Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 5
sönn, því að í blöðunum voru birtar myndir af honum, eins og beir fundu hann, nær fátalaus- an og aðeins í hnéháum stígvélum; höfðu fötin sennilega sviðnað utan af honum. Sögðu báts- verjar hafnsögubátsins, að mörg skip, er voru á leið inn fjörðinn, hefðu orðið fyrir skemmd- um, sem og síðar kom í ljós, er við sáum það með eigin augum. Ennfremur að bærinn væri að brenna af orsökum þessarar sprengingar og væri því fyrirboðið öllum skipum að sigla inn á höfnina. Það er skemmst frá því að segja, að þarna fengum við að dúsa, þar til á 4. degi, að okkur var loks, ásamt öðrum skipum, er safnast höfðu þarna á tímabilinu, leyft að haida inn á höfn- ina. Skal nú sagt frá því stuttlega, er skeði hjá okkur á því tímabili, er við lágum þarna við Devil Isle. Fvrstu nóttina gerðist ekkert markvert, ann- að en það, að við sáum allt af brunann eða eld- bjarmann upn af Halifax og svo það, að skip- unum var alltaf að fjölga í kring um okkur. Næsta dag tók að hvessa af suðri og gekk síð- ar í SV. með hríð. Var rokið orðið svo mikið um kvöldið, að búið var að gefa út alla þá keðju, er við höfðum og fór skinið að láta illa fyrir akkerum, þar eð siórinn jókst. Er leið á nóttina, fóru að koma rekaís-flákar, er senni- lega höfðu komið niður St. Lawrensfljótið og gerðu þeir mönnum miög óvært í rúmum sín- um. er þeir rákust á skinshliðina í viðbót við lætin í storminum. Var eftir miðnættið komið ofsaveður og var siglt fram á keðiurnar alla nóttina. Skinin, er í kring um okkur lágu, voru mörg farin að reka og skutu rakettum í ákafa, þar eð þau voru að reka hvert á annað og sum rak í land. Var þetta mjög óskemmtileg nótt. Til skvringar því, að Lagarfoss hékk en flest hin ráku. má geta þess. að Lagarfoss. sem og öll íslenzku verzlunarskipin, hafa stór og góð akkeri og sverar keðiur, en ameríkönsk skip hafa frekar veikar keðjur og lítil akkeri, eða svo var það á þessum tíma. Um morguninn lægði veðrið og var þá all- ófrýnilegt um að litast. 4 af skipunum, sem höfðu legið hjá okkur kvöldið áður, voru komin upn á land, en flest hin voru farin til hafs, þar eð þau höfðu misst akkerin. Eftir þetta bar ekkert mai'kvert til tíðinda, nema hvað við sáum alltaf eldana loga í Hali- fax, þar til á 4. degi, að við fengunr að halda inn á höfnina. Gaf þá á að Hta víðs^egar á ferðinni upp undir bæinn sokkin skip, með möstur og reykháfa upp úr og önnur, er mist höfðu reykháfana við loftþrýstinginn, er var samfara sprengingunni. Voru þarna 8 skip, er ýmist voru gjöreyðilögð, eða ósjófær í bili af völdum sprengingarinnar. Áð lokum sáum við annað skipsflakið, er orðið hafði fyrir ásigling- unni. Var það af benzínskipinu. Var ekkert eftir af því, nema járnhólkurinn, er hafði runn- ið á land og höfðu allir farizt af því skipi, eins og áður er sagt, nema þeir, sem köstuðu sér í sjóinn og af hinu allir nema stýrimaðurinn, sem fannst uppi í skógi. Það hafði sprungið og sokkið. Mátti sjá að eldarnir loguðu enn, þótt ekki væru mikil brögð að því, þar eð veður var kyrrt. Var hörmulegt á að líta öll þessi sokknu og skemmdu skip og svo síðast en ekki sízt það, að þriðjungur Halifaxborgar var brunn- inn. Sögðu blöðin, er við fengum þau, að yfir 20 þús. manna væru heimilislausir og mjög margir höfðu farizt, bæði við sprenginguna og af völdum brunans, þegar húsin hrundu og því um líkt. Voru ófagrar sögur sagðar í blöð- unum af ástandinu í borginni. Foreldrar gengu hálfsturlaðir um göturnar og leituðu barna sinna, sem höfðu týnzt eða farizt í eldsvoðan- um. Börn, hungruð og grátandi, er misst höfðu foreldra sína, gengu um göturnar í stórum hóp- um. Ekki voru það þó einungis slíkar sögur, sem þar sáust; þar voru einnig sögur um hetju- 13 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.