Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 10
Sigurður Kristjánsson, alþm.:
Sríðsáhættuþóknunin
Sá hugsunarháttur hefir um alllangt árabil
verið ríkjandi hjá verulegum hluta forystu-
manna í þjóðmálum ísl., ða hið eiginlega þjóð-
félag sé aðeins það fólk, sem lifir á landbún-
aði. Þessa hugsunarháttar hefir og orðið mjög
vart á Alþingi. Eðlileg afleiðing af því varð
sú, að löggjöfin var fyrst og fremst sniðin eft-
ir þörf sveitanna. En eitt af því, sem landbún-
aðinum hefir verið talið allra nauðsynlegast
er það að hefta vöxt kaupstaða og kauptúna.
Hefir verið reynt að finna ráð til þessara hluta
með ýmsu móti, en árangurslaust. Fólksfjölg-
unin í landinu hefir öll bæzt við kaupstaði og
kauptún.
Á allra síðustu árum hafa þau mál, er sér-
staklega snerta sjávarútveg og sjómenn, átt
allörugga talsmenn á Alþingi. Hefir við það
aukist skilningur á málum sjávarútvegs og
þeirra, er að honum vinna, og þau mál orðið
meir áberandi í löggjöf landsins. Þó eldir mjög
eftir af hinni gömlu þröngsýni, og kemur það
jafnan fram í andúð gegn málefnum kaup-
staðanna og þess fólks, er þar býr. Fer því
mjög fjarri, að útdauðir séu eða áhrifalausir
orðnir á Alþingi þeir menn, sem ekki telja sig
að fullu trúa fulltrúum sveitanna, nema þeir
berjist gegn eðlilegum þurftarmálum þeirra,
er af fiskveiðum og farmennsku lifa. — Þetta
kom enn í Ijós, er fram kom á síðasta þingi
tillaga um, að stríðsáhættuþóknun sjómanna
skyldi vera skattfrjáls. Tillögu þessa fluttum
við þm. Vestur-ísfirðinga í Nd. en í Ed. 2.
landskjörinn. Tillagan féll í báðum deildum
og hlutum við flutningsmennirnir þung ámæli
fyrir flutning hennar. Vorum við jafnvel born-
ir brigslum. Og enn sá ég í sorpdálki eins
blaðs, sem gefið er út hér í Reykjavík, ómenn-
ingarlegar og ósannar skammir um mig út af
VÍKINGUE
tillögu þessari. Mun ég engu svara þeim þvætt-
ingi, en vil í þess stað gera hér stutta grein
fyrir réttmæti tillögunnar.
Einangrað eyland með fábreytta framleiðslu
er í miklum vanda statt þegar grimmileg
styrjöld geisar á öllum siglingaleiðum frá
landinu. Þótt Island sé ekki styrjaldaraðili,
verður það þó að taka þann þátt í leiknum
að láta skip sín sigla látlaust um styrjaldar-
svæðin. Þeir, sem í þeim siglingum eru, eru
því sendir í styrjöldina, til þess að verja land
og þjóð gegn skorti og neyð. Mannslífin verða
að sönnu ekki metin rétt með krónustiku. En
útgerðin hefir ekki annað að bjóða. Var því
sjófarendum ákveðin stríðsáhættuþóknun. Um
upphæð hennar varð samkomulag milli útgerð-
armanna og skipverja. Nú mun flestum sýnast,
að þótt útgerðarmenn hafi ríka skyldu að
rækja við farmennina, þá hafi ríkið sjálft þess
meira að launa, sem það á meir undir því, að
siglingar milli Islands og annarra landa falli
ekki niður. Krafan á hendur ríkinu var þó ekki
í þessum sökum frekari en það, að það undan-
skildi stríðsáhættuþóknunina skatti til ríkis
og sveitarfélaga. Ríkið — stjórn og Alþingi —
vildi ekki fallast á þessa kröfu nema að hálfu
leyti. Þótti mér og fleirum áhættustarf sjó-
manna ekki rétt metið í þessu. Verður nú hver
að meta það eftir viti sínu og up'plagi, hvorir
réttari málstað höfðu. En þótt mál þetta verði
tekið upp aftur, mun ég engu svara órökstudd-
um brigslyrðum út af því. I þessu máli, sem
flestum öðrum, munu menn bera sér sjálfir
vitni með verkum sínum.
En ég vil bæta því við þessi orð, að á þessi
mál hafa aðrar þjóðir litið nokkuð öðrum
augum en Alþingi íslendinga. Danir hafa und-
anþegið stríðsáhættuþóknunina skatti, og er
10