Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 9
ekki taka þátt í slíku starfi, eiga engan rétt á
að nefnast Islendingar.
★
Vér lítum með hrifningu um öxl aftur í tím-
ann til forfeðra vorra, sem lögðu út á hafið segl-
búnum knörrum sínum, sóttu sér frama og
frægð og fluttu björg í bú hingað yfir ála úthafs-
ins. Um leið minnumst vér með beiskju þess
tíma, er vér vorum undir erlendri drotnun, kúg-
aðir af mönnum þeim, er höfðu verzlunina við
landsmenn í höndum sér og siglingar allar frá
og til landsins.
En í dag er öðru vísi ástatt um þjóð vora. Hún
hefir hrundið a|f sér okinu og er vöknuð af
margra alda blundi. í dag er sjálfsbjargarþráin
og baráttuhugurinn fyrir algerðu sjálfstæði
landsins ríkjandi í hjarta hvers einasta Islend-
ings.
Ný öld er runnin. íslendingar eiga nú sín eim-
knúnu skip, sem kljúfa öldur hins æsta hafs.
ísland er ekki lengur einangrað land, heldur
stendur nú í menningarlegu og lífrænu sambandi
við umheiminn. Þettaþökkum vér skipunum okk-
ar. Fjarlægðimar hafa stytzt og möguleikarnir
til starfs og átaka vaxið. Skipin okkar hafa opn-
að oss leið til stjómarfarslegs og efnalegs sjálf-
stæðis, svo að vér með góðri samvizku getum
stigið síðasta sporið í sjálfstæðisbaráttu þjóðar
vorrar árið 1943.
Loks skal þessum fáu orðum um hið eigulega
og skemmtilega rit, sem Eimskipafélag íslands
á hinar mestu þakkirskiliðfyrir,lokiðmeðorðum
Hugals í ljóðinu „Framsýn", sem prentað er fyr-
ir ritinu:
Sé ég mynd af hafi handan,
hrannir stika flota mikinn,
blikar íjómi yfir björtum drekum,
beinir reykir við himin leika.
Skína við húna frónskir fánar,
frónska menn í lyfting kenni ég,
Guðmundur Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóri Eimskipafélags íslands.
skriður er á gnoðum góður,
gnauða við bóga löður sjóir.
Þjóðarvonir sveima við súðir,
siglir blessun með skipum þessum,
fomar vættir fara á eftir,
fylgja þeim yfir allar bylgjur.
Flytur þetta föruneyti
fegsins boð suðr í morgunroða:
Aftur er lifnað af alda svefni
unga ríkið á norðurbungu.
9
VÍKINGUR