Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Page 4
sér það, að hafa ekki við alsvortum, enskum koladalli. Auðvitað gerðu vesalings kyndar- arnir allt, sem þeir gátu, en kolin voru herfi- leg og var þetta því ekki þeim að kenna. Til þess að gera söguna styttri, þá komum við rúmlega hálfum tíma á eftir honum að hafnsögubátnum og hefir það sennilega orðið til þess að við héldum lífi og limum, því að Lagarfoss hafði, eins og áður er sagt, mikið af benzíni á þilfari og skotfærum og sprengi- efni á milliþilfari, sem þá var flutt nokkuð mikið af til íslands og hefði það verið nóg til þess að skipið hefði sprungið af loftþrýstingn- um, ef það hefði verið komið inn í höfnina með þann farm, því að þannig fór fyrir flestum skipum, er voru lengra komin, eða lágu á höfninni og líkt var ástatt um. Til marks um það, hve loftþrýstingurinn var mikill, skal þess getið, að þótt við værum 7 mílur frá staðnum, þar sem sprengingin varð, brotnuðu rúður hjá okkur á háþilfari, og menn féllu á þilfarinu, skipið nötraði og sótflyksurnar þeyttust um allt skip úr reykháfnum, hafnsögumaðurinn missti málið í bili. Ætlaði að fara að gefa skipanir um siglingu upp til Halifax, en þegar hann fékk málið aftur, var það fyrsta, sem hann sagði: ,,Eru nú“, svo sem hann á- kvað, — „Þjóðverjarnir komnir í land til okk- ar?“, því að það leit þannig út frá okkur, eins og sprengingin hefði orðið í skóginum innan við Halifax. Það var því sama sagan þá, eins og nú, að allt sem ekki var eins og það átti að vera, eða ef eitthvað stórt kom fyrir, þá var Þjóðverjum kennt um það. Til þess enn frekar að undirstrika hve óg- urleg þessi sprenging var, má geta þess, að spítalaskip, sem var statt 50 sjómílur undan landi, heyrði hana og kom beint til Halifax, til þess að veita aðstoð, ef á þyrfti að halda. Frá okkur leit þetta þannig út, að eftir að drunui’nar og loftþrýstingurinn rénaði, þá sást fyrst geysi- leg reykjarsvæla, grá að lit, er virtist veltast upp á við í fleiri hundruð metra hæð, einna líkast því að skýin væru að endurkastast frá jörðinni með feikna afli. Að lokum fór reyk- urinn nokkuð að greiðast í sundur og sáust þá logandi ^eldtungur út úr reykjarmekkinum. Var þá einn borgarhluti Halifaxborgar byrjað- ur að brenna. Einnig hafði kviknað í mörgum skipum og hafnarvirkjum. Skömmu eftir að sprengingin var liðin hjá, VÍKINGUR utan við innsiglinguna norðanverða. Var þetta gert samkvæmt fyrirmælum hafnsögumanns- ins, því ekki var enn upplýst, hvað hefði valdið sprengingunni, eða hverjar skemmdir hefðu orðið af völdum hennar og var því ekki vitað, hvort leyft yrði að sigla inn á höfnina fyr en síðar. Reyndist þetta rétt gert, því að skömmu síðar komu boð með hafnsögubátnum um að engum skipum yrði leyft að fara inn á höfn- ina fyrst um sinn og skyldu þvi öll skip leggj- ast þar, er við lágum, þar til fyrirmæli kæmu um að höfnin yrði opnuð aftur. Var okkur jafn- framt sagt, að sprengingin hefði orðið af þeim sökum, sem áður er greint. Voru bæði skipin á leið til bandamanna. Var skiljanlegt, er skip með slíkan farm rákust á, að eitthvað sögu- legt hlyti að gerast, enda var það svo, eftir því sem blöðin í Halifax sögðu, að engir kom- ust lífs af á benzínskipinu, nema þeir sem voru nógu fljótir að kasta sér fyrir borð, er þeir sáu hvað verða vildi. Allir fórust á skot- færaskipinu, nema stýrimaður sá, er var á stjórnpalli. Hann fannst síðar nær allsnak- inn uppi í landi, ca. 6 km. frá þeim stað, er sprengingin varð og hafði stjórnpallurinn blátt áfram flogið með hann þangað. Þótt þetta sé ekki trúleg saga, mun hún samt vera var varpað akkerum við Devil Isle, sem er eyja 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.