Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Qupperneq 30
stutt, héldu sig í námunda við Heimaeyna, og
aðeins tvö til þrjú skip komust á fiskimið, er
Bót heitir, og er austanvert við svonefnt Sæ-
fjall. Fjögur skip reru vestur með Eynni að
innan (norðan), og voru flest þeirra komin
að Erni, sem er drangur í sjó norður af Stóra.
klifi, er skipverjar sáu, að sjórinn rauk eins
og þokumökkur væri fyrir vestan Smáeyjar.
Áttuðu menn sig ekki á, að þessi þokubakki,
sem þeim virtist vera, stafaði af stormi, fyrr
en rokið skall yfir þá eins og skotið væri úr
byssu. Þessi skip björguðu sér með því að
Fnda á Eiðinu, það er að segja þrjú þeirra.
Eiðið tengir Heimaklett við Heimaeyju og var
algengt, að menn leituðu þar lendingar, ef ekki
þótti fært annarsstaðar, og voru þá skipin sett
yfir Eiðið, til þess að komast inn á innri höfn,
þótt erfitt væri að setja stórskip þá leið. —
Fjórða skipið hrakti austur fyrir Yztaklett, og
lá í svonefndri Faxabót næstu nótt. Þótt sjór
væri dauður það augnablik, sem þrjú skipin
lentu á Eiðinu, brimaði nú svo fljótt, svo að
segja á svipstundu, að við sjálft lá, að síðasta
skipið brotnaði í lendingunni. Þó böfðu menn
með harðfylgi að setja skipið upp stórgrýtið.
En er þeir voru komnir með síðasta skipið upp
á svonefnt Háeiði, hafði brimið vaxið svo mjög,
að nú sópaði yfir sjálft Eiðið, og var það mjög
fátítt í þá daga. Tvö skipanna voru bundin og
fest niður með grjóti austur við Heimaklett,
er. þriðja skipið, áttæringurinn Áróra, formað-
ur Brynjólfur Halldórsson bóndi í Norður-
garði, komst heim yfir innri höfnina. En svo
var veðrið mikið, að við sjálft lá, að skipið
hrekti á haf út á heimleiðinni og fór þó með
löndum, en ekki beint yfir voginn. Þótti mönn-
um hin mesta glópska af góðum formanni að
stofna hásetum sínum í þá tvísýnu, sem það
reyndist, að fara yfir höfnina. Orð var og á
því haft, að þegar verið var að setja skipið í
hróf hinumegin við innri höfnina, hafi lítt
verið hægt að halda því niðri sökum ofviðris-
ins, því að það tókst hvað eftir annað á loft.
Þá víkur sögunni til þeirra skipa, er stödd
voru austan og sunnanvert við Eyjarnar. Afli
var lítill eða enginn, óg útlit til lofts og sjávar
varð æ ískyggilegra. Állinn suður af Bjamarey
var að sjá eins og brimgarður, jafnvel þótt
Iogn væri. Þótti nú sýnt, að ofviðri væri í að-
sigi, og fóru menn að halda heimleiðis. Það
voru 13 skip, sem þarna voru, og hófu menn
heimferðina með því að setja upp segl í vestan
andvara, og var róið undir á kulborða. En þeg-
ar kom heim undir Kirkjubæi svokallaða, sáu
þeir á skipunum, að sjórinn rauk með þeirn
ódæmum út höfnina, að særokið nam næstum
á móts við grasbrekkurætur á Heimakletti. Er
þetta var sýnt, felldu menn hver af öðrum
segl á skipunum og tóku til róðrar. En ekki
skipti nema nokkrum augnablikum, að ofviðr-
ið skall á öll skipin með bylslitringi, og svo
ofsafengið, að enginn mundi annað slíkt. Þó
að menn reru lífróður, varð ekkert hamlað á
móti veðrinu, nema á þeim skipum, er bezt
voru mennt; þau komust nokkrar lengdir sínar
fram, eftir að veðrið skall á. En að örlítilli
stundu liðinni var það sýnt, að ekkert skipanna
gat haldið í horfinu, og fór þau nú að reka.
Vestanofviðrið trylltist æ meir og meir, og var
ekki annar kostur fyrir hendi en að hleypa
undan veðrinu og freista þess að leita skjóls
undir Bjarnarey, sem er austan við Heimaey,
um 3 sjóm. Flestir hleyptu á árunum einum og
þótti nógur gangur. Svo sagði Árni Diðriksson
bóndi í Stakagerði, er var með skipið Gideon
í mörg ár, að aldrei hefði verið meiri skriður
á skipinu það er hann vissi til, þó að hvorki
væri siglt né róið. Aðeins einn bátur, áttæring-
urinn Enok, — en á honum var formaður Lár-
us Jónsson, hreppstjóri að Búastöðum, sigldi
með tveimur rifuðum ,,klíverum“. Var ,,klíver-
bóman“ úr ágætri eik, en þó brotnaði hún
þegar hleypt var undir Bjarnarey. Á Gideon
höfðu menn reynt lengst að halda í horfi, enda
var Árni Diðriksson, sem þótti úrvals formað-
ur, einna bezt menntur, var þar valinn maður
í hverju rúmi. En þó fór svo, að Gideon varð
líka að hverfa frá, eins og áður segir.
Samfara hinu tryllta veðri æstist nú líka
sjórinn svo mjög, að ,,Leiðin“ varð á skömm-
um tíma alófær. öll komust nú skipin heilu
og höldnu í skjól við Bjarnarey, og urðu það
12 stórskip og einn bátur f jórróinn. Þótti undr-
un sæta, að þessi litli farkostur skyldi fleyt-
VÍKINGUR
30