Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 7
fyrsta skip félagsins, sem rann inn í íslenzka höfn, var heilsað með þessum orðum: Heill og sæll úr hafi, heill þér fylgi jafna. Vertu giftugjafi gulls í milli stafna. Sigldu sólarvegi signdur drottins nafni atalt, djarft, að eigi undir nafni kafnir. Ekki verður annað sagt, en að hendingar þess- ar hafi sannast á Gullfossi, því að gifta hefir vakað yfir skipinu, og gull hefir þaðfluttstafna í milli að og frá landinu. Skipastóll félagsins hefir se mbetur fer vaxið og aukizt frá byrjun eftir þörfum landsmanna. Það er allra ósk, að evo muni enn verða, og að þau öfl, sem hafa horn í síðu félagsins, megni ekki í framtíðinni að hefta byggingu nýrra, glæsiiegra skipa. Sjöundi kaflinn segir frá fyrstu heimsstyrj- aldarárunum, sem voru samfara fyrstu starfs- árum félagsins. í dag — eftir 26 ára starf — þurfa nú hin íslenzku kaupskip enn á ný að beina stefnunni inn á hættusvæði stríðsbrjálaðra ná- grannaþjóða, og mun það allra ósk og von, að Emil Nielsen, fyrv. framkv.stj. Sigurður Pétursson, skipstjóri á Gullfossi. Fyrsti skipstjóri Eimskipafélags Islands, enn hvíli yfir skipunum okkar gæfa og gengi — og að framtíðin stýri þeim heilum í höfn. Þá kemur kafli um Ameríkuferðirnar fyrstu, og erfiðleika þá, sem þeim fylgdu. Er hann fróð- legur og skemmtilegur til samanburðar á því, sem nú á sér stað í þeim efnum. Níundi kaflinn er um byggingu skrifstofuhúss félagsins, prýddur mörgum og skemmtilegum myndum af skrifstofunum og starfandi fólki. Tíundi kaflinn ræðir um aukningu skipastóls- ins, byggingu „Goðafoss" nýja, „Brúarfoss", „Dettifoss", kaup á Selfossi, en Lagarfoss var áður kominn í eign félagsins. Tveir næstu kaflar eru um millilandasigling- arnar og strandsiglingarnar með ítarlegum og fróðlegum yfirlitsskýrslum um ferðir skipanna. I þrettánda kafla er ýmislegt um rekstur fé- lagsins og hag, allt frá stofmm þess og fram til áramóta 1938 og ’39. Síðan er þáttur um aðalfundi, stjóm og fram- kvæmdastjórn með myndum af mönnum þeim, er mest hafa komið við sögu félagsins. Þá kemur kafli, sem nefnist „Yfirlit og horf- ur“, og er þar m. a. teikning af hinu fyrirhugaða farþega- og farmskipi, sem félagið var búið að ganga frá samningum um byggingu á, en sem, því miður, ferst nú fyrir, sakir erfiðleika, sem af 7 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.