Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 5
fannst lítið til „landans" koma og litu til hans á hinni dönsku skipsfjöl sinni með því augna- ráði og viðmóti, sem bar ljósan vott lítilsvirðing- arinnar. Skáldjöfur þjóðar vorrar, Einar Bene- diktsson, segir þetta eftirminnilega í snilldar- kvæði sínu „Strandsigling”: Þessa síðast ársins för þeir fóru — fólkið hana rækir bezt. Drukknir menn og krankar konur vóru kvíuð skrans í lest. Allt var f ullt af frónska þarfagripnum. Fyrirlitning skein af danska svipnum. En þegar tíu ár voru liðin frá því, er vér Is- lendingar heimtum stjórn mála vorra á ný inn í landið, hillti undir áfanga og áigur í s.iglinga- málum vorum. Frá síðustu aldamótum er stórstígasta fram- fara- og athafnatímabil, sem getur í lífi íslenzku þjóðarinnar. Síminn er lagður um landið, Islands- banki stofnaður, Háskólinn stofnsettur, full- veldisviðurkenningin fengin, útvegurinn eykst, vegir og brýr lagðar og landsmenn taka sigling- arnar í sínar eigin hendur. Allt eru þetta at- burðir, sem nátengdir eru sjálfstæðisbaráttu vorri og sjálfsbjargarþrá. En fæstum mun þó dyljast, að eitt örlagaríkasta og stærsta sporið var stigið 17. janúar 1914 með stofnun Eim- skipafélags Islands. Einmitt það sporið, sem skýrast talar máli Islendingsins um það, að hann geti sjálfur séð og annast um nauðsynjar þær, er þjóðin fyrst og fremst þarfnast og eru henni fyrir beztu. íslendingar vilja þá aftur eignast sín skip, taka siglingarnar frá og til landsins í sínar hendur og sjá um samgöngur landsmanna við strendur landsins. óhætt er að fullyrða, að aldrei hefir neitt fyr- irtæki verið stofnað eða mál tekið á dagskrá, sem átti jafn frjálsari og almennari þátttöku allra landsins barna að fagna sem stofnun Eim- skipafélags Islands. Með stofnun þess rættust og urðu að veruleika aldagamlar vonir og óskir vor- ar, og vissulega hefir enginn, sem batt traust og trú við málefnið orðið vonsvikinn. Margra alda oki erlendra áhrifa var létt af landsmönnum, og eitt hið glæsilegasta átak til framfara, menn- ingar og efnalegs sjálfstæðis gert. Stórhugur Thor Jensen, stórbóndi, formaður fyrstu bráðabirgðastjórnar E. I. landsmanna, jafnt þeirra, sem byggðu íslenzka grund, sem hinna, er áttu byggð og bú í framandi löndum og heimsálfum, var engin uppgerð, held- ur áþreifanlegur veruleikinn, sem hlaut fram að ganga. Stofnun Eimskipafélags Islands var þjóð- nytjamál, þjóðarfyrirtæki, en félagið sjálft þeg- ar í stað heitt elskað óskabarn íslenzku þjóðar- innar. Það má heita, að frá fyrstu stund hafi heill og hamingja hvílt yfir íslenzku kaupskip- unum með hvíta og bláa reykháfnum, og „Foss- arnir“ hafa nú í aldarfjórðung flutt björg í bú og afurðir landsmanna á erlenda markaði. ★ Rúmlega ár er liðið frá því, að Eimskipafélag Islands minntist á veglegan hátt aldarf jórðungs- afmælis síns. Það er að vísu ekki hár aldur, en hitt er víst, að hvert ár hefir verið vel notað, og enginn tími til ónýtis farið. Þessa merkilega afmælis var ítarlega minnst í blöðum og útvarpi og kom þá fram margur fróðleikur, ekki sízt fyrir þá, sem skipa hina vaxandi kynslóð í land- inu og áttu þess ekki kost, sakir æsku sinnar að taka þátt í og fylgjast með fyrstu starfsárum félagsins. En langsamlega mesti og haldbezti fróðleikurinn um Eimskipafélag Islands, og þá um leið hinn skemmtilegasti, er í hinu góða af- 8 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.