Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 4
JAKOB HAFSTEIN, cand jur: cáfmœLmí Eimskipafélags Islands Þegar stormurin þandi voðir á fleyjum for- feðra vorra fyrir rúmum eitt þúsund árum, var stefnan tekin út á hafið — út — til fjarlægra landa, til að sækja fang og frama. Og fleyin komu aftur „að utan” heim til fósturgrundar og „flutu með fríðasta lið, færandi varningin heim”. Þá var Island frjálst og fullvalda ríki. Þá áttu íslendingar sín eigin skip. Og þá fullnægðu þeir bæði útþrá sinni og þörfum til bús og bjargar á sínum eigin skipum. Forfeður vorir voru far- menn í þess orð fyllsta skilningi — landvarnar- menn þjóðar sinnar — stórhuga og djarfir bæði í orði og æði. Þessa glæsilega tímabils í sögu þjóðar vorrar, minnast Islendingar allir með sérstakri hrifn- ingu og geyma sögur sínar og sagnir frá þeim tíma sem dýrmætasta og falslausasta gullforða þjóðar sinnar. En þjóðin — þessi einangraða þjóð nyrzt í Atlantshafi var bæði fámenn og fátæk. I lífi og þróun sérhverrar þjóðar skiptast jafn- an á skin og skúrir, og eigi verður sagt, að vér íslendingar höfum íarið varhluta þeirrar stað- reyndar. Erlend öfl litu vonaraugum til lanasins okkar og teygðu fingur sína í norðurátt eftir áhrifum og völdum í þjóðlífi voru. Og þetta tókst 1262 með „Gamla sáttmála” við Noregs- konung — stjórnarfarslega. Brátt lögðust siglingar forfeðra vorra niður. Framandi þjóðir tóku þær frá og til landsins af landsmönnum sjálfum, og hirtu þá lítt um það, hvað þjóðinni og landinu var fyrir beztu, heldur voru trúar sjálfum sér í því að bera sem mest úr bítum. Sjálfstæðinu glötuðum vér um VÍKINGUR aldaraðir og í siglingum og verzlun urðum vér beittir herfilegum herbrögðum óvæginna kaup- sýslumanna þeirra, er réðu siglingaleiðinni yfir íslandshaf. En í brjóstum landsins barna brann neisti hins forna frelsis og sjálfstæðis. Beztu synir þjóðarinnar hófu baráttuna, og smátt og smátt vannst þjóðinni þrek og áræði á ný. Eftir langan og væran blund vaknaði þjóðin gunnreif með glæsilega foringja í fylkingarbrjósti. Draumar landsmanna um endurheimt frelsið foma og sjálfstæðið urðu nú vökudraumar og vonin um að gera þá að áþreifanlegri staðreynd varð sterkari en allt annað, sem bærðist í ís- lenzkum hjörtum. En gatan var grýtt og torfar- in og lá yfir hæðir og f jöll. En hún var „gengin til góðs” í stórum og viðburðarríkum áföngum. Þegar tuttugasta öldin rann úr hafi tímanna stóð baráttan hæst. Skáldin ávörpuðu þjóðina og bentu henni fram á veginn, minntu hana á hið forna frelsi og sögðu henni, hvað vinnast þyrfti. Vér unnum sigra í sjálfstæðisbaráttu vorri, en enn er áfangi eftir. Og þá fyrst, er honum er náð, má segja með fullri einurð: Is- land fyrir Islendinga. Þá mun sá guð, sem veitti frægð til foma, fósturjörð vora reisa endurborna. Þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna. Árið 1904 fengum vér Islendingar innanlands- mál vor í eigin hendur og stjórnina inn í landið sjálft. Danir héldu áfram að fara með utanríkis- málin, og þá um leið siglingar frá og til landsins. íslendingar undu aldrei við hin dönsku áhrif við strendur landsins. Hinum dönsku farmönnum 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.