lét í ljós hluttekningu sína og skýrði frá erindinu. „Hinn nýi forstjóri félagsins mun koma hingað í heimsókn eftir klukkutíma, skipstjóri“. „Nýr forstjóri", sagði skipstjóri og gretti sig. „Hver er sá, og hvað hefir hann hér að gera?“ „Hann heitir Smith og er hér með skemmtiferða- skipi“, sagði umboðsmaðui’inn. VÍKINGUR „Smith!! Á skemmtiferðr.skipi!“ öskraði skipstjóri og stökk upp úr stólnum. „Kemur eftir klukkutíma, sögðuð þér“, spurði stýri- maður, og reyndi að di'aga athygli uixiboðsmannsins fi'á ofboði skipstjói-ans. „Já“, svai'aði umboðsmaður. „Hann vill fá að koma aleinn um borð — vill koma á óvænt eða þessháttar, segir hann“. Hann kvaddi, og skipstjóri góndi aumkunai'lega á stýiúmann sinn. „Koma á óvænt“, hreytti hann út úr sér. „Að hverj- um fjandanum ei'uð þér að glotta, stýrimaður? Finnst yður ánægjulegt, að ég skuli hafa gefið forstjóranum á kjaftinn?“ „Satt að segja var ég að hugsa um, hvoi't þetta með brotna nefið og glóðaraugað væri ekki kannske dálítið orðum aukið“, sagði stýrimaður. „Ætli hann kænni svona á sig kominn----------?“' Skipstjói’i leit heiftai'lega á stýrimann: „Nú, já, já! Þér trúið ekki því, sem ég var að segja áðan“, sagði hann i ýski'andi vonzku. Stýrimaður þagði — hæversklega. „En hvern sjálfan-------á ég að gera, þegar þetta mannkerti kemur um borð? Hann hlýtur að þekkja FRH. Á BLS.14. 10

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.