Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 12
Stutt leiðrétting Herra erindreka, Kristjáni Jónssyni frá Garð- stöðum, hefir mislíkað það, að ég ritaði smá grein til hans í septemberblað Víkings. Ég lét þar í ljós þá skoðun, að það væri næsta óviðfeldið er fulltrúar sjómanna litu hornauga til nýrra um- bótahreyfinga, er upp kæmu innan sjómanna- stéttarinnar, og jafnvel lýstu því yfir opinber- lega, að þær ættu næsta lítinn tilverurétt, sbr. grein hans í Ægi, 8. tbl. þ. á. Til þess að kveða niður þessa skoðun mína, ritar K. J. langa grein í bændablaðið „Tímann" 16. f. m., er hann kallar „Um Fiskifélagið og fyrirkomulag þess“. Finnst mér þessi flutningur hans milli blaða dálítið einkennilegur. Hyggst erindrekinn, með aðstoð bændablaðsins, að ná til fleiri sjómanna og útgerðarmanna, því að það eru þeir, fyrst og fremst, er hafa áhuga fyrir Fiskifélaginu og málum þess, eða vildi Ægir ekki hýsa þessa síð- ustu „framleiðslu“ hans? En ekki meira um það. Af því að K. J. hefir alveg misskilið grein mína, verð ég að biðja „Víking“ aftur fyrir örstutta athugasemd. Ég hélt því fram, að það kæmi úr hörðustu átt, er starfsmenn Fiskifélagsins sýndu hinu ný- stofnaða Farmanna- og fiskimannasambandi andúð, með því að lýsa því yfir í málgagni fé- lagsins, að það ætti ekkert erindi á vettvang fiskveiðimanna, vitandi þó, að langflestir stuðn- ingsmenn þess, eru starfandi fiskimenn. Þetta skilur K. J. á þá leið, að ég sé að ávíta hann fyrir bersögli hans um kyrrstöðu Fiskifélagsins. En því fer fjarri. Við erum þar nokkurn veginn sammála. En einmitt vegna þess, hvernig ástatt er um félagið, ber starfsmönnum þess að taka fegins hendi hverri umbótaviðleitni sem fram kemur meðal sjómanna og útgerðarmanna, reyna að hagnýta þær fyrir félagið, en ekki sýna þeim andúð eins og hér átti sér stað. Þá spyr K. J. hvort mér detti í hug, að Farmanna- og fiskimannasambandið geti öðlast skilyrði á við Fiskifélagið, til framdráttar fiskimönnum, með þeim fjárráðum sem það nú hefir, hvað þá, ef þau verði aukin. Og telur síðan upp ýmislegt í því sambandi. Ég vil, á þessu stigi málsins, engu spá um það, hve mikil áhrif F. F. S. I. getur fengið á útvegsmál þegar fram líða stundir. Það er enn sem barn í reifum, sem lítt hefir látið á sér bera. En það skal telcið fram, að því fer fjarri, að sambandinu sé stefnt gegn Fiskifélag- inu. Aðsóknir þær, sem K. J. hefir orðið fyrir við lestur „Víkings", munu svipaðs eðlis og hjá hinum fræga presti þar vestra fyrir mörgum ár- um. Nei, sambandsfélagar hafa enga löngun til bess að rýra Fiskifélagið, þvert á móti, þeir hafa allmikla löngun til þess að koma í það nýju fjöri eldra höndum, en. varð að liggja rúmfastur í tvær vikur. Eftir þrjár vikur komumst við loks til Isa- fjarðar með Vestu gömlu. Ekkert vissi eigandi skipsins um strand þess, fyrr en við komum. Á því tímabili var hvorki um síma né póstferðir að ræða. Eftir þetta fór ég fyrst nokkra róðra, sinn með hverjum, en réðist síðan sem stýriipaður á Gunnar, eign Ásgeirsverzlunar, með Sturla Fr. Jónssyni skipstjóra. öflúðum við vel um sumarið. Varð þénustan góð og rættist betur úr en á horfðist. VÍKINCUE 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.