Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 11
þó skattheimta allmjög þolanlegri í Danmörku en hér. Og forsætisráðherra Norðmanna hefir tilkynnt, að ríkisstjórn Noregs muni taka vin- samlega afstöðu til samskonar krafa norskra sjómanna. Að lokum vil ég leiðrétta það ranghermi, sem fram hefir komið í umræðum um þetta mál: að sjómenn sjálfir hafi fallist á það, að stríðsáhættuþóknunin yrði aðeins að hálfu leyti undantekin skatti til ríkissjóðs og sveitarsjóða. Á sjöunda hundrað skipverja á 34 íslenzkum skipum, sem voru í siglingum til annarra landa, þegar mál þetta var þæft á Alþingi, sendu þinginu eftirfarandi áskorun og yfir- lýsingu: „Undirritaðir skipverjar á------skora hér með á Alþingi: Höfrungor Grein þá, sem hér fer á eftir, hefir dr. Bjarni Sæmundsson verið svo vingjarn- legur að rita fyrir Víkinginn. Er hann allra manna fróðastur um líf og háttu dýranna við strendur landsins, og kann blaðið honum beztu þakkir fyrir grein- ina. Sjófarendur, sem siglt hafa víða um höf, munu kannast við höfrungana, sem ásamt hnís- unni eru smæstu hvalategundir jarðarinnar. Flestir eru þeir sjávardýr aðeins, en í stórfljót- um hitabeltisins, eins og Amazónfljóti, Congó og Ganges eru nokkurar tegundir. Eins og aðr- ir hvalir eru þeir mest yfirborðsdýr, sem elta bráð sína, síld og ýmsa aðra smáfiska yfir- borðsins, oft par og par, í stórum, stundum feiknastórum ,,vöðum“ (eins og það er nefnt). En það sem hefir gert þá sérstaklega vel þokk- aða af sjófarendum er það, hve hændir þeir oru að skipum, sem sigla um úthöfin. Þeir fylgja þeim oft langar leiðir og sýna þá fá- Að sýna sjómannastéttinni þá viðurkenn- ingu og það réttlæti, að undanþiggja með öllu frá skatti til ríkis og bæja, stríðs- áhættuþóknun, slysa og dánarbætur til sjómanna og aðstandenda þeirra. mótmælum vér því, að það sé eigi að okkar vilja, að flutt hefir verið á Alþingi frv. til laga um að öll stríðsáhættuþóknun til sjómanna sé undanþegin skatti til ríkis og bæja“. Það má telja alveg víst, að á næsta þingi verði flutt tillaga um breytingu þe.irra laga, er hér um ræðir. Má gera sér vonir um, að nú verði litið á málið nokkuð öðrum augum en síðast, því allir sjá, að áhættan við sigling- arnar vex með degi hverjum. Dr. Bjarni Sœmundsson: dæma sundþol og sundfimi, leika sér jafnvel að því að hringsóla í kringum skip á fullri ferð, líkt og fýlar eða albatrosar, en halda sig einkum framan undir kinnungum skipsins, 2 og 2 eða fleiri í hóp, hvorir sínum megin við stefnið, í boðaföllunum, sem ferð skipsins ger- ir, rétt eins og þeir vildu nota sér framsókn- ar aflið í þeim, til þess að létta sér sundið. Svona geta þeir haldið sér tímunum saman, þó að skipið fari sínar 18—20 sjóm. á vöku eða meira, jafnvel allt að 30 eða enn fleiri (eins og tundurspillar). En einkennilegast er það, að helst lítur út fyrir, að þeir þurfi ekki að reyna neitt verulega á sig á þessari feikna ferð, því ofan að séð, virðast þeir renna sér sundtaka- laust áfram, eins og þeir væru ósveigjanlegir viðarbolir, kreppa sig aðeins, þegar þeir kafa og fetta sig þegar þeir koma upp ; en sannleik- urinn mun sá, að þeir nota sér framrás boða- fallanna við stefnið og sveifla um leið halan- um og hinum mikla sporði með feikna tíðum smásveiflum upp og niður, svo að á hreyfing- VÍKINGUK 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.