Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Síða 32
með brunafrosti. Brimið virtist heldur minnka austan eyjarinnar er á leið nóttina, en jókst því meir undan vindstöðunni. Breki er boði nefndur norðaustur af Bjarnarey. Féll hann nú austur, sökum ofveðursins, og voru fá dæmi til slíks. Um nóttina varð að taka mennina úr fjórróna bátnum, sem var einn í hópnum, og sleppa honum.Hásetarnirvoru gamlirmenn, sem ekki þóttu færir um að ganga í erfið skip- rúm. Höfðu þeir ætlað sér að róa, þegar góð sjóveður gæfust og stutt væri sótt. Formaður- inn var óharðnaður unglingur. Ennfremur voru allir skipverjar teknir úr áttæringnum Naja- den og skipinu sleppt. Áttæringur þessi var illa menntur, og treystist formaðurinn ekki til að fylgjast með hinum skipunum sökum þess. Fjórir menn önduðust af kulda og vosbúð á útileguskipunum þessa nótt, og voru þeir all- ir fullorðnir og farnir að heilsu og kröftum. Nú víkur sögunni aftur heim í Eyjar. Þegar veðrið skall á, voru svo að segja allir bátar á sjó, og var því ekki heima nema kvenfólk og börn, auk nokkurra verzlunarmanna. Allt lauslegt úti við fauk út í veður og vind, og varð við ekkert ráðið. Þeir fáu karlmenn, er heima voru, reyndu', helzt að bjarga smábátunum með því, að bera á þá grjót og binda. En eng. an bát var hægt að rétta við, eða hreyfa úr seti, og voru þeir bundnir eins og á stóð. Eitt stórskip, teinæringur, sem ekki var farið að hreyfa til sjóróðra þessa vertíð, fauk með fest- arsteinum og öllu saman yfir háan grjóthól og alla leið niður í fjöru. Kom skipið njður á hvolfi lítið brotið. Það má nú nærri geta, hvernig ástatt hefir verið á heimilum sjómannanna í Vestmanna- eyjum þennan dag. Engin von virtist vera til þess, að skipin eða áhafnir þeirra myndu skila sér heim. Sorg og kvíði um afdrif ástvinanna á hafinu ríkti á hverju heimili, þar sem konur og börn sátu grátandi og örvingluð. Einn mað-i ur var þó, sem aldrei þreyttist á að ganga á meðal fólksins og reyna að hugga það og hressa. Þetta var Pétur verzlunarstjóri Bjarna- sen, sem þá var fyrir Brydes verzlun j Vest- mannaeyjum (faðir Nicolais Bjarnasen, Frið- riks Bjarnasen og frú Júlíönu Árnason, sem nú eru í Reykjavík). — Pétur Bjarnasen vitjaði flestra húsa, er hann náði til, og hjálpaði með ráðum og dáð þar, sem hann gat við komið. Er sagt, að Pétur hafi engrar hvíldar unnt sér þessa nótt, og strax er birti af degi þann 26. febrúar, gekk hann til fjalls með sjónauka sinn til þess að grennslast eftir, hvort hann sæi nokkuð til skipanna, sem hrakið hafði frá eyjunni daginn áður. Má geta nærri, hver fögnuður hefir orðið hjá fólkinu, þegar Pétur Bjarnasen kom aftur með þá gleðifregn, að hann hefði séð flest eða öll skipin austan undir Bjarnarey. Þennan dag var veður farið að lægja, svo að nú var ráðgert að manna út það eina stórskip, sem tiltækilegt var heima fyrir, áttæringinn Áróru, og senda með mat og aðra hressingu til þeirra, er úti lágu. Því að enn var veðrið svo mikið, að ekki var hugs- andi að neitt skipanna gæti komizt heim. Var nú valið úr sjómönnum þeim, er náð höfðu upp á Eiðið daginn áður, settur skut- og barka- róður til viðbótar á Áróru, og hún þannig gerð að tólfæringi, og mönnuð út með 30 úrvals- mönnum. Höfðu þeir með sér aukaárar og önn- ur áhöld, sem hugsanlegt væri, að þá kynni að vanta, er úti lágu. Þannig útbúið lagði svo hjálparskipið af stað til útileguskipanna. Með- ferðis hafði það, auk útbúnaðs þess sem áður getur, matarsendingar handa hverju skipi, og auðvitað kaffi, ennfremur þurr föt, er send voru frá heimilunum; og í verzlunarbúð Pét- urs Bjarnasen var svo bætt við brauði, skon- roki og brennivíni. Þá var eitt glas af hoff- mannsdropum handa hverrj áhöfn, frá héraðs- lækninum, Þorsteini Jónssyni. Telja kunnugir, að för þessi og allur útbúnaður hafi verið dugnaði og athygli Péturs Bjarnasen að þakka. Áróru byrjaði vel til þeirra, er úti lágu. Og eftir að menn höfðu fengið sér hressingu og sumir jafnvel haft fataskipti, var farið að hugsa til heimferðar, en þó beðið eftir land- falli, þ. e. vesturfalli, með því að enn var veðr- ið ákaflega mikið. Um hádegi þennan dag hófu menn heimróður. Fór Áróra fyrst, og dugði engum við hana að þreyta, svo vel mönnuð og útbúin sem hún var. Þá fór Enok, þá Gideon, þá Haffrú, og svo hver af öðrum. Komust hin VÍKINGUR 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.