Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 8
kvæmdarstjóri h. f. ,,Grótti“, sem átti ,,Menju“. Árin 1924—1930 var Hjalti for- stjóri Kol & Salt og kom þaS fyrirtæki upp kolahegranum, og var smíði hans lokið um mánaðarmótin febr.—marz 1927. Hjalti hef- ir starfað við Kol & Salt allt til 1938. Hefir hann farið í erindum fyrirtækisins ýmsar ferð- ir, meðal annars til Miðjarðarhafslandanna. Hjalti varð riddari Fálkaorðunnar 1921. Pólskur konsúll 1930 og riddari af Dannebrog 1930. Hér hefir verið stiklað á helztu áföngum í æfi Hjalta Jónssonar, en eins og menn sjá, er hún bæði löng og viðburðarík. Hjalti er einn af þeim, sem brautina ruddu, þegar íslenzka þjóðin var að réttast úr kút einokunartíma- bilsins að fullu. En líkamleg hreysti Hjalta hefir ekki verið minni en dugnaður hans á öðrum sviðum og eru bjargferðir hans t. d. alkunnar. Þegar Guðm. G. Hagalín, rithöfundur, hafði lokið hinni stórmerku bók „Virkir dagar“, kom honum til hugar að skrá sögu einhvers Sunnlendings, sem hefði farið aðrar leiðir, en lýst er í „Virkum dögum“. Færði Guðmundur Hagalín þetta í tal við próf. Sigurð Nordal, og benti hann þegar á Hjalta Jónsson. Árið 1938 hófst svo söguritunin eftir frásögn Hjalta sjálfs, og er bókin nú fullprentuð og aðeins ókomin á bókamarkaðinn. Próf. Sigurður Nor- dal ritar ágætan og skemmtilegan formála fyrir bókinni. Bókin er tvö bindi í Skírnis- broti, 280+260 bls. með myndum. Útgefandi er ísafoldarprentsmiðja h.f. Guðm. G. Hagalín er eini íslenzki rithöf- undurinn, sem hefir verulega skýrt og lýst lífi íslenzkra sjómanna og kjörum og leyst það hlutverk af hendi með prýði. Fyrir það á hann skilið þakkir allra Islendinga, sem vilja vita um og taka þátt í kjörum íslenzkrar sjó- mannastéttar. Lawton beygði sig niður og þóttist vera að hnýta skóreimina sína og varnaði þannig Stnith að komast út úr káetunni, en kallaði jafnframt hárri raustu til annars stýrimanns: „Herra Smith ætlar að fara í eftirlitsferð um skipið“. Annar stýrimaður tók viðbragð og dró skipstjórann burtu úr augsýn. „Þar skall hurð nærri hælum“, hugsaði Lawton um leið og þeir hófu göngu sína um skipið. Hann fór með Smith aftur á og vonaði, að annar stýrimaður gæti falið skipstjóra einhvers staðar á meðan. „Nú vildi ég gjarna fá að tala við einhverja af yfir- mönnunum“, sagði hr. Smith. „Gjörið svo vel, herra“, sagði Lawton og stefndi til káetu 1. vélstjóra. Herra Smith stóð þar og masaði drykklanga stund, meðan gamli vélstjórinn klóraði sér bak við eyrað og braut heilann um, hvern skollann 1. stýrimaður væri að gera í fötunum skipstjórans. Lawton sá út undan sér, að 2. stýrimaður var að læðast aftan að honum. „Einhver ný vandræði á ferð- inni“. hugsaði hann. „f guðs nafni komið ekki nálægt yðar káetu“, hvísl- aði 2. stýrimaður æstur. „Sá gamli er þar að troða sér í einkennisfötin yðar. Sagði, að það mundi verða skárst“. Enn lá Lawton við yfirliði. Annaðhvort var sá gamli orðinn alveg kolvitlaus, eða — eða hann hagaði sér svona að yfirlögðu ráði, sá herjans þrjótur! Eins og í draumi heyrði hann hina myndugu rödd forstjórans: „Nú þætti mér gaman að fá að spjalla ofurlítið við þennan dásamlega 1. stýrimann yðar!“ Lawton ætlaði að fara að stynja upp sögunni um, að stýrimaður væri í landi í embættiserindum. En hann gat ehgu orði upp lcomið. Enda var það þýðingarlaust, því að herra Smith var þegar á leiðinni að káetu 1. stýrimanns, og barði þar harkalega að dyrum. Hálf- kæfð rödd heyrðist svara: Kom inn. Lawton gægðist yfir öxlina á Smith forstjóra------- og hvílík sjón! f fjarsta enda káetunnar stóð Pottle skipstjóri og laut niður að skrifborðinu. Baðhandklæði Lawtons var vandlega vafið um höfuð skipstjórans og huldi hið dýrlega glóðarauga. „Ég er önnum kafinn í helv. . . . farmskránum", muldraði hann. „Ég verð að fá þær í lag sem fyrst“. Það var svo drephlægilegt að sjá skipstjórann svona á sig kominn, að Lawton hefði skellt upp úr undir flestum öðrum kringumstæðum. En nú varð hann að bíta á vörina. ,.Ég heyri margt sagt um yðar ágætu hæfileika, stýri- maður góður“, sagði herra Smith. „En lofið mér nú að siá framan í yður, maður — og gerið svo vel að taka af vður vefjarhöttinn!“ Lawton stundi við af gremju og bræði. Nú var allt upp í loft — og stýrimannsferli hans lokið. Hann horfði sjólega á, hvernig skipstjóri tók ofan höfuð- búnað sinn. Hann bjóst við öllu þvi versta, þegar þess- •ir erkiféndur stæðu nú grímulausir augliti til auglitis. En það fór á annan veg. Pottle skipstjóri starði — góndi — einblíndi, aug- sýnilega grallaralaus. En Smith brosti ■—■ í fyrsta sinn eftir að hann kom um borð! — og þaut að Pottle með framrétta hönd. „Sannarlega voruð það þér, sem lúskruðuð á þess- um hund-andstyggilega nafna mínum af skemmtiferða- skininu í gær! Má ég taka í hendina á yður, herra minn — þessi Smith hefir verið sannkölluð plága á okk- FRH. Á BLS. 28.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.