Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 25
Þá var efnt til samkeppni um göngulag við
1. verðlaunarkvæðið, og heitið kr. 300,00 í
1. verðlaun. 27 lög bárust Sjómannadeginum,
sem einnig mun vera einstætt, og hlaut þar
1. verðlaun, tónskáldið Emil Thoroddsen, er
einnig samdi lag við 2. verðlauna kvæðið. —
Eitt hið stærsta og merkasta viðfangsefni,
er Sjómannadagurinn hefir tekið fyrir, og sem
mun standa sem ævarandi minnisvarði Sjó-
mannadagsins og forráðamanna hans, er sýn-
ing sjómanna í Markaðsskálanum hinn 4. júní
1938.
Minnisvarð inn
á leiði óþekkta
sjómannsins
i Fossvogi.
Á sýningunni er leitast við að skýra í stórum
dráttum þróun og tækni fiskveiða og far-
mennsku íslendinga, allt fram í fornöld.
Ég ætla ekki að fara út í það hér, að lýsa
þeim örðugleikum, er voru samfara því að
koma upp sýningunni, eða ósérplægni og
Sveitalælcnir í Skotlandi furðaði sig á því, að Hálend-
ingar leituðu sjaldan læknis. Eitt sinn spurði hann Há-
Skota hvað þeir gerðu, ef þeir yrðu lasnir.
— Oh---------fæ mér hálfan.
— Já, en hálfur snaps læknar þig ekki.
— Fæ mér annan.
— Þú getur fengið þér sextán og samt verið veikur.
— Sá, sem ekki læknast af sextán, hann á skilið að
drepast!
25
dugnaði þeirra manna er að henni stóðu. En
ánægjulegt er að skýra frá því, að sýningin
verður hornsteinninn að Sjóminjasafni.
Síðastliðið vor var ákveðið að láta byggja
4 róðrarbáta er sjómenn gætu keppt á á
Sjómannadaginn. Var þá búið að gera teikn-
ingu af þeim, og tilboð lágu fyrir. Þá var og
keypt efni í þá, og er nú einn fullsmíðaður og
búið að sníða niður í hina þrjá.
Bátarnir verða 6 rónir með mjög þægilegum
íspyrnum, 9 m. langir, 1,5 m. breiðir og 70 cm.
djúpir. Þetta eru stærstu útgjöldin er Sjó-
mannadagurinn hefir ráðist í, og munu bátarn-
ir fullsmíðaðir með öllu tilheyrandi kosta hátt
á áttunda þúsund krónur.
Sem áframhald af Sjómannasýningunni,
skrifaði Sjómannadagurinn Ríkisstjórninni og
og bauð henni aðstoð sýna, varðandi stofnun
Sjóminjasafns, og lagði til, að veitt yrði á
fjárlögum allt að átta þúsund krónum í því
skyni. Mjög góðar undirtektir fékk þetta
hjá atvinnumálaráðherra, er síðan sendi fjár-
h'agsnefnd málið til umsagnar, en þar varð þi-ð
grafið, og það djúpt, að á síðustu stundu var
borin fram breytingartillaga við fjárlögin af
þeim Sigurði Kristjánssyni, Sigurjóni Á. Ólafs-
syni og Bergi Jónssyni um að heimila allt að
kr. 5000.00 framlag til sjóminjasafns, en til
vara kr. 3500,00. Varatillagan var samþykkt.
Innan skamms verða dregnar hreinar línur,
um framtíðarskipulag þessara mála og er það
vel. Skal því ekki farið frekar út í það að sinni.
Nú er á vegum Sjómannadagsins verið að
gefa úr kvæðin, er bárust í samkeppninni um
sjómannaljóð. Þessi bók verður alveg sérstæð
á bókamarkaðinum. Fjörutíu og tveir höfund-
ar koma þarna fram og margir með ágæt ljóð.
Allir sjómenn og aðrir, er unna málefnum sjó-
manna ættu að eignast þessa bók.
Skipbrotsmaður: — Hversvegna gónir þessi villimað-
ur svo fast á okkur?
Annar skipbrotsmaður: — Iíannski hann sé hjá mat-
vælaeftirlitinu!
1945:
— Nei, pabbi. Ég þarfnast engra fata í sumar.
— Drottinn minn! Ég var smeykur um, að það end-
aði svona!
VÍKINGUR