Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Qupperneq 1
STÓfTlRHHRBLRÐIÐ UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N AS A M B AN D ÍSLANDS II. árg., 3.—.4 tbl. Reykjavík, febrúar 1940 Málgagn sjómanna Blöðin. Það má með sanni segja, að blaða- og bóka- útgáfa hjá oss íslendingum sé með afbrigðum mikil, þegar tekið er tillit til þess, hve þjóðin raunverulega er fámenn í stóru landi. Stjórn- málaflokkarnir í landinu eiga sín málgögn, sem mestmegnis ræða hin opinberu mál, er varða stjórnarfarsleg og pólitisk málefni, en nú er svo komið, að nærri hver stétt í landinu, félög og jafnvel einstakar stofnanir hafa talið það nauðsynlegt að eiga sitt sérstaka málgagn — málum sínum til framdráttar og stuðnings. Sjómannastéttin, sem svo mjög kemur við líf og hag þjóðar vorrar, sat lengi vel hjá í þessum efnum, o-g fulltrúar hennar, sem drápu niður penna í baráttu fyrir málefnum sjó- farenda, áttu þá ekki annan vettvang að flýja á með greinar sínar, en blöð hinna póli- tísku flokka. — Það blað, sem að vísu var til og1 ræddi mál sjávarútvegsins, gat ekki fullnægt kröfum sjómanna í þessum efn- um — fyrst og fremst vegna þess, að það var lítið útbreytt — átti of fáa lesendur og efni þess með þeim hætti, að sjómenn gátu ekki fundið þar viðunandi'stað greinum sínum. Fyrir rúmum tveim árum síðan var horfið að því að helga einn dag ársiiis sjómannastétt- inni, starfi hennar og lífi í baráttunni við hinn úfna sæ, og þeim kröfum, sem hún legg- ur fram þjóð vorri til framgangs og blessunar. I sambandi við þennan dag ,,Sjómannadaginn“ fundu sjómenn sig réttilega knúða til blaða- útgáfu, og þegar frá leið varð þeim ljóst, að hér dugði ekki að leggja árar í bát, heldur varð það sýnilegt, að sjómenn, ekki síður en aðrar stéttir landsíns, þurftu að eiga sitt mál- gagn og á þann hátt skapa sér hinn sanna og rétta vettvang fyrir hin mcrgu málefni sín. í þessum efnum hefir á síðasta ári „sjón orðið sögu ríkari“, þar sem blaðakostur sjómanna nú er sennilega orðinn meiri en nokkrar ann- arar stéttar í þjóðfélaginu með útgáfu ,,Vík- ings“, „Sjómannsins“ og „Ægis“, sem þó, gagnvaírt htnum blöðunum, stendur höllum fæti sem málgagn sjómanna. Að vísu er ekki nema gott eitt um það að segja, að vegur sjó- manna á þessu sviði sé orðinn breiður og auð- farinn, en „vandi fylgri vegsemd hverri“ og þeir, sem bera hag sjómanna fyrir brjósti í þessum efnum sem öðrum, ættu vissulega að athuga það gaumgæfilega, hvort ekki er hægt að koma betra skipulagi á blaðakost sjómanna en nú er. Dreifing kraftanna. Víkingurinn vill ræða þetta mál við sjómenn án allrar hlutdrægni, og út frá sjónarmiði því, sem hann álítur sannast og bezt fyrir hag allra sjómanna. En hann vill strax í þessu sam- bandi mótmæla óverðugum köpuryrðum í síð- asta tölubl. Ægis, sem áreiðanlega fá engan

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.