Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 2
hljómgrunn í hjörtum sjómanna, og benda höfundi þeirra á, að lesa blöð sjómanna á annan hátt, en þann, sem hann hingað til hefir gert, áður en hann fellir yfir -þeim ranga for- sendulausa dóma. Það mun honum og Ægi fyr- ir beztu. Það fer ekki hjá því, að sú spurning vakni, hvort sjómannastéttin íslenzka sé svo öflug, að hún geti staðizt straum af útgáfu tveggja myndarlegra blaða? Að baki öðru þeirrastend- ur fjölmennt og öflugt samb. farmanna og fiskimanna, en að baki hinu félag stýrimanna. Telja má fullvíst, að bæði blöðin í framtíð- inni muni standa fast um öll hagsmunamál sjómanna og ekki berjast innbyrðis. Víking- urinn telur slíkt ekki farsælt í baráttu sjó- manna. En ekki fer hjá því að álykta, að öll skynsemi mæli með því, að félagasamtök sjómanna yfirleitt og sambönd beri gæfu til að sameinast um eitt málgagn, sem stendur öruggum og föstum fótum — bæði hið innra og ytra. Er margt, sem styður þetta álit. Það er nauðsynlegt sjómönnunum að sam- stilla krafta sína til baráttu fyrir hagsmuna- málum sínum. Dreifing kraftar er spilling í hverri mynd, sem hún kemur fram. Þó að ef til vill slíkt myndi ekki gæta hið innra á milli hinna tveggja blaða — sem þó að ýmsu leyti myndi erfitt að komast hjá, hvað fjölbreytni efnis snertir — þá er óhjákvæmileg barátta hið ytra — bæði með tilliti til kaupenda blað- anna, svo og, hvað viðvíkur auglýsingum, þar sem bæði blöðin myndu í því efni keppa á sama markaði. Ii því kæmi ekki eingöngu fram dreifing krafta þeirra, sem vilja vinna að hagsmunum sjómanna, heldur beinlínis and- stæður, sem eftir öllum eðlilegum sólarmerkj- um ættu að standa saman. Slíkt myndi verða til tjóns báðum aðilum, um leið og hið gagn- stæða yrði til hins bezta. Sundrungin leiðir til falls — sameiningin til sigurs. Hlutverk sjómannablaðs. Hlutverk sjómannablaðs er vitanlega ákaf- lega mikið og fjölbreytt. Á síðum þess er vett- vangur sjómanna til að ræða áhugamál sín og stéttar sinnar. Þar með er alls ekki sagt að þeir, sem í blaðið rita, eigi ætíð að vera sam mála um mál sjómanna. Rökstuddar álykt- anir eiga að koma þar fram án tillits til þess, hvort þær, ef til vill, stynga í stúf við skoðanir og álit annarra en greinarhöf tndarins. Á þess- um vettvangi eiga sjómenn og unnendur þeirra að deila, vega og meta og ræða það, sem þeim er hugstæðast. Þar eiga að koma fram fagleg- ar greinar um það, er lítur að sjó og sjó- mennsku. Þar á að koma fram margs- konar fróðleikur um hugðarefni sjómanna. Þar eiga að koma fram hugmyndir um framfarir og bætur á öllum sviðum í samræmi við kröfur tímans hverju sinni. Þar á að berj- ast fyrir framfaramálum sjómannastéttarinn- ar á alla lund. Þar á að vera skemmtiefni, gáski og glettni. Þar eiga að vera myndir úr lífi og starfi sjómanna. I einu orði sagt: Sjómenn þurfa að eiga eitt öflugt, skemmtilegt og vandað mánaðartíma- rit, ritað að mestu leyti af þeim sjálfum — þannig úr garði gert, að allir sjómenn, hvort heldur þeir eru félagsbundnir í Farmanna- og fiskimannasambandinu, Stýrimannafélaginu, Sjómannafélaginu hér í Reykjavík, eða í hin- um ýmsu verstöðvum landsins, teíjj sér skylt að styðja og efla slíkt rit. Á þann hátt myndi þess mestur kostur, að slíkt rit næði tilætluðum árangri til hags og blessunar fyrir sjómenn og sæfarendur. Yíkingurinn mun efla sókn sína fyrir sjó- menn og hagsmunamál þeirra — og um leið styrkja vörn sína útávið gegn öflum þeim, sem vilja að honum vega. En hann mun með sanngirni taka í hönd þeirra, sem vilja ótrauð- ir berjast fyrir heill og hag sjómanna til verulegs árangurs. Hann mun í nútíð og fram- tíð vinna að því, að sjómenn sjái gildi sam- vinnunnar og sameiginlegra átaka til öryggis fyrir lifandi og komandi kynslóðir, sem leggja leið sína út á hafið. VÍKINGUE 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.