Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 7
Hjalti Jónsson er fæddur 15. apríl 1869, að Fossi í Mýrdal. Byrjaði hann að stunda sjó- róðra í Vík í Mýrdal veturinn áður en hann fermdist. Átti hann þá heima í Kerlingardal og þurfti hann að ganga alllanga leið til vinnu. Auk vinnu gekk Hjalti til prestsins til þess að búa sig undir fermingu. Hjalti fluttist til Vest- mannaeyja 1888 og varð formaður þar 1898. Árið 1895 varð hann formaður í Kirkjuvogi í Höfnum. 1898 var hann þrjá mánuði á segl- skútu frá Reykjavík, en fór í Stýrimannaskól- ann um veturinn. Varð hann fá undanþágu, því að siglingatíminn var of stuttur. Einnig fékk hann undanþágu til þess að fá að taka próf, en sama dag og prófinu lauk, var hann ráðinn skipstjóri. Var það á „Palmen“, kútter frá Reykjavík, en skipstjóri sá, sem áður var á „Palmen“, var nýlátinn. Hjalti hafði aldrei verið stýrimaður og varð hann að fá undan- þágu til þess að mega sigla, bæði hjá stjórnar- völdunum og þilskipaábyrgðarfélagi Faxaflóa. Á „Palmen“ var Hjalti skipstjóri í tvö ár, 1899 og 1900. Þá fékk hann skip frá Englandi og var það kútter, er „Swift“ hét. Á „Swift“ var Hjalti til haustsins 1906. Átti þá að byggja undir hann stóran og vandaðan kútter í Dan- mörku, en á síðustu stundu neitaði Hjalti að skrifa undir samningana um smíði skipsins. Hóf hann þá hlutafjársöfnun í því skyni að festa kaup á togara. Fór hann til Englands og n keypti í Hull togarann „Marz“. „Coot“ nefnd- ist fyrsti togari, sem kom hingað til lands, en hann strandaði eftir mjög skamman tíma. „Jón Forseti“, sem kom í janúar 1907, er almennt talinn fyrsti íslenzki torgarinn, en „Marz“ kom í marzbyrjun 1907 og er því annar ís- lenzki botnvörpungurinn. Hjalti var skipstjóri á „Marz“ til hausts 1910. Aflaði hann alltaf mjög vel og fékk hann alltaf mjög stóran fisk. Um haustið 1910 fer Iíjalti og sækir „Lord Nelson“ og er sagt frá þeirri för hér á öðrum stað í blaðinu. Varð Hjalti síðan skipstjóri á honum. Seint á árinu 1911 sigldi enskur togari á „Lord Nelson“ og sökk hann á fáum mínút- um. Enski togarinn sigldi burt, en „Marz“ var skammt undan og bjargaði hann áhöfninni af „Lord Nelson“. „Lord Nelson“ fékkst að fullu borgaður, því ásiglingin var sök enska tog- arans að öllu leyti. Hjalti lét síðan smíða tog- ara í Englandi og var því lokið seint á sumri 1912. Sá hlaut nafnið „Apríl“. Á meðan á smíðinni stóð, hafði Hjalti enskt skip á leigu, „A. G.“ að nafni, og fiskaði ágætlega að venju. Þegar „Apríl“ kom, tók Hjalti við hon- um og var á honum til 1914. Þá fannst honum hann vera farinn að bila í fótum og vildi hætta áður en hann drægist aftur úr. Eftir það fékkst Hjalti við ýms störf, umsjónarmaður skipabygginga, hafði síldarsöltunarstöð á Siglufirði o. fl„ en árið 1921 varð hann fram- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.