Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 11
hendi, annar en að láta skipið renna beint und- an vindi, hvað sem við tæki. Gáfu þá márgir skipverjar frá sér alla lífsvon og lögðust al- klæddir fyrir í lúkarinn. Voru síðast einir fjór- ir á þilfari. Skipstjórinn, Jens Jóhannesson, sem aldrei missti kjarkinn, Guðbjartur Guð- brandsson frá Fjallaskaga í Dýrafirði (oftast nefndur Skaga-Bjartur), Hannes Geirsson, nú á Suðureyri í Súgandafirði og ég. Stóðum við í hnapp aftur á þilfarinu. Jens skipstjóri segir þá við þann næsta, sem ég held að hafi verið Skaga-Bjartur, að verst af öllu sé að þurfa að drepast tóbakslaus. Hafði skipstjóri verið lengi við stjórn, en var munn- tóbaksmaður mikill. Ég varð áskynja um sam- talið og gef þeim Hannesi og Bjarti merki um, að við skulum þokast að lestinni og reyna að ná í munntóbak, og skyldu þeir félagar halda vörð og skella lúkunni yfir í snatri, ef sjór bryti yfir. Ég snaraðist niður í lestina, braut fyrsta koff- ortslokið, sem fyrir varð, með stígvélahælnum, og hitti á tveggja punda munntóbaksstykki, er ég þreifaði niður í koffortið. Stakk ég því í barm minn og snaraðist upp aftur. Er við höfð- um lokað lestinni og komizt aftur á, rakti ég upp endann á tóbaksstykkinu og lét hvern bíta í, sem vildi. Varð skipstjórinn undrandi, er við komum með tóbakið og sagði: „Þetta hefði ég aldrei leyft ykkur“. Svona hraktist skipið þangað til á mánudags- morgun. Vissum við þá ekki fyrr en kolblár sjór fossaði inn í skipið og bað stóð kyrrt. Voru bá allir hásetar kallaðir á bilfar og farið að reyna að koma út skipsbátnum, sem var bæði stór og öflugur. Gekk það illa, sökum sjógangs, en tókst þó að lokum. Það atvik kom fyrir, þeg- ar sjórinn slengdi skipsbátnum í fang okkar, að ég varð fyrir honum og meiddist mikið. Þegar flestir háseta voru komnir í skipsbát- inn, segir skipstjóri að sér byki verst að ná ekki í dagbók skipsins. Stökk ég þá gegn um' „skæ- lettið“ ofan í káetu. Náði ég í dagbókina og brennivínskútinn. Kastaði ég kútnum upp á þiljur, en stakk bókinni í barminn, og stóð ég þá í sjó upp undir hendur. Þurfti margur að hressa sig á kútnum, er í land kom. Skipverjar komust allir í skipsbátinn. Ætluð- um við að reyna að komast fram fyrir skipið, en það tókst ekki, þó að tveir væru um hverja ár, og róðurinn væri þreyttur af kappi. Eftir að þetta hafði verið reynt árangurslaust um stund, skipaði skipstjóri að láta síga aftur með skipinu. Varð þar fljótt lygnt og sjólítið. Héld- um við skammt áfram, þar til við lentum í sand- vík einni, heilu og höldnu. Þegar við vorum komnir í land, segir einn skipverja, að hann þeki hvar við séum komnir. Þetta sé Norðurey, eign Árna kaupmanns Sveinssonar á Isafirði. eyðiey frá Brokey. Segir hann að komast megi til heimaeyjarinnar um fjöru. Treysti hann sér til þess, því að hann sé kunnugur á þessum slóð- um. Leggur hásetinn, sem Rögnvaldur hét, síðan af stað, ásamt tveimur unglingspiltum, sem með okkur voru. Vildi svo heppilega til, að þegar Rögnvaldur kom á eyjartangann, næst Brokey, var Vigfús Hjaltalín bóndi niður við sjó að dytta að bátum sínum. Heyrði hann hó þeirra félaga, og sótti þá strax og síðan okkur hina. Varð hann að fara margar ferðir, því að fleytan var lítil. Stóð flutningurinn til klukkan fimm, aðfaranótt miðvikudags. Voru margir ærið þrekaðir, en verst var ég þó leikinn sökum meiðsla þeirra, er ég fékk af skipsbátnum. Varð að rista af mér buxur og stígvél. I Brokey vorum við skipverjar í viku við höfð- inglegt atlæti. Kom þá Bjarni skipstjóri, bróð- ir Jens, til Brokeyjar að sækja okkur. Hafði Bjarni gert út 10 báta, til þess að leita okkar í öllum Breiðafjarðareyjum, er á leið okkar voru. Öttaðist Bjarni að við myndum hafa lent í eyðieyjum, og værum dauðir úr hungri og kulda Varð mikill fagnaðarfundur þeirra bi'æðra í Brokey, er Bjarni vissi að allir skip- verjar héldu lífi. Flutti Bjarni okkur síðan til Stykkishólms. f Stykkishólmi vorum við í þrjár vikur. Var bar þá ekkert gistihús, svo að skipverjar urðu að koma sér víðsvegar fyrir, fyrst í stað. Lárus H. Bjarnason var þá nýorðinn sýslumaður í Snæ- fellsnessýslu. Var leitað til hans um útvegun á aðhlynningu og gistingu fyrir okkar. Hélt Lárus þá sjórétt og að bví loknu fékk hann skip- verjum vistir. Var beim flestum komið fyrir hjá Möller lyfsala. Ég fór strax til frænku minn- ar, Sigríðar Ólafsdóttur og manns hennar, Gunnlaugs Halldórssonar. Var ég þar sem í for- 19 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.